Síða 1 af 1
Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 14:23
af Tiger
Er eimað vatn sami hlutur og afjónað vatn??
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 14:27
af AciD_RaiN
Eimað vatn er búið að fara í gegn um fleiri filtera en afjónað. Afjónað verður conductive um leið og það kemst í snertingu við óhreinindi. Mæli með
þessu en það er samt ekkert að því að nota bara afjónað vatn...
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 14:28
af Blues-
Tiger skrifaði:Er eimað vatn sami hlutur og afjónað vatn??
Nei ..
Með eimingu má fjarlægja öll óhreinindi og aðskota-efni úr drykkjarvatni (þ.e. ólífræn óhreinindi, lífræn óhreinindi, örverur og pýrógena)
Með eimingu er vatnið hitað að suðu og gufan síðan leidd yfir í annað ílát þar sem hún þéttist á leiðinni og verður að vatni.
Þegar vatn er afjónað eru söltin eða ólífrænu óhreinindi þess fjarlægð, en hinir þrír flokkar efna í drykkjarvatni eru ekki endilega fjarlægðir
Afjónun gengur út á það að skipt er á katjónum (plúsjónum) og H+ og anjónum og OH - (H+ + OH - = H2O)
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:37
af Tiger
Takk fyrir þetta. Apótekarinn hefur þá bara logið að mér því hann sagði að afjónað væri það sama og mig minnti að ég hefði lesið að það væri ekki saman.
Fann svo í öðru apótekið Sterilíserað vatn og hún hringdi í 2 lyfjafræðinga og þeir báðir staðfestu að þannig vatn væri eimað áður. Þannig að ég redda mér þar

Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:38
af AciD_RaiN
Tiger skrifaði:Takk fyrir þetta. Apótekarinn hefur þá bara logið að mér því hann sagði að afjónað væri það sama og mig minnti að ég hefði lesið að það væri ekki saman.
Fann svo í öðru apótekið Sterilíserað vatn og hún hringdi í 2 lyfjafræðinga og þeir báðir staðfestu að þannig vatn væri eimað áður. Þannig að ég redda mér þar

Gastu fengið eimað vatn í stórum einingum einhversstaðar?
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:39
af Tiger
Nei bara í 0,5l flöskum, en kostar ekki mikið...350kr flaskan.
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:46
af AciD_RaiN
Tiger skrifaði:Nei bara í 0,5l flöskum, en kostar ekki mikið...350kr flaskan.
Værirðu nokkuð til í að upplýsa okkur hvar þú gast fengið það? Ég er tvisvar búinn að láta panta fyrir mig eimað og er kominn með 15 lítra af afjónuðu því fólk virðist ekki skilja að eimað og afjónað er ekki alveg það sama

Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:48
af kubbur
ekkert að því að nota afjónað vatn
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:52
af Tiger
Lyf og Heilsu. Heitir Serilizerad vatn hjá þeim.
Nei allt í lagi að nota afjónað, en það er talað um að Eimað sé betra samt. Og maður vill það, ekki að nenna að draina kælinguna of oft.
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 15:53
af AciD_RaiN
kubbur skrifaði:ekkert að því að nota afjónað vatn
Það er alveg rétt en sumir eru alveg svakalega anal á þessa hluti og eimað vatn er best og þá sérstaklega mayhems ultra pure H2O því það er eimað og búið að fara í gegnum 14 filtera aukalega...
Svona er þetta hjá þeim:
1) Distilled
2) 80 PSI Diaphragm Pump
3) 10 micron filter
4) 5 Micron filter
5) 1 Micron filter
6) Post carbon Block 10 Micron
7) Post carbon filter 5 to 1 micron block
8) 3 x RO filters
9) 4 x DI polishing Filters
10) 1 Ultra Violet high volume filter
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 16:29
af tanketom
bara smá pæling, má drekka þetta vatn?

Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 16:39
af MatroX
Tiger skrifaði:Lyf og Heilsu. Heitir Serilizerad vatn hjá þeim.
Nei allt í lagi að nota afjónað, en það er talað um að Eimað sé betra samt. Og maður vill það, ekki að nenna að draina kælinguna of oft.
ég var að nota afjónað vatn með silver coil. ég þurfti að draina eftir 4mánuði þar sem ég var að bæta við loopuna hjá mér og það sá ekki neitt á neinu og ég var að fá sama hitan og þegar ég helti því fyrst á.
en ertu ekki annars með silver coil í loopuni hjá þér eða eitthvað sambærilegt?
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:00
af Tiger
MatroX skrifaði:Tiger skrifaði:Lyf og Heilsu. Heitir Serilizerad vatn hjá þeim.
Nei allt í lagi að nota afjónað, en það er talað um að Eimað sé betra samt. Og maður vill það, ekki að nenna að draina kælinguna of oft.
ég var að nota afjónað vatn með silver coil. ég þurfti að draina eftir 4mánuði þar sem ég var að bæta við loopuna hjá mér og það sá ekki neitt á neinu og ég var að fá sama hitan og þegar ég helti því fyrst á.
en ertu ekki annars með silver coil í loopuni hjá þér eða eitthvað sambærilegt?
Er með svona
Síðan sá ég að þeir sendu með líka venjulegt silver coil, sem er óþarft fyrst ég er með þetta.
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:16
af capteinninn
Til hvers er þetta eiginlega?
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:25
af Tiger
hannesstef skrifaði:Til hvers er þetta eiginlega?
Þetta er 99,99% silfur og sem drepur bakteríur og örverur sem gætu myndast.
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:30
af GuðjónR
Tiger skrifaði:hannesstef skrifaði:Til hvers er þetta eiginlega?
Þetta er 99,99% silfur og sem drepur bakteríur og örverur sem gætu myndast.
Drepur silfur bakteríur?
En er ég að skilja þetta rétt? Eru þið að tala um vatn í vatnskælinguna?
Er ekki notaður frostlögur á svona kælingar?
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:36
af AciD_RaiN
GuðjónR skrifaði:Tiger skrifaði:hannesstef skrifaði:Til hvers er þetta eiginlega?
Þetta er 99,99% silfur og sem drepur bakteríur og örverur sem gætu myndast.
Drepur silfur bakteríur?
En er ég að skilja þetta rétt? Eru þið að tala um vatn í vatnskælinguna?
Er ekki notaður frostlögur á svona kælingar?
Það kemur fyrir en það virðist ekki vera notað í dag hjá þeim sem eru mikið inní þessu
Það sem er notað með sem bestum árangri er: afjónað eða eimað vatn með silfri (og stundum mayhems litarefni) eða mayhems premix eða concentrate. Skv öllum þeim sem eru með reynslu af hinum og þessum litum er Feser algjört eitur...
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 17:58
af appel
Þið eruð nokkuð hardcore
Tölvunördar í lyfjabúðum í leit að dóti í tölvuna sína.
Kannski ættu lyfjaverslanir og tölvuverslanir að sameinast, einhver samlegðaráhrif þar.
Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 18:21
af GuðjónR
Hahaha

Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:03
af kubbur
finnst bara að það ætti að vera standard í öllum íbúðum kælikerfi fyrir tölvur, 2 göt í gegnum útvegginn og stórt og mikið element fyrir utan
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:29
af AciD_RaiN
Heyrðu ég mundi allt í einu eftir smá lesningu sem ég var að lesa um daginn og þú virðist vera maður sem nennir að spá í hlutunum sem þú gerir... Þetta er kannski gamalt en skemmtileg lesning
https://www.overclockers.com/pc-water-c ... ry-part-i/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:45
af Garri
Það er ekki flókið að eima vatn, einfaldara en að eima spíritus. Við það að sjóða vatnið þá eruð þið að gerilsneyða það. Eftir sem áður eru leiðslur og dæla með gerla í sér sem fjölga sér fljótt og alveg sama hvort vatnið er jónað eða eimað.
Við eimingu þá rjúfa vatnseindirnar sig frá fljótandi eindunum og stíga upp vegna hita sem er búið að dæla í þær. Þær hreinlega iða í skinninu og að lokum heldur þeim engin bönd og þessar eindir svífa upp í loftið. Það er ekki fyrr en þær kólna aftur sem þær þéttast í vatn. Augljóslega ná engir gerlar að stíga upp með vatnseindunum í þennan loftdans, fyrir utan hitastigið sem notað er þegar verið er að eima, drepur allt kvikt.
Það sem ég mundi gera er að bæta smá klór í soðið vatn. Klór drepur alla gerla og gróður. Ef dælan og leiðslur sem og annað er úr plasti, þá gerist ekkert þótt klór vætli þar um.
Re: Eimað vatn vs afjónað vatn
Sent: Fös 18. Maí 2012 19:50
af Joi_BASSi!
tanketom skrifaði:bara smá pæling, má drekka þetta vatn?

af jónað vatn er ertandi. en það er ekkert athugavert við eimað vatn. á mörgum stöðum er drykkjarvatn eimað til að losna við óhreinindi og gerla og bakteríur.
er ekki besta vatnið í kælingar bæði afjónað og eimað.