Síða 1 af 1

Internetmál. Alvöru stöff.

Sent: Mið 16. Maí 2012 23:02
af DJOli
Stakar, stuttar fréttir frá Torrentfreak, þýddar yfir á Íslensku (eins og hún gerist best).

Meðlimur IMAGiNE játar sekt sína.
Fyrir þrem vikum voru fjórir meðlimir hópsins handteknir og ákærðir fyrir nokkur brot á höfundarrétti.
Auk þess að "endurframleiða" og gefa út höfundarréttarvarðar kvikmyndir á einkatracker sínum UnleashTheNet, tóku þeir einnig upp kvikmyndir í kvikmyndahúsum ("cöppuðu").

Einn þeirra sem ásakaðir eru, hinn 28 ára gamli Sean Lovelady frá Kaliforníuríki, játaði að hafa framið nokkur af þessum brotum, og játaði einnig að vera sekur um samsæri til að brjóta á höfundarrétti. Lovelady afsalaði sér réttindi til áfrýjunar og í skiptum hafa yfirvöld lofað að ákæra hann ekki fyrir önnur afbrot í ákæruliðnum.

Eftir að hafa játað sekt sína getur Lovelady átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist, 250,000 dollara sekt, auk þess að vera dæmdur til að greiða skaðabætur sem rétthafar gætu farið fram á.

Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/imagine-member- ... ent-120516" onclick="window.open(this.href);return false;

The Pirate bay sætir DDoS árásum af völdum óþekktra aðila

Þrátt fyrir það að Pirate Bay fari niður stöku sinnum í mánuði gerist það sjaldan að hún hangi niðri lengur en í örfáar klukkustundir.
Þegar tíminn dregst lengur breytist hið stöðuga flæði af bréfum til TorrentFreak í torrent.
Þegar fréttin er skrifuð hefur The Pirate Bay verið óaðgengileg um nánast allan heim í um það bil 24 klukkustundir, og póstkassinn hjá okkur þjáist. En svo virðist vera að hinn langi niðritími sé að valda fleirum en venjulega þónokkrum kvíða.

Orsökin liggur í nýlega forskipaðri ritskoðum á The Pirate Bay í Bretlandi. Stærstu netmiðlar eru neyddir til að loka fyrir aðgang að síðunni, svo að milljónir manna bjuggust við að eiga þegar í örðuleikum með að ná sambandi við síðuna. Það sem fólk bjóst hinsvegar ekki við var að aðgangur að síðunni tækist ekki með öllum þeim krókaleiðum sem búið var að upplýsa almenning um.

Til að hægt sé að komast á síðuna, jafnvel með krókaleiðunum þarf síðan sjálfsagt að vera uppi, sem hún er jú ekki. Þó svo að TPB séu vanir ritskoðun að hendi hæstaréttar og netmiðla, eru þeir örlítið óvanari því að vera "slegið út" á aðra vegu. TorrentFreak er látið í té af innherja The Pirate Bay að nú sé verið að ráðast á síðuna með DDoS, sem veldur því að síðan er óaðgengileg víðsvegar um heiminn.

Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/pirate-bay-unde ... my-120516/" onclick="window.open(this.href);return false;

*vert er að benda á að þessar fréttagreinar eru báðar nokkurra klukkustunda gamlar.
Skrifa fleiri hingað inn ef þið biðjið fallega :)

Re: Internetmál. Alvöru stöff.

Sent: Mið 16. Maí 2012 23:44
af Bjosep
Guð forði okkur frá því að þurfa að heimsækja torrentfreak og lesa fréttir á ensku.

Það er góðra gjalda vert að sjá fréttir og vera að koma af stað umræðu, en ert þú með eitthvað sjónarmið tengt þessum fréttum?

Re: Internetmál. Alvöru stöff.

Sent: Mið 16. Maí 2012 23:55
af DJOli
Bjosep skrifaði:Guð forði okkur frá því að þurfa að heimsækja torrentfreak og lesa fréttir á ensku.

Það er góðra gjalda vert að sjá fréttir og vera að koma af stað umræðu, en ert þú með eitthvað sjónarmið tengt þessum fréttum?
Stef langar að láta loka fyrir aðgang okkar íslendinga að síðum eins og Grooveshark, Bandcamp og Soundcloud á þeim rökum byggt að "stef fái ekki stefgjöldin sín" fyrir það.
Og að mínu mati veitir okkur netmönnum ekki af því að gerast örlítið meðvitaðari um netmálin eins og þau eru um allan heim. Ísland er jú bara pínulítil eyja, ekki mikið sem "stóru strákarnir" þurfa að gera til að eigna sér/niðurlægja okkur.

Re: Internetmál. Alvöru stöff.

Sent: Fim 17. Maí 2012 00:16
af Domnix
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að nýjungar í dreyfingu á efni er alltaf mótmælt af hagsmunaaðilum. Þegar VHS kom á sjónarsviðið var svipað mál í gangi. Olíufyrirtæki og OPEC ríkin reyna að grafa flest sem viðkemur hreinni orku með kaupum, mútum og lögum. Kemur í ljós hvað gerist hér á íslandi í þessu máli :-"

Re: Internetmál. Alvöru stöff.

Sent: Fim 17. Maí 2012 00:24
af Bjosep
Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér af hverju í ósköpunum STEF eigi að hafa tekjur af því að ég sé að hlusta á útlenska tónlist, en síðan skilst mér reyndar að þessar tekjur fari í einhvern samnorrænan sjóð eða eitthvað álíka þannig að gautaborgarsenan er mögulega að hafa tekjur af öllum dauðametalnum sem er spilaður á FM957 og Bylgjunni.

Ég held reyndar að það sé ekkert leyndarmál að það er tónlistarmönnunum í hag að geta nýtt sér netið til að koma sér á framfæri og selja vöruna sína. Radiohead hafa líklegast gert þetta með góðum árangri enda keppast hagsmunaaðilar við að segja hvað þetta verkefni þeirra hafi gengið illa án þess þó að Radiohead hafi gefið út hversu vel eða illa þetta gekk. Sjálfur sit ég núna og hlusta á einhverja hljómsveit frá Grikklandi sem ég rakst á um daginn. Gæti vel ímyndað mér að kaupa plötuna þeirra (þó aldrei í Senu/Skífunni) með því skilyrði einu að Maggi Kjartans sæi aldrei eyri af því sem ég borgaði.

Eins á ég tvær plötur eftir breskan tónlistarmann sem kallar sig "the Flashbulb". Hann tók sig til eftir að einhver tónlistarverslun var að snuða hann um tekjur af seldri tónlist og setti bara plötuna sina á piratebay.