Síða 1 af 1
3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:10
af Xovius
Tók eftir því að tölvan var eitthvað óvenjulega hæg, komst að því að örrinn er við 90° þó ekkert sé að gerast, hún er búin að klukka sig niður í um 2MHz, og það breytist stöðugt, er núna með multiplyerinn 20 og core voltage 0.85 um það bil :S
Kælingin mín er custom water cooling loop:
Cpu block XSPC Raystorm.
Radiator 3x120mm koolance cu1020v
viftur á rad 3stk scythe gt ap15
Pump res combo xspc
Tubing primochill Primoflex pro.
Compression fittings
viftustýring scythe kaze master pro

Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:13
af dandri
Er eitthvað búið að losna hjá waterblokkinni?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:16
af Xovius
dandri skrifaði:Er eitthvað búið að losna hjá waterblokkinni?
Ekki svo ég sjái, var að skella UV cathode kitti í hana áðan og ég gæti svosem hafa hreyft við einhverju en ég held ekki.
Ég prófaði aðeins að ýta í blokkina en ekkert hreyfist...
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:20
af AciD_RaiN
Getur verið einhver stífla í loopunni þinni?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:23
af Xovius
AciD_RaiN skrifaði:Getur verið einhver stífla í loopunni þinni?
Held ekki, finn hitamuninn á slöngunni frá og til örrans mjög vel sem þýðir (held ég) að það sé flæði þarna...
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:26
af AciD_RaiN
Xovius skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Getur verið einhver stífla í loopunni þinni?
Held ekki, finn hitamuninn á slöngunni frá og til örgjörvans mjög vel sem þýðir (held ég) að það sé flæði þarna...
Já þetta var líka soldið ólíkleg uppástunga en slíkt hefur gerst
Er örgjörvinn að hitna svona eða gæti verið að einhver hitamælir sé bilaður?? Annað sem ég hef séð gerast en er kannski líka fremur ólíklegt...
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 20:28
af AncientGod
Gæti kubburinn verið gallaður ? prófa eithvað stress test.
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:05
af mundivalur
brot á slöngu eða dælan ekki á fullu ?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:21
af Xovius
AncientGod skrifaði:Gæti kubburinn verið gallaður ? prófa eithvað stress test.
Er búinn að runna fínt síðustu mánuði...
mundivalur skrifaði:brot á slöngu eða dælan ekki á fullu ?
Slöngurnar eru heilar en hvernig get ég séð hvort dælan sé á fullu eða ekki?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:45
af mundivalur
Þú ættir að finna/heyra suðið þegar þú leggur eyrað við draslið og það á að vera hratt hljóð hehe get ekki lýst því !
Taka slöngur einhverstaðar í sundur og ef hægt er að setja þær í dall og prufa

Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:46
af AciD_RaiN
Ég er með mína D5 dælu tengda við viftustýringu þannig ég get alveg stjórnað hraðanum á henni en það er eina leiðin sem ÉG veit

Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 21:50
af braudrist
Eimað vatn + killcoil / PTnuke eða premixed vökvi? Ertu með dye í loopunni? Hvernig er liturinn á vatninu? Gæti líka eitthvað verið að radiatornum.
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 22:20
af Tiger
Ég held það hljóti að vera að það er eitthvað bogið við loopuna.
Hverju varstu að breyta/bæta við? Gerðist þetta allt í einu við það?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Lau 26. Maí 2012 23:24
af Danni V8
Ég myndi fara vel yfir kælinguna. Myndi ekki þora að hafa tölvuna í gangi ef örgjörvinn fer í 90°C við idle! Sérstaklega þegar um vatnskælingu er að ræða.
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Sun 27. Maí 2012 18:21
af Xovius
Ég ákvað að taka CPU blokkina af og skella nýju thermal paste og festa aftur, nú virðist allt ganga smurt

Veit ekki hvað þetta gæti hafa verið...
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Sun 27. Maí 2012 18:39
af Jimmy
Rekið þig í hana og hreyft aðeins við henni?
Re: 3930K í 90° við 5% load :S
Sent: Sun 27. Maí 2012 18:46
af AciD_RaiN
Jimmy skrifaði:Rekið þig í hana og hreyft aðeins við henni?
og í kjölfarið gæti hafa myndast smá loft undir blokkinni. Hef lent í því að fá smá loftbólu undir blokkina en það var vegna þess að ég hafði ekki hugmynd um að maður mætti ekki dreyfa úr themal paste-inu til að jafna það út

2 kjarnar alveg helmingi heitari en hinir...