AntiTrust skrifaði:Kosmor skrifaði:Ég hef heyrt að þeir geta verið leiðinlegir og vilja staðfestingu á að þú hafir keypt hluti á íslandi.
Veit um einn sem fór út með Myndavélina sína (Cannon 600D) og þegar hann kom heim þurfti hann að geta sannað það að hann hafi keypt hana á íslandi.
þetta er reyndar eina dæmið sem ég hef heyrt um sem er svona, en fannst réttast að benda þér á það.
En ef þú kaupir hlutinn notaðann, eins og tíðkast mikið í dag?
Sönnunarbyrðin hlýtur bara að vera þeirra, ekki okkar. Ekki stoppaði mig neinn á leiðinni út og bað mig um að skrá lappann minn, þá getur hann varla heimtað staðfestingu á kaupunum hérlendis þegar ég kem heim.
Sönnunarbyrðin er okkar (neytenda) en ekki tollsins.
Það fer náttúrulega eftir því á "hvernig" einstakling þú lendir á hversu vel eða illa þetta gengur. Tollverðirnir eru auðvitað mis líbó, og sumir bara alls ekkert.
Það eru sögur þess efnis að tollverðir hafi gert vörur upptækar og að fólk hafi þurft að fara og útvega kvittun til að fá vöruna afhenda, nú eða borga af henni.
Fyrir þónokkrum árum síðan, þá var hægt á leiðinni út að koma við í tollinum og skrá niður það sem þú tókst með þér út, þannig að ef þú yrðir stoppaður á leiðinni heim þá gastu vitnað í þennan lista sem var staðfesting á því að þú tókst vöruna með þér út.
Það var algengt að fólk sem fór með dýra hluti erlendis fór í þetta og lét skrá hjá tollinum t.d. ferðavélar og dýrar myndavélar.
Þegar þetta var lagt af, þá sendi Tollurinn frá sér nokkrar fréttatilkynningar um þetta, og í kjölfarið var þetta mikið í fréttum og í "almennri" umræðu meðal almennigs.
Þar sem þeir sögðu var m.a.:
1. Ekki er lengur hægt að skrá hluti á leiðinni út.
2. Eina sem þeir taka gilt eru kvittanir, og ferðafólki ber því að ferðast með kvittanirnar (eða afrit af þeim) af dýrum hlutum eins og ferðavélum oþh, annars getur tollurinn krafist þess að ferðafólk borgi tollinn aftur af þeim eða hluturinn gerður upptækur þar til ferðafólk getur sýnt fram á kvittun.
3. Hlutverk þessara breytingar er "meðal annars" hluti af því að ná hlutum sem hefur áður verið smyglað til landsins.
(Þ.e.a.s., segjum sem svo að þú kaupir ferðavél úti núna, og þér tekst að koma með hana heim án þess að borga af henni, en svo ferðu út 2 árum seinna og tekur ferðavélina með þér, og á leiðinni heim ertu stoppaður í tollinum, átt auðvitað engar kvittanir fyrir neinu, og þá þarftu að borga tollinn af tölvunni miðað við "núverandi" verðgildi.)
Þetta með að reyna að sýna fram á að tölvan sé notuð með því að setja e-ð inn á hana er algjörlega fatalt.
Þó svo að sumir tollverðir séu algjörir fávitar, þá eru þeir ekki heimskir, og vita alveg að það er ekkert mál að setja dót inn á tölvur, gamlar myndir oþh.
Ég lenti t.a.m. í þvílíku basli þegar ég kom heim frá bandaríkjunum í mars, því ég var með ipad með mér, sem bar þess merki að vera greinilega notaður og ég var með allt að árs gamlar myndir inn á honum. (Keyptur í apple búðinni hérna heima þegar hann kom út.) Mér var að lokum sleppt í gegn, en þeir voru mikið að pæla í að búa til fullt af veseni og krefjast kvittana og hvaðeina.
Það að taka límmiða fyrir lykaborðið og amk íslenska rafmagnssnúru gengur mögulega, en þú ert samt að taka áhættu... bæði nú og seinna (ef þú ferðast e-ð)
Svo fer það eftir því hversu dýr tölvan er, stundum er bara betra að láta sig hafa það og borga nokkra þúsundkalla auka.