Síða 1 af 1

Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 14:32
af ManiO
Sælir,

Nú er ég á fljótandi fæði í 4 vikur og hefði gaman að því að fá að vita hvar væri hægt að kaupa góðar súpur, helst rjómalagaðar og með litlu af fljótandi rugli.

Endilega hendiði góðum tillögum hingað.

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 14:50
af intenz
Bollasúpurnar frá Knorr hafa reynst mér vel

Líka stafasúpa án stafanna :D

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 14:51
af MatroX
Herbalife:D

tekur 4vikna kúr hehe

annars knor aspas súpa sem þú setur smá rjóma útí

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:09
af bulldog
varstu í hjáveituaðgerð ? Ég veit að fólk þarf að vera á fljótandi fæði eftir það.

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:11
af axyne
1944 sjávarréttasúpan er gómsæti, kannski of mikið af gumsi í henni ?

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:12
af ManiO
bulldog skrifaði:varstu í hjáveituaðgerð ? Ég veit að fólk þarf að vera á fljótandi fæði eftir það.

Nei, kjálkaskurðaðgerð.
axyne skrifaði:1944 sjávarréttasúpan er gómsæti, kannski of mikið af gumsi í henni ?
Já, eflaust. Kjálkinn á mér er fastur og get ekki opnað nema rétt varirnar. Skemmtilegt ævintýri að troða bólgueyðandi töflunum fyrir aftan tennurnar.

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:18
af AciD_RaiN
Kakósúpur klikka seint en kannski ekkert mikil næring í þeim :-"

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:28
af GuðjónR
MatroX skrifaði:Herbalife:D

tekur 4vikna kúr hehe

annars knor aspas súpa sem þú setur smá rjóma útí
Herbalife er stórhættulegt.

ManiO skrifaði:
bulldog skrifaði:varstu í hjáveituaðgerð ? Ég veit að fólk þarf að vera á fljótandi fæði eftir það.

Nei, kjálkaskurðaðgerð.
axyne skrifaði:1944 sjávarréttasúpan er gómsæti, kannski of mikið af gumsi í henni ?
Já, eflaust. Kjálkinn á mér er fastur og get ekki opnað nema rétt varirnar. Skemmtilegt ævintýri að troða bólgueyðandi töflunum fyrir aftan tennurnar.
Eins gott að æla ekki :pjuke

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 15:32
af worghal
einfalt mál ef þú átt blandara :happy

http://www.youtube.com/watch?v=TSTWqRkBN74" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 16:31
af kubbur
bio bú jógúrtin, lifði á henni í rúma viku

á sushi barnum í kringlunni eru þeir með geðsjúka misou súpu

Re: Kaupa súpur (take away/upphitaðar)

Sent: Fim 24. Maí 2012 16:32
af bulldog
Láttu þér batna vinur.