Internetmál. Alvöru stöff.
Sent: Mið 16. Maí 2012 23:02
Stakar, stuttar fréttir frá Torrentfreak, þýddar yfir á Íslensku (eins og hún gerist best).
Meðlimur IMAGiNE játar sekt sína.
Fyrir þrem vikum voru fjórir meðlimir hópsins handteknir og ákærðir fyrir nokkur brot á höfundarrétti.
Auk þess að "endurframleiða" og gefa út höfundarréttarvarðar kvikmyndir á einkatracker sínum UnleashTheNet, tóku þeir einnig upp kvikmyndir í kvikmyndahúsum ("cöppuðu").
Einn þeirra sem ásakaðir eru, hinn 28 ára gamli Sean Lovelady frá Kaliforníuríki, játaði að hafa framið nokkur af þessum brotum, og játaði einnig að vera sekur um samsæri til að brjóta á höfundarrétti. Lovelady afsalaði sér réttindi til áfrýjunar og í skiptum hafa yfirvöld lofað að ákæra hann ekki fyrir önnur afbrot í ákæruliðnum.
Eftir að hafa játað sekt sína getur Lovelady átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist, 250,000 dollara sekt, auk þess að vera dæmdur til að greiða skaðabætur sem rétthafar gætu farið fram á.
Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/imagine-member- ... ent-120516" onclick="window.open(this.href);return false;
The Pirate bay sætir DDoS árásum af völdum óþekktra aðila
Þrátt fyrir það að Pirate Bay fari niður stöku sinnum í mánuði gerist það sjaldan að hún hangi niðri lengur en í örfáar klukkustundir.
Þegar tíminn dregst lengur breytist hið stöðuga flæði af bréfum til TorrentFreak í torrent.
Þegar fréttin er skrifuð hefur The Pirate Bay verið óaðgengileg um nánast allan heim í um það bil 24 klukkustundir, og póstkassinn hjá okkur þjáist. En svo virðist vera að hinn langi niðritími sé að valda fleirum en venjulega þónokkrum kvíða.
Orsökin liggur í nýlega forskipaðri ritskoðum á The Pirate Bay í Bretlandi. Stærstu netmiðlar eru neyddir til að loka fyrir aðgang að síðunni, svo að milljónir manna bjuggust við að eiga þegar í örðuleikum með að ná sambandi við síðuna. Það sem fólk bjóst hinsvegar ekki við var að aðgangur að síðunni tækist ekki með öllum þeim krókaleiðum sem búið var að upplýsa almenning um.
Til að hægt sé að komast á síðuna, jafnvel með krókaleiðunum þarf síðan sjálfsagt að vera uppi, sem hún er jú ekki. Þó svo að TPB séu vanir ritskoðun að hendi hæstaréttar og netmiðla, eru þeir örlítið óvanari því að vera "slegið út" á aðra vegu. TorrentFreak er látið í té af innherja The Pirate Bay að nú sé verið að ráðast á síðuna með DDoS, sem veldur því að síðan er óaðgengileg víðsvegar um heiminn.
Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/pirate-bay-unde ... my-120516/" onclick="window.open(this.href);return false;
*vert er að benda á að þessar fréttagreinar eru báðar nokkurra klukkustunda gamlar.
Skrifa fleiri hingað inn ef þið biðjið fallega
Meðlimur IMAGiNE játar sekt sína.
Fyrir þrem vikum voru fjórir meðlimir hópsins handteknir og ákærðir fyrir nokkur brot á höfundarrétti.
Auk þess að "endurframleiða" og gefa út höfundarréttarvarðar kvikmyndir á einkatracker sínum UnleashTheNet, tóku þeir einnig upp kvikmyndir í kvikmyndahúsum ("cöppuðu").
Einn þeirra sem ásakaðir eru, hinn 28 ára gamli Sean Lovelady frá Kaliforníuríki, játaði að hafa framið nokkur af þessum brotum, og játaði einnig að vera sekur um samsæri til að brjóta á höfundarrétti. Lovelady afsalaði sér réttindi til áfrýjunar og í skiptum hafa yfirvöld lofað að ákæra hann ekki fyrir önnur afbrot í ákæruliðnum.
Eftir að hafa játað sekt sína getur Lovelady átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist, 250,000 dollara sekt, auk þess að vera dæmdur til að greiða skaðabætur sem rétthafar gætu farið fram á.
Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/imagine-member- ... ent-120516" onclick="window.open(this.href);return false;
The Pirate bay sætir DDoS árásum af völdum óþekktra aðila
Þrátt fyrir það að Pirate Bay fari niður stöku sinnum í mánuði gerist það sjaldan að hún hangi niðri lengur en í örfáar klukkustundir.
Þegar tíminn dregst lengur breytist hið stöðuga flæði af bréfum til TorrentFreak í torrent.
Þegar fréttin er skrifuð hefur The Pirate Bay verið óaðgengileg um nánast allan heim í um það bil 24 klukkustundir, og póstkassinn hjá okkur þjáist. En svo virðist vera að hinn langi niðritími sé að valda fleirum en venjulega þónokkrum kvíða.
Orsökin liggur í nýlega forskipaðri ritskoðum á The Pirate Bay í Bretlandi. Stærstu netmiðlar eru neyddir til að loka fyrir aðgang að síðunni, svo að milljónir manna bjuggust við að eiga þegar í örðuleikum með að ná sambandi við síðuna. Það sem fólk bjóst hinsvegar ekki við var að aðgangur að síðunni tækist ekki með öllum þeim krókaleiðum sem búið var að upplýsa almenning um.
Til að hægt sé að komast á síðuna, jafnvel með krókaleiðunum þarf síðan sjálfsagt að vera uppi, sem hún er jú ekki. Þó svo að TPB séu vanir ritskoðun að hendi hæstaréttar og netmiðla, eru þeir örlítið óvanari því að vera "slegið út" á aðra vegu. TorrentFreak er látið í té af innherja The Pirate Bay að nú sé verið að ráðast á síðuna með DDoS, sem veldur því að síðan er óaðgengileg víðsvegar um heiminn.
Full frétt Hér!
http://torrentfreak.com/pirate-bay-unde ... my-120516/" onclick="window.open(this.href);return false;
*vert er að benda á að þessar fréttagreinar eru báðar nokkurra klukkustunda gamlar.
Skrifa fleiri hingað inn ef þið biðjið fallega
