Síða 1 af 2

Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 14:06
af Eiiki
Sælt verið fólkið.
Nú er komið sumar, skólinn búinn og ég get loksins farið að einbeita mér að verkefninu sem ég hef ekki getað beðið eftir að byrja á. Eftir að ég sá projectið hjá L3p og borðinu hans hef ég varla hugsað um annað en að fara af stað í mitt eigið mod. Pælingin var ekki alveg að fara svona grimmt í hlutina eins og hann gerði en hugmyndin er að einhverju leiti tekin frá honum.

Nú er skrifborðið mitt orðið lélegt og slappt og er mér farið að vanta nýtt. Í sumar vinn ég hjá pabba sem smiður og höfuð við feðgar ákveðið í sameiningu að smíða stórt og gott borð saman með vatnskældri tölvu inní. Ég er búinn að redda mér nánast öllum tölvutengdum hlutum sem ég þarf í projectið og á ég því bara eftir að hefja smíðar á borðinu sem geta reyndar ekki hafist fyrr en í byrjun júní.
Vélbúnaðurinn sem ég kem til með að nota verður þessi:
Örgjörvi: Intel i7 2600K
Móðurborð: ASRock Z68 Pro3-M. Ég veit að margir hefðu tekið eitthvað stærra ATX borð sem væri öflugara sem höndlar betri yfirklukkun, en ég ákvað að ég ætlaði ekki í neina öfga yfirklukkun (stefni á 4.5GHz) þannig ég sætti mig bara við þetta þar sem þetta var ódýrt og gott.
Vinnsluminni: Corsair 1600MHz(2x4GB) Vengeance blá.
SSD: Intel X25-M G2 80GB
Aflgjafi: Kingwin 750w. Sem Mercury tók að sér að sleeva fallega fyrir einhverjum mánuðum :happy
Skjákort: Sparkle GTX560-Ti
Hljóðkort: Asus Xonar D1. Ógeðslega ánægður með hljóðið í því og tími því ekki að losa mig við það.
HDD: 2TB 5400rpm diskur.

Svo splæsti ég í vatnskælinguna hans Skúla Axels. sem hann var með á Mediacenternum sínum, ég varð bálskotinn í þeirri kælingu og keypti hana því af honum ásamt skjákortinu. En hér eru specs á kælinguna:
Radiator 2 stk. Swiftech MCR320-QP
Örgjörva-heatsink: XSPC RayStorm
Skjákorts-heatsink: XSPC Rasa
Pumpan: Swiftech MCP655-B Ein af bestu pumpunum á markaðinum.
Slangan: 3metrar
GPU Swiftech GPU Heatsink á skjákortið.

Svo fór ég af stað í gær að teikna upp. Ég teiknaði ekki borðið sjálft, bara tölvukassann sem tölvan á að vera í. Planið er að hafa tölvuna færanlega þ.e. að ég get tekið hana úr borðinu og farið með hana eins og mér hentar. Planið er að hafa hana hægra megin á borðinu þannig að hún sé nokkurnvegin eins og efsta skúffan á skáp sem væri við hliðina á borðinu.
Hérna eru nokkrar teikningar sem ég gerði í sketchup.
Mynd
Hér má sjá framan á tölvuna þegar horft er ofanfrá, planið er að hafa radiatorana svona á hliðunum. Ég veit að þeir eru ekkert alltof vel teiknaðir en þetta er svona nokkurnvegin svona. Einnig veit líka að það vantar skjákortið og hljóðkortið inná myndina. Skjákortið fer í bláu raufina og hljóðkortið í þá hvítu. Ég gerði svo gat í bakhliðina á kassanum fyrir bæði usb útgangana á móðurborðinu og svo fyrir skjákortið.
Mynd
Hér sjáiði hvar ég hef mergt inn hörðu diskana og götin í borðplötuna. Pælingin er að láta kaplana úr psu gaurnum fara undir plötuna og koma uppúr þar sem við á eins og fyrir 24-pin tengið og fyrir sata kaplana o.fl.
Mynd
Mynd
Hér má sjá ef horft er framan á kassann. Er þarna með kveikja og slökkvi takkann ásamt reset sem ég er að pæla í að hafa rauðann ásamt 3.5" usb og tvöfaldri viftustýringu, audio- og micjack. Svo hef ég einnig merkt inná þarna DVD drif sem er spurning hvort ég setji með í tölvuna en ég efast samt um að ég geri það.
Mynd

Það sem ég hafi líka hugsað var að hafa tvöfalda botnplötu í botninum þannig að ég myndi láta aflgjafann liggja hálfann ofan í efri botnplötunni og láta þannig kaplana á honum liggja á milli botnplatna. Svo hef ég líka verið að velta fyrir mér með vifturnar á radiatorana hvort það sé nauðsynlegt að hafa þá upp á kæligetuna?
Ég verð síðan duglegur að pósta myndum hingað inn þegar ég fer af stað í projectið :)
Endilega komið með ábendingar á það sem ykkur þætti að mætti fara betur. Er opinn fyrir allri gagnrýni.
MBK
Eiiki

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 14:52
af Garri
Þetta er á margan hátt líkt því sem ég gerði fyrir rúmum 20 árum (um1990). Þá notaði ég gamla kommóðu (hvít-lakkaða), tók eina skúffuna og gerði úr henni tölvukassa, í raun mjög einfalt. Viftan var aftan á og blés loftinu þar út. Tók snúru fyrir lyklaborð og mús út að aftan. Takki til að kveikja var framan á skúffunni. Fremsta borðið á skúffunni var hnaus þykkt sem og öll kommóðan og mig minnir að ég hafi líka hljóðeingangrað fremsta hlutann. Þegar ég þurfti að setja diska í hana (flobby) þá dróg ég bara skúffuna út. Þessi kassi svínvirkaði en vissulega hefði vatnskæling verið til bóta.

Þessi kommúða var síðan við hliðina á skrifborðinu mínu í mörg ár.. virkaði vel þar sem vélar á þessum tíma höfðu mjög hátt. Önnur skúffa var notuð fyrir flobby diska. Smíðað inn í skúffuna úr listum, þannig gat ég raðað hundruðum diska í skúffuna og auðveldlega sótt mér disk eftir merkimiða. Síðasta skúffan var fyrir snúrur og annað tölvudót.

Finnst einmitt það mun nærtækara að smíða svona úr við en að smíða úr járni eins og gert var hér fyrir einhverjum árum (vissulega flott samt)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 14:58
af Eiiki
Já sniðugt! En pælingin hjá mér er að hafa þetta sem einingu af borði sem hægt er að smella í og úr. Ég ætla að hafa glugga eða plexi á toppinum á tölvukassanum sem í raun verður hluti af borðplötunni á skrifborðinu.Svo að ég geti horft ofan í kassann þegar ég vill :)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 15:05
af Garri
Já, það verður flott. Mundu bara ef þú notar gler eða háglansa plexi að fingraför og kám verður auðsjáanlegra, svo vissara að vera eitthvað tuskuglaður maður með slíkar græjur!

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 16:13
af mundivalur
Flott :happy en venjulegt plexy held ég að rispast í druslur!

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 16:16
af Tiger
Þetta er spennandi project og verður gaman að fylgjat með gangi mála :)

Eina sem ég hef áhyggjur af er loftflæðið... .þú sækir gríðarlegt loft inní kassan í gegnum 6x120 radiatora...en ég sé hvergi hvar loftið á að komast út ef þú ætlar að hafa gler að ofan. Nema þú blásir loftinu í gegn og annar radiatorinn tekur heitt/volgt vatn inn á sig. Sem væri þá raditorinn sem er með skjákortið hefði ég haldið. Ekki optimal lausn en gæti virkað.

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 16:51
af Eiiki
mundivalur skrifaði:Flott :happy en venjulegt plexy held ég að rispast í druslur!
Já, pabbi nefndi það einmitt að finna eitthvað plast sem myndi ekki rispast auðveldlega og væri hart, því verður reddað. Hef ekki áhyggjur af því ;)
Tiger skrifaði:Eina sem ég hef áhyggjur af er loftflæðið... .þú sækir gríðarlegt loft inní kassan í gegnum 6x120 radiatora...en ég sé hvergi hvar loftið á að komast út ef þú ætlar að hafa gler að ofan. Nema þú blásir loftinu í gegn og annar radiatorinn tekur heitt/volgt vatn inn á sig. Sem væri þá raditorinn sem er með skjákortið hefði ég haldið. Ekki optimal lausn en gæti virkað.
Já ég er aldrei að fara að setja 6 viftur á alla radiatorana. Pælingin er að hafa jafnvel enga og athuga hvernig það kemur út. Svo er hægt að koma fyrir auka rifum hér og þar ef þess þarf. Þannig að það verður aldrei neitt vandamál fyrir loftið að finna útgönguleið :)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fim 17. Maí 2012 19:19
af MrIce
mundivalur skrifaði:Flott :happy en venjulegt plexy held ég að rispast í druslur!
Hva, kaupir bara gorilla gler fyrir þetta :P rispur? no problem cause no worries! :drekka

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 25. Jún 2012 21:29
af Eiiki
Jæja eftir langa bið get ég loks hent inn myndum. Búið að vera brjálað hjá okkur feðguð að gera í smíðinni og því lítill tími gefist fyrir tölvuborðið.
En ákveðið var að byrja á því að smíða kassann og út frá honum yrði borðið hannað. Við byrjuðum á að gramsa í spýtnageymslunni og rakst ég á stórglæsilega viðarbúta sem voru upphaflega hugsaðir í útihurð sem varð aldrei til. Um er að ræða hinn rauðbrúna Mahogany harðviðinn.
Við söguðum niður tvo 3metra langa planka sem gleymdist því miður að ná mynd af.
En eftir hafa sagað og lagað, mælt og pælt þá komst loks mynd á kassann og læt ég meðfylgjandi myndir fylgja. (Ath. að þarna var pússun ekki lokið)
Mynd
Hér sést belavélin sem notuð var til að pússa það grófasta. (Lím oþh.)

Mynd
Hér sést hvernig hliðar kassans voru í límdar saman. Viðbyrjuðum á að búa til tvo kassa í rauninni og límdum svo saman þannig að dýptin á utanmáli kassans er í raun 2*12cm (24cm). Svo var djöfulsins vinna að fínstilla sögina til að ná 45° horninu réttu á plankana til að ná að festa saman hornin 90° rétt.

Mynd
Innanmálin eru 60*46*21cm.

Svo er planið að setja mahogony plötu í botninn og málmplötu 2cm ofan við hana sem að snúrurnar liggja undir og gler í toppinn. Þetta skýrist kannski betur þegar myndir koma seinna :)
En pússun er núna alveg lokið og næsta mál á dagskrá að saga út plötuna í botninn og fara svo af stað í að lakka.
Það verður aðeins minna að gera hjá mér eftir þessa viku í vinnunni þar sem við erum að vinna í þaki og í kappi við tímann og veðrið að ná að gera þakið vatnshelt :) Þannig að þið megið búast við næstu fregnum og myndum í lok næstu viku.

MBK
Eiiki

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 25. Jún 2012 22:18
af @Arinn@
Eiki Doctor!

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Sun 29. Júl 2012 17:12
af Eiiki
Jæja, kominn tími á smá update!
Hlutirnir eru búnir að ganga virkilega hægt og er ég búinn að ná að gefa mér lítinn í tíma í verkefnið að sökum vinnu og æfinga. En eitthvað er þó búið að þokast áfram og ætla ég að deila því með ykkur.

Mynd
Beygð var álplata í botninn á kassanum eins og sjá má. Svo var sagað út fyrir ratiatorana svo að þeir smellpassi alveg í, en ég hugsa að ég lími þá til að vera öruggur :)

Mynd
Svo var farið og keypt gataplötu úr áli með 2mm götum og klippt niður.

Mynd
Ég spreyjaði svo gataplöturnar sem ég klippti út svartar og mun ég koma til með að setja þær yfir radiatorana að utanverðu til að verja þá gegn litlum fingrum og fleira hnjaski. Radiatorarnir munu koma til með að plana alveg við hliðar kassans og því þarf ekkert að beygja og vesenast með gataplöturnar.

Mynd
Hérna má svo sjá hvernig þetta mun koma til með að líta nokkurnvegin út. Þarna er ég búinn að strika út fyrir aflgjafann og mun hann liggja hálfur ofan í plötunni sem liggur 5cm ofan við sjálfa botnplötuna í kassanum. Þetta er bara gamalt µATX móðurborð sem ég átti til allrar guðs lukku og mun ég koma til með að hafa það til hliðsjónar þegar ég verð að máta og ganga frá götum aftan á og fl.

En núna munu hlutirnir fara að ganga aðeins hraðar en þeir hafa gert og mun ég verða duglegri að upplýsa ykkur um hvernig mál ganga með myndum! :)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Sun 29. Júl 2012 17:26
af Domnix
Farið að lúkka helvíti vel :japsmile

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 13. Ágú 2012 15:52
af Eiiki
Jæja kominn tími á smá update!

Núna eru hlutirnir farnir að gerast og er maður farinn að sjá fyrir endann á þessu.
Er búinn að vera að brasa slatta núna síðan síðast en hef verið frekar latur við að taka myndavélina með mér uppá verkstæði þar sem kassinn er í smíðum. En ég tók hana með mér í morgun, brasaði smá og tók nokkrar mydir.

Mynd
Byrjuðum á að fræsa út fyrir gleri í morgun í toppinn á kassanum.

Mynd
Varð mér svo úti um gamalt 8mm gler úr glugga sem ég ætla að nota í kassann. Hér sést glerið í mátun fyrir skurð.

Mynd
Svo eftir smá skurð og smá blóð passaði glerið í en það sést ekkert alltof vel á þessari mynd, en það er þarna :lol:

Mynd
Hér sést svo hvert á leið kassinn er kominn. Búið er að saga út göt fyrir móðurborði, aflgjafa, viftustýringum og fleiru.

Mynd
Vantar annan takka í hitt gatið á myndinni. Hann er eins og þessi við hliðiná honum nema hann verður blár og G-vans fc9 viftustýringin sem ég keypti að Tiger hér á vaktinn er þarna við hliðiná :)

Mynd

Mynd

Markmiðið er svo að klára smíð á kassanum í vikunni. Á morgun mun ég koma til með að lakka kassann og smíða lista í kringum aflgjafa og fleira. En nú langar mig að spurja ykkur vaktarar góðir.
Hvernig haldiði að sé best að saga götin í járnplötuna fyrir 24- og 8-pin tengjunum?
Hvort mynduð þið lakka kassann með hálfglans eða glans eða blanda þessum tvem lökkum saman?

MBK
Eiiki

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 13. Ágú 2012 17:49
af littli-Jake
Þetta er geðveikt project. Ég segi að þú gerir bisnes úr þessu. =D>

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 13. Ágú 2012 20:30
af mercury
glæsilegt hjá þér! alltaf gaman að svona alvöru moddum ;)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mán 13. Ágú 2012 20:47
af Eiiki
Þakka ykkur fyrir!
Væri gaman að föndra við fleiri svona verkefni í framtíðinni, þetta er alveg hið fínasta áhugamál :)
Samt mjög leiðinlegt að það sé ekki auto-resize hérna á vaktinni á myndum :klessa

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mið 15. Ágú 2012 18:58
af mundivalur
Þetta er orðið helvíti flott :happy

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mið 15. Ágú 2012 19:57
af bulldog
geðveikt flottur kassinn

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mið 15. Ágú 2012 20:00
af braudrist
Þetta er mjög flott en hvernig vinnur viður á hita? Er kassinn ekki annars úr við?

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Mið 15. Ágú 2012 20:40
af Eiiki
braudrist skrifaði:Þetta er mjög flott en hvernig vinnur viður á hita? Er kassinn ekki annars úr við?
Harðviður vinnur bara mjög vel á hita. Í fyrsta lagi er ekkert í vélinni að fara að skapa það mikinn hita að það skipti nokkru máli. Svo dæmi séu tekin þá er svona viður notaður í útihurðar og í kringum heita potta. Þar er raka- og hitabreytingar töluvert meiri en eru nokkurntíman að fara að eiga sér stað inni í kassanum :)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Þri 21. Ágú 2012 21:20
af Eiiki
Jæja, þá er það næst síðasta update! Stefni á að koma með loka update-ið í síðasta lagi á sunnudaginn :happy

En nú eru hlutirnir virkilega farnir að líta dagsins ljós og er bara föndrið eftir í þessu öllu saman. Ég tók mig til og ákvað að smíða lista í kringum allt sem ég gat nánast smíðað í kringum. Það kom svo virkilega vel út þegar ég setti einn upp við móðurborðið að ég gat ekki sleppt því að gera í kringum fleiri hluti.

En í dag tók ég mig til og gerði göt í botnplötuna fyrir 24-, 8-pin og fleiri tengi. Hann Birkir eða eins og Vaktarar þekkja hann sem AciD_RaiN lánaði mér Dremel slípirokkinn sinn sem að ég varð að nota fyrir þessi nettu göt. Venjulegi slípirokkurinn hans pabba var ekki alveg að gera sig.

Mynd
Hér sjást verkfærin sem voru notuð. Tikksögin var látin vinna grófasta verkið og dremellinn og þjalirnar sáu um fínpússunina

Mynd
Hér sjáiði þessa lista í kringum móðurborðið sem ég er ekkert smá sáttur með ásamt götunum sem ég sagaði. Ég kem til með að setja annan svona svartan gúmmí grommet í kringum hitt hringlaga gatið :)

Mynd
Mun svo koma til með að smíða lista í kringum aflgjafagatið og fl. Sjáið það í næsta og síðasta updatei :P


PS. Þetta er ekki móðurborðið sem ég mun koma til með að nota ;)
MBK
Eiiki

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Þri 21. Ágú 2012 21:29
af Fridvin
Ekkert smá nett hjá þér, hlakka til að sjá lokamyndir! :)

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Þri 21. Ágú 2012 21:40
af AciD_RaiN
MJÖÖÖÖG TÖFF !! og geggjað dremel

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Þri 21. Ágú 2012 21:57
af Eiiki
Þakka ykkur fyrir, algjört snilldar Dremel hérna á ferð! ;)

En er loksins búinn að resize-a myndirnar þannig að þær eru vel skoðanlegar á eðlilegum tölvuskjám :happy

Re: Tölvan mín, byggð frá grunni.

Sent: Fös 24. Ágú 2012 12:41
af Eiiki
Jæja, langar að koma með smá teaser áður en ég fer að leggja vatnsslöngurnar og leggja algjöra lokahönd á verkið :)

Mynd
Alveg ógeðslega mikið af köplum sem verða undir stálplötunni og koma því til með að sjást aldrei

Mynd

Mynd
Flæðið í lúppunni mun koma til með að verða svona. Pumpa - GPU - Neðri Rad - CPU - Efri Rad - Res - Pumpa...
Mun svo kaupa 3stk. Gentle Typhoons í viðbót á eftir Rad innann fárra daga :)

MBK
Eiiki