Síða 1 af 1

70° heitur örgjörvi!!

Sent: Lau 17. Júl 2004 17:23
af ErectuZ
Ok. Eins og titillinn gefur til kynna, þá getur örgjörfinn farið alveg upp í 70°. Fór einu sinni upp í 75°! Þetta er reyndar í load, en samt er þetta heavy heitt. Hvað á ég að gera??? Ég á ekki pening fyrir betri kælingu. Hvað á ég að gera? Það var hitaleiðandi krem á örraviftunni þegar ég setti hana á. Hvað gæti verið að? Þessi örravifta sem ég er með er gerð fyrir AMD XP3200+ og ég er bara með AMD XP2800+! Er einhvað að viftunni?

Sent: Lau 17. Júl 2004 18:45
af MezzUp
Ég er með 2000XP og hann er að keyra á milli 65°-75° og hefur lengi gert, þarft ekkert að hafa áhyggjur.......
Móðurborðið stillt þannig að það drepi á sér ef að örrinn verður OF heitur, right?

Re: 70° heitur örgjörvi!!

Sent: Lau 17. Júl 2004 20:41
af legi
Flestir AMD örgjörvar eiga að þola 80° svo að þetta er ansi nálægt hættumörkum , þó að AMD örgjörvar séu oft mjög heitir þá er þetta óeðlilega heitt fyrir óyfirklukkaðann örgjörva , hvað er v-core stillt á ?
( getur séð það með því að fara í bios og leitað að V-core eða CPU-ratio and voltage )

Er hugslanlegt að vélin þín þurfi bara góða ryksugun ?

Sent: Lau 17. Júl 2004 22:50
af MezzUp
held að AthlonXP eigi að þola 90°, en mig grunar að það sé hærra, framleiðendur vilja bara gefa 100% örugga tölu

Borðarþol lyftna er t.d. í raun 5 sinnum meira heldur en það er gefið upp sem, til öryggis(hef ég heyrt)

Sent: Lau 17. Júl 2004 23:16
af zaiLex
Hegðar tölvan ykkar ekki illa þegar hún er svona heit hjá ykkur? mín gerði það allavegana þegar hún var svona heit. Einu sinni tók ég tölvuna mína úr gluggakistunni (var desperate á kælingu) og færði hana inní skrifborðsskápinn og þá komst tölvan ekki á netið og það kom error ef ég reyndi að starta leikjum. Síðan var allt í fínasta þegar tók hana loks úr skápnum.

Sent: Sun 18. Júl 2004 00:44
af MezzUp
zaiLex skrifaði:Hegðar tölvan ykkar ekki illa þegar hún er svona heit hjá ykkur? mín gerði það allavegana þegar hún var svona heit. Einu sinni tók ég tölvuna mína úr gluggakistunni (var desperate á kælingu) og færði hana inní skrifborðsskápinn og þá komst tölvan ekki á netið og það kom error ef ég reyndi að starta leikjum. Síðan var allt í fínasta þegar tók hana loks úr skápnum.

nibbs, hitinn ætti ekkert að hægja á tölvunni. Afhverju ætti hann að gera það?

Gleymdirðu bara ekki að tengja snúrur eða fokkaðir einhverju upp þegar þú varst að flytja á milli?

Sent: Sun 18. Júl 2004 01:57
af zaiLex
Neibb triple checkaði allt.

Sent: Sun 18. Júl 2004 02:00
af axyne
ég gerð einu sinni check á örgjörvanum mínum. kveikti á Prime og slökkti á viftu.

tölvan fraus í 66°C

Sent: Sun 18. Júl 2004 10:10
af legi
MezzUp skrifaði:held að AthlonXP eigi að þola 90°, en mig grunar að það sé hærra, framleiðendur vilja bara gefa 100% örugga tölu

Borðarþol lyftna er t.d. í raun 5 sinnum meira heldur en það er gefið upp sem, til öryggis(hef ég heyrt)


Mörkin sem örgjörvinn brennur hreinlega yfir við eru sennilega eithvað hærri en 80 ° en hinsvegar er það mín reynsla að AMD XP verða óstabílir þegar þeir fara eithvað að ráði yfir 70 °.

En hinsvegar þá getur það komið niður á vinnslugetu vélarinnar að örgjörvinn sé mjög heitur , veit um dæmi þar sem 2600 XP @ c.a 2.2 ghz var að skora örlítið betur í 3dmark og sysmark í 40° með vatnskælingu en í c.a 70° með lofti.

Sent: Mán 19. Júl 2004 10:44
af gnarr
það fer nú bara 100% eftir því hvað örgjörfinn er gerður úr góðum dyeum og hver spennan á þeim er hvað þeir þola mikinn hita og hvenar þeir byrja að verða óstabílir. ég hef séð örgjörfa keyra stable á 120°c (reyndar með v-core hækkað), en ég mæli ekki með því.

Sent: Mán 19. Júl 2004 18:56
af OverClocker
Er gott loftflæði í kassanum þínum ?
Ein kassavifta gæti gert kraftaverk..

Sent: Þri 20. Júl 2004 14:49
af ErectuZ
Ég er með 2 kassaviftur.....