Síða 1 af 1
Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 00:08
af krissi24
Kannski á þetta ekkert heima hér en ætla samt að prufa
Ég á 20 ára afmæli í vikunni 4 - 10 júní og og ég er í vinnu tímabundið á Akureyri og bý þar í foreldrahúsum á meðan og unnustan mín er heima í Keflavík og okkur langar til að vera saman þessa viku, útaf fyrir okkur og ég var að pæla í því hvort einhver hér inná er sjálfur eða þekkir einhvern sem er að leigja íbúð í skammtímaleigu á Akureyri, Þá væri það frá mánudeginum 4 júní - föstudagsins 8 júní. Íbúðin þarf alls ekki að vera stór enda verðum við 2 bara þar. Við göngum vel um eigur annara og það verður ekkert partý eða neitt svoleiðis, ætlum bara að njóta þess að vera 2 ein og hafa það notarlegt

Við höfum ekkert það mikið á milli handanna svo ég taki það fram þannig að það væri ekki verra ef leiguverðið væri eftir því

Það er frekar erfitt að vera í fjarbúð en auðvitað verður maður að grípa tækifærið ef manni býðst vinna..... En auðvitað vill maður njóta 20 ára afmælisdagsins síns með sínum nánustu
Með von um góð svör.
Krissi.
Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 00:28
af tdog
Sniðug hugmynd

En ég mæli frekar með helgi í tjaldi, frekar en í íbúð. Þú þarft ekki að þrífa tjaldi eins og íbúðina á sunnudeginum og getur því notið samvistarinnar með kæró ennþá betur. Tjöld eru líka merkilega rómantísk!
Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 00:36
af krissi24
tdog skrifaði:Sniðug hugmynd

En ég mæli frekar með helgi í tjaldi, frekar en í íbúð. Þú þarft ekki að þrífa tjaldi eins og íbúðina á sunnudeginum og getur því notið samvistarinnar með kæró ennþá betur. Tjöld eru líka merkilega rómantísk!
Tja.... Við erum nú ekkert mikið fyrir útilegur hehe, svo myndum við bara vera fram á föstudag

Munum ekkert rusla það mikið til hehe, plús það að það er bara ákveðin stemming í að þrífa leiguhúsnæði eftir að leigutíma lýkur..... Líka gaman að skila því sem maður fær lánað í góðu standi

Höfum oft leigt bústað í Ölfusborgum og aldrei hefur verið kvartað undan sóðaskap eða lélegri hreingerningu við brottför

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 00:57
af capteinninn
Athugaðu endilega hjá stéttarfélaginu þínu hvort þeir eigi íbúðir til leigu.
Veit að VR er með mjög fínar íbúðir og Efling skilst mér líka og þeir rukka ekki of mikið fyrir þær, getur líka notað einhverja stéttapunkta hjá VR til að koma til móts við kostnaðinum af íbúðinni.
Er ekki viss hvort þeir eigi eitthvað laust svona nálægt dagsetningunni en það getur verið að eitthvað hefur losnað eða eitthvað álíka, hringdu allavega í þá
Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 01:04
af krissi24
hannesstef skrifaði:Athugaðu endilega hjá stéttarfélaginu þínu hvort þeir eigi íbúðir til leigu.
Veit að VR er með mjög fínar íbúðir og Efling skilst mér líka og þeir rukka ekki of mikið fyrir þær, getur líka notað einhverja stéttapunkta hjá VR til að koma til móts við kostnaðinum af íbúðinni.
Er ekki viss hvort þeir eigi eitthvað laust svona nálægt dagsetningunni en það getur verið að eitthvað hefur losnað eða eitthvað álíka, hringdu allavega í þá
Ég borga núna í annað Stéttarfélag og ég held að ég eigi ekki rétt á neinu frá þeim eins og er því ég er ekki búinn að ávinna mér neinn rétt þar, gæti samt verið að ég eigi rétt í fyrra Stéttarfélagi, hætti að greiða í það í byrjun apríl. Plús það að Stéttarfélagið sem ég greiði í núna á engar íbúðir á Akureyri en hitt Stéttarfélagið sem ég greiddi áður í á eina íbúð hér. Ég er búinn að mail-a á þá og vonandi svara þeir mér sem fyrst

Þó svo að ég eigi von á því að fá nei, kannski líka vegna þess að ég ætla ekki að vera frá föstudegi til föstudags, bara frá mánudegi - föstudags. Veit ekki hvort Stéttarfélög almennt leyfi svoleiðis leigutíma

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 01:05
af urban
úfff í fjarbúð og vill vera einn með konunni á 20. afmælisdeginum...
það þarf ábiggilega að henda rúmunum eftir það

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 01:07
af krissi24
HAHAHA!!

það er nú ekkert það langt síðan seinast...... 21. maí..... hehehe!
Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 10:13
af Daz
Ég hef pantað íbúð hjá
http://gistingakureyri.is/" onclick="window.open(this.href);return false; einusinni. Gisti í "Amaro húsinu" og fannst það bæði mjög fín staðsetning og flott íbúð. Verðið var ekki bilað miðað við annað sambærilegt. Held ég hafi borgað ca 10 þúsund per nóttina þá, virðist hafa hækkað í lágmark 12 þúsund per nótt núna. Samt ódýrara en hótel

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 15:25
af krissi24
já, Myndi samt vilja helst fá á sambærilegu verði og Stéttarfélögin eru að bjóða

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Þri 29. Maí 2012 17:08
af Daz
krissi24 skrifaði:já, Myndi samt vilja helst fá á sambærilegu verði og Stéttarfélögin eru að bjóða

Þegar þú ert að tala um gistingu með viku fyrirvara, um háannatíma, á vinsælu ferðamannasvæði, þá er ekki hægt að krefjast þess að fá hana ódýrt líka. Stéttarfélögin niðurgreiða svona gistingar þó nokkuð, svo það er ólíklegt að þú fáir eitthvað á góðu verði. Ekki nema þú þekkir einhvern í réttu stéttarfélagi sem getur leppað fyrir þig (og yfirleitt getur fengið leigt, t.d. er allt upppantað hjá VR næstu 102 árin).
Nei ég vinn ekki við sölu gistinga á Akureyri, eða bara nokkurstaðar. Sé reyndar að þetta fyrirtæki sem ég linkaði á er ekki lengur að leigja út þá íbúð sem ég gisti í, en samt með nokkrar aðrar í boði.
Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Lau 02. Jún 2012 21:21
af krissi24
Veit ekki einhver um

Re: Vantar íbúð á Akureyri frá 4 - 8 júní
Sent: Lau 02. Jún 2012 22:16
af ScareCrow
Búinn að prufa að skoða á
http://www.dagskrain.is" onclick="window.open(this.href);return false;?
Við vorum einmitt að leigja íbúð á 7k per nótt en erum því miður byrjuð að gera hana upp akkurat nuna á næstu dögum, svo ég get ekki reddað þér.