Síða 1 af 1

Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 19:04
af appel
Hvert á maður að fara með toyotuna sína í viðgerð? Held að eitthvað sé að fremra hjólinu, fæ einhverskonar titring. Ekki dekkið held ég.

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 19:21
af lukkuláki
appel skrifaði:Hvert á maður að fara með toyotuna sína í viðgerð? Held að eitthvað sé að fremra hjólinu, fæ einhverskonar titring. Ekki dekkið held ég.
N1 eða KvikkFix.

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 19:33
af biturk
hvernig toyota? hvaða árgerð?

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 20:05
af Ripparinn
Titrar hann alltaf eða bara þegar þú fer yfir X hraða ?
Gætir þurft að skipta um fóðringar eða stýrisendi eeða spindilkúla

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 20:26
af Hargo
Hef alltaf fengið toppþjónustu hjá Bílaáttunni.

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 20:37
af appel
Ripparinn skrifaði:Titrar hann alltaf eða bara þegar þú fer yfir X hraða ?
Gætir þurft að skipta um fóðringar eða stýrisendi eeða spindilkúla
Tja, hann titrar meira eftir því sem hraðar ég fer.

Kannski maður kíki í bílaáttuna, enda rétt hjá. Vona að þeir geti skoðað þetta. Maður veit aldrei hvaða staður er réttur fyrir svona viðgerðir.

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 20:48
af littli-Jake
Ef þetta er að aukast eftir því sem hraðin eikst mundi ég giska á að það þurfi að balensera dekkin. Það er allavega það ódýrasta sem gæti verið að.

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Mið 06. Jún 2012 22:55
af vesi
gæti líka verið hjólalega að fara

Re: Bílaviðgerðir

Sent: Fim 07. Jún 2012 01:07
af Kosmor
vesi skrifaði:gæti líka verið hjólalega að fara
þá ætti líka að heyrast í henni.