Tölvan mín, byggð frá grunni.
Sent: Fim 17. Maí 2012 14:06
Sælt verið fólkið.
Nú er komið sumar, skólinn búinn og ég get loksins farið að einbeita mér að verkefninu sem ég hef ekki getað beðið eftir að byrja á. Eftir að ég sá projectið hjá L3p og borðinu hans hef ég varla hugsað um annað en að fara af stað í mitt eigið mod. Pælingin var ekki alveg að fara svona grimmt í hlutina eins og hann gerði en hugmyndin er að einhverju leiti tekin frá honum.
Nú er skrifborðið mitt orðið lélegt og slappt og er mér farið að vanta nýtt. Í sumar vinn ég hjá pabba sem smiður og höfuð við feðgar ákveðið í sameiningu að smíða stórt og gott borð saman með vatnskældri tölvu inní. Ég er búinn að redda mér nánast öllum tölvutengdum hlutum sem ég þarf í projectið og á ég því bara eftir að hefja smíðar á borðinu sem geta reyndar ekki hafist fyrr en í byrjun júní.
Vélbúnaðurinn sem ég kem til með að nota verður þessi:
Örgjörvi: Intel i7 2600K
Móðurborð: ASRock Z68 Pro3-M. Ég veit að margir hefðu tekið eitthvað stærra ATX borð sem væri öflugara sem höndlar betri yfirklukkun, en ég ákvað að ég ætlaði ekki í neina öfga yfirklukkun (stefni á 4.5GHz) þannig ég sætti mig bara við þetta þar sem þetta var ódýrt og gott.
Vinnsluminni: Corsair 1600MHz(2x4GB) Vengeance blá.
SSD: Intel X25-M G2 80GB
Aflgjafi: Kingwin 750w. Sem Mercury tók að sér að sleeva fallega fyrir einhverjum mánuðum
Skjákort: Sparkle GTX560-Ti
Hljóðkort: Asus Xonar D1. Ógeðslega ánægður með hljóðið í því og tími því ekki að losa mig við það.
HDD: 2TB 5400rpm diskur.
Svo splæsti ég í vatnskælinguna hans Skúla Axels. sem hann var með á Mediacenternum sínum, ég varð bálskotinn í þeirri kælingu og keypti hana því af honum ásamt skjákortinu. En hér eru specs á kælinguna:
Radiator 2 stk. Swiftech MCR320-QP
Örgjörva-heatsink: XSPC RayStorm
Skjákorts-heatsink: XSPC Rasa
Pumpan: Swiftech MCP655-B Ein af bestu pumpunum á markaðinum.
Slangan: 3metrar
GPU Swiftech GPU Heatsink á skjákortið.
Svo fór ég af stað í gær að teikna upp. Ég teiknaði ekki borðið sjálft, bara tölvukassann sem tölvan á að vera í. Planið er að hafa tölvuna færanlega þ.e. að ég get tekið hana úr borðinu og farið með hana eins og mér hentar. Planið er að hafa hana hægra megin á borðinu þannig að hún sé nokkurnvegin eins og efsta skúffan á skáp sem væri við hliðina á borðinu.
Hérna eru nokkrar teikningar sem ég gerði í sketchup.
Hér má sjá framan á tölvuna þegar horft er ofanfrá, planið er að hafa radiatorana svona á hliðunum. Ég veit að þeir eru ekkert alltof vel teiknaðir en þetta er svona nokkurnvegin svona. Einnig veit líka að það vantar skjákortið og hljóðkortið inná myndina. Skjákortið fer í bláu raufina og hljóðkortið í þá hvítu. Ég gerði svo gat í bakhliðina á kassanum fyrir bæði usb útgangana á móðurborðinu og svo fyrir skjákortið.
Hér sjáiði hvar ég hef mergt inn hörðu diskana og götin í borðplötuna. Pælingin er að láta kaplana úr psu gaurnum fara undir plötuna og koma uppúr þar sem við á eins og fyrir 24-pin tengið og fyrir sata kaplana o.fl.
Hér má sjá ef horft er framan á kassann. Er þarna með kveikja og slökkvi takkann ásamt reset sem ég er að pæla í að hafa rauðann ásamt 3.5" usb og tvöfaldri viftustýringu, audio- og micjack. Svo hef ég einnig merkt inná þarna DVD drif sem er spurning hvort ég setji með í tölvuna en ég efast samt um að ég geri það.
Það sem ég hafi líka hugsað var að hafa tvöfalda botnplötu í botninum þannig að ég myndi láta aflgjafann liggja hálfann ofan í efri botnplötunni og láta þannig kaplana á honum liggja á milli botnplatna. Svo hef ég líka verið að velta fyrir mér með vifturnar á radiatorana hvort það sé nauðsynlegt að hafa þá upp á kæligetuna?
Ég verð síðan duglegur að pósta myndum hingað inn þegar ég fer af stað í projectið
Endilega komið með ábendingar á það sem ykkur þætti að mætti fara betur. Er opinn fyrir allri gagnrýni.
MBK
Eiiki
Nú er komið sumar, skólinn búinn og ég get loksins farið að einbeita mér að verkefninu sem ég hef ekki getað beðið eftir að byrja á. Eftir að ég sá projectið hjá L3p og borðinu hans hef ég varla hugsað um annað en að fara af stað í mitt eigið mod. Pælingin var ekki alveg að fara svona grimmt í hlutina eins og hann gerði en hugmyndin er að einhverju leiti tekin frá honum.
Nú er skrifborðið mitt orðið lélegt og slappt og er mér farið að vanta nýtt. Í sumar vinn ég hjá pabba sem smiður og höfuð við feðgar ákveðið í sameiningu að smíða stórt og gott borð saman með vatnskældri tölvu inní. Ég er búinn að redda mér nánast öllum tölvutengdum hlutum sem ég þarf í projectið og á ég því bara eftir að hefja smíðar á borðinu sem geta reyndar ekki hafist fyrr en í byrjun júní.
Vélbúnaðurinn sem ég kem til með að nota verður þessi:
Örgjörvi: Intel i7 2600K
Móðurborð: ASRock Z68 Pro3-M. Ég veit að margir hefðu tekið eitthvað stærra ATX borð sem væri öflugara sem höndlar betri yfirklukkun, en ég ákvað að ég ætlaði ekki í neina öfga yfirklukkun (stefni á 4.5GHz) þannig ég sætti mig bara við þetta þar sem þetta var ódýrt og gott.
Vinnsluminni: Corsair 1600MHz(2x4GB) Vengeance blá.
SSD: Intel X25-M G2 80GB
Aflgjafi: Kingwin 750w. Sem Mercury tók að sér að sleeva fallega fyrir einhverjum mánuðum
Skjákort: Sparkle GTX560-Ti
Hljóðkort: Asus Xonar D1. Ógeðslega ánægður með hljóðið í því og tími því ekki að losa mig við það.
HDD: 2TB 5400rpm diskur.
Svo splæsti ég í vatnskælinguna hans Skúla Axels. sem hann var með á Mediacenternum sínum, ég varð bálskotinn í þeirri kælingu og keypti hana því af honum ásamt skjákortinu. En hér eru specs á kælinguna:
Radiator 2 stk. Swiftech MCR320-QP
Örgjörva-heatsink: XSPC RayStorm
Skjákorts-heatsink: XSPC Rasa
Pumpan: Swiftech MCP655-B Ein af bestu pumpunum á markaðinum.
Slangan: 3metrar
GPU Swiftech GPU Heatsink á skjákortið.
Svo fór ég af stað í gær að teikna upp. Ég teiknaði ekki borðið sjálft, bara tölvukassann sem tölvan á að vera í. Planið er að hafa tölvuna færanlega þ.e. að ég get tekið hana úr borðinu og farið með hana eins og mér hentar. Planið er að hafa hana hægra megin á borðinu þannig að hún sé nokkurnvegin eins og efsta skúffan á skáp sem væri við hliðina á borðinu.
Hérna eru nokkrar teikningar sem ég gerði í sketchup.
Hér má sjá framan á tölvuna þegar horft er ofanfrá, planið er að hafa radiatorana svona á hliðunum. Ég veit að þeir eru ekkert alltof vel teiknaðir en þetta er svona nokkurnvegin svona. Einnig veit líka að það vantar skjákortið og hljóðkortið inná myndina. Skjákortið fer í bláu raufina og hljóðkortið í þá hvítu. Ég gerði svo gat í bakhliðina á kassanum fyrir bæði usb útgangana á móðurborðinu og svo fyrir skjákortið.
Hér sjáiði hvar ég hef mergt inn hörðu diskana og götin í borðplötuna. Pælingin er að láta kaplana úr psu gaurnum fara undir plötuna og koma uppúr þar sem við á eins og fyrir 24-pin tengið og fyrir sata kaplana o.fl.
Hér má sjá ef horft er framan á kassann. Er þarna með kveikja og slökkvi takkann ásamt reset sem ég er að pæla í að hafa rauðann ásamt 3.5" usb og tvöfaldri viftustýringu, audio- og micjack. Svo hef ég einnig merkt inná þarna DVD drif sem er spurning hvort ég setji með í tölvuna en ég efast samt um að ég geri það.
Það sem ég hafi líka hugsað var að hafa tvöfalda botnplötu í botninum þannig að ég myndi láta aflgjafann liggja hálfann ofan í efri botnplötunni og láta þannig kaplana á honum liggja á milli botnplatna. Svo hef ég líka verið að velta fyrir mér með vifturnar á radiatorana hvort það sé nauðsynlegt að hafa þá upp á kæligetuna?
Ég verð síðan duglegur að pósta myndum hingað inn þegar ég fer af stað í projectið
Endilega komið með ábendingar á það sem ykkur þætti að mætti fara betur. Er opinn fyrir allri gagnrýni.
MBK
Eiiki