Síða 1 af 2
Álagning?
Sent: Mán 14. Maí 2012 23:55
af aggibeip
Sælir.. Ég er mikið búinn að hugsa um álagningu á vörum í dag eftir að ég keypti kælikrem fyrir tölvuna mína..
í tölvuvirkni sá ég krem á 1200kr,
og í tölvutækni sá ég sama krem á 1650kr.
þá fór ég að hugsa út í það hver álagningin væri hjá þessum fyrirtækjum..
ég endaði á að kaupa 2gr af einhverju coolermaster kremi sem kostaði mig um 500kr.
Tek fram að ég er ekki að reyna að dissa einn né neinn með þessu og sé ekkert eftir 500 kallinum, var bara að pæla í þessu.. hvað ætli ein seld túba borgi upp margar innkeyptar túbur hjá fyrirtækjunum ?
Er ég sá eini sem er að pæla í þessu hérna ?

Re: Álagning?
Sent: Þri 15. Maí 2012 00:01
af KermitTheFrog
Það þarf ekki endilega að vera að þessi fyrirtæki fái sínar vörur frá sama birgja.
Re: Álagning?
Sent: Þri 15. Maí 2012 02:37
af Tbot
Það er yfirleitt mesta álagningin á smáhlutum.
Re: Álagning?
Sent: Þri 15. Maí 2012 11:16
af dori
Þetta kælikrem er líka merkilega dýrt úti... Kannski er ódýrari aðilinn þarna með "gamlan lager" s.s. keypt inn á hagstæðara gengi. Kannski er þetta bara álagning.
En þetta 500 kr. vs. 1500 kr. þá er dýrara kremið bara alltaf dýrara (í framleiðslu, innkaupum etc.).
Re: Álagning?
Sent: Þri 15. Maí 2012 12:32
af tomasjonss
Bara til að svara þér þá er mjög mörgum tilfellum fáránleg álagning. Þannig keypti keypti ég mér linsu erelndis á rétt rúmar 20Þ á meðan hún kostar 87þ hér.
Það er okrað illilega alltof oft.
Re: Álagning?
Sent: Þri 15. Maí 2012 14:24
af Tiger
tomasjonss skrifaði:Bara til að svara þér þá er mjög mörgum tilfellum fáránleg álagning. Þannig keypti keypti ég mér linsu erelndis á rétt rúmar 20Þ á meðan hún kostar 87þ hér.
Það er okrað illilega alltof oft.
Hvaða linsa var það ef ég má forvitnast?
Það er eitt í þessum linsu málum að söluaðilar hérna fyrir t.d. Canon (Nýherji) verður að taka linsunar frá Evrópu, og þar eru verðin töluvert hærri og € veik gagnvart $. Þannig að þetta er ekki alltaf sanngjarnt gagnvart íslenskum verslunum. En sannarlega er oft rugl verðlagning, mjög sammála því en stundum er hún "réttlætanleg" eða með ástæðu á bakvið sig.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 00:47
af tomasjonss
Ég keypti Panasonic linsu 14mm 2.5 F.
Vissulega notaði ég ebay, linsan kostaði 160 dollara og ég borgaði 2000 kr í í gjöld. Hefði átt að vera um 5000 kr en sá sem sendi hana sagði verðið vera lægra, ekki bað ég um það en var bara sáttur.
Hér er þessi sama linsa hjá fotoval:
http://fotoval.is/fulllinsur.php?page=l ... sublink=21" onclick="window.open(this.href);return false; Panasonic 14mm f 2,5 Kr. 89.900 -- Þetta er ekki heilbrigt. Þetta er effing okur.
Ekki er það skárra hjá ht.is sem er með umboðið, þar er hún á 89.500 - Fyrir þessa linsu er þetta algjörlega gjörsamlega fáránlegt.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 01:27
af Benzmann
ódýrast miðað við magn þá er hagstæðast að kaupa þetta í 5-10L fötum,
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 01:33
af Tiger
tomasjonss skrifaði:Ég keypti Panasonic linsu 14mm 2.5 F.
Vissulega notaði ég ebay, linsan kostaði 160 dollara og ég borgaði 2000 kr í í gjöld. Hefði átt að vera um 5000 kr en sá sem sendi hana sagði verðið vera lægra, ekki bað ég um það en var bara sáttur.
Hér er þessi sama linsa hjá fotoval:
http://fotoval.is/fulllinsur.php?page=l ... sublink=21" onclick="window.open(this.href);return false; Panasonic 14mm f 2,5 Kr. 89.900 -- Þetta er ekki heilbrigt. Þetta er effing okur.
Ekki er það skárra hjá ht.is sem er með umboðið, þar er hún á 89.500 - Fyrir þessa linsu er þetta algjörlega gjörsamlega fáránlegt.
Það er nú bara rangt að bera saman Ebayverð og verslunarverð á Íslandi!
Þessi linsa kostar 60þúsund komin heim frá B&H photo þannig að álagningin er 29þús, sem er svolítið önnur saga en 69þúsund.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 01:40
af tomasjonss
Álagningin 29 þúsund! Heldur þú að þeir kaupi þessa linsu inn á 60þ stk? Ekki séns. Þeir leggja miklu meira á en það.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 01:43
af Tiger
Þeir eru ekki að kaupa þær á mikið ódýrar en 300$ eins og hún kostar á B&H photo get ég lofað þér.
Ég hef það frá fyrstu hendi að sum innkaupaverð á Canon linsum sem Nýherji kaupir frá Canon í Evrópu eru hærri en útsöluverð hjá B&H photo t.d.
Þannig að já ég held það.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 01:50
af tomasjonss
Það held ég ekki. Þegar ég bjó í Danmörku var ég að versla linsur fyrir vin minn og verðmunurinn á Íslandi og Danmörku var fáránlegur, nóg að bera saman íslenska og danska elkó.
300 dollarar eru síðan ekki 60 þúsund.
Það er löngu orðið ljóst að íslenskir kaupmenn smyrja á vörur sínar eins og enginn sé morgundagurinn. Þeir eru langtum verri en nokkur þeirra dönsku kaupmanna sem áttu að hafa selt okkur maðkað mjöl í denn.
p.s. og Nyherji er okurbúlla
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 02:00
af Tiger
Þessi linsa kostar 300$ frá B&H + 50$ fluttningur og reiknaðu nú... Ég gaf þér bara upp verðið sem hún hefði kostað þig hingað heim frá þeim punktur.
Canon 24-70 kostar 213,000 í DK en 259.000 hérna og miðað við stærð á markaði og að við erum í miðju ballarhafi með okkar fluttnignskostnað þá er þetta bara nokkuð fair en squere.
En ég nenni ekki að rífast um þetta, bottom line er að þú berð ekki saman eitthvað ebay verð og smásöluverð á íslandi :nono
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 02:10
af tomasjonss
Tiger skrifaði:Þessi linsa kostar 300$ frá B&H + 50$ fluttningur og reiknaðu nú... Ég gaf þér bara upp verðið sem hún hefði kostað þig hingað heim frá þeim punktur.
Þeir panta ekki eina og eina linsu í einu, bara til að láta þig vita.
Nenni alls ekki að þræta um þetta við þig, enda deginum ljósara að þú hefur einhverra hagsmuna að gæta, eða líklega haldin sjálfspíningarkvöt, eitthvað er það.
Þessi ballarahafsbrandari er fyrir löngu orðinn þreyttur. Það er notað sem afsökun til þess að okra á íslendingum. Miðað við þessa 300 dollara þína er þetta um 45 þúsund eða þar í kring og selt á 89 þúsund. Ef þér finnst ekkert athugavert við það er verðmætamatið hjá þér eitthvað brenglað.
Og vegna þess að þú ert að taka dæma, þá er hérna eitt fyrir þig:
Canon 600 D með linsu, Elkó í Köben og Nyherji:
http://www.elgiganten.dk/product/foto-v ... a-eos-600d" onclick="window.open(this.href);return false;
109.000 kr.
Nyherji:
http://www.netverslun.is/verslun/produc ... 8,590.aspx
160 þúsund.
Þetta er bara eitt dæmi af trilljón en eins og ég segi, tilgangslaust að ræða þetta eitthvað frekar.
Bottomline:
Verslaðu frekar við ebay, usa eða keyptu þér flugmiða til þess að verlsa það sem þig vantar.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 02:32
af Tiger
tomasjonss skrifaði:Tiger skrifaði:Þessi linsa kostar 300$ frá B&H + 50$ fluttningur og reiknaðu nú... Ég gaf þér bara upp verðið sem hún hefði kostað þig hingað heim frá þeim punktur.
Þeir panta ekki eina og eina linsu í einu, bara til að láta þig vita.
Nenni alls ekki að þræta um þetta við þig, enda deginum ljósara að þú hefur einhverra hagsmuna að gæta, eða líklega haldin sjálfspíningarkvöt, eitthvað er það.
Þessi ballarahafsbrandari er fyrir löngu orðinn þreyttur. Það er notað sem afsökun til þess að okra á íslendingum. Miðað við þessa 300 dollara þína er þetta um 45 þúsund eða þar í kring og selt á 89 þúsund. Ef þér finnst ekkert athugavert við það er verðmætamatið hjá þér eitthvað brenglað.
Hef engra hagsmuna að gæta í þessu. Og bara það að þú segir "þessi ballarhafsbrandir er orðin þreyttur" lýsir vanþekkingu þinni á málinu vel. Ég vinn við innkaup og hef gert undanfarin 13 ár og flyt inn vörur fyrir tugi ef ekki hundruð milljóna á ári þannig að ég ætti nú að vita sitthvað um fluttnignskostnað hingað heim miðað við til annara landa í Evrópu. Við erum með fyrirtæki þar líka og kaupi þanngað endrum og eins. Við borgum t.d. milljónir á milljónir ofan á hverju ári í fluttning frá mínum stærsta birgja sem er í Hollandi, ef ég væri að kaupa þetta til dótturfyrirtækis okkar í DK þá væri sendingarkostnaður NÚLL.
Þannig að þessi ballarhafsbrandir er víst ekki svo fyndin....ekki hjá fjármálastjóranum allavegana.
Eigðu góða nótt og njóttu Ebay.
ps. og já mín innkaup og vinna tengist myndavélum, linsum eða tölvum ekki á nokkurn hátt....ekki einu sinni smásölu á Íslandi.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 02:41
af tomasjonss
Vertu ekkert að eyða tíma þínum í að svara. Tekur því ekki að ræða við menn um þessi mál sem reyna að réttlæta álagningu hjá Fotoval og HT. Forkastanlegt að þér þyki í lagi að smyrja 40 þúsund á hlut sem kostar um 45 þúsund kall. Sú skoðun þín verðskuldar þennan karl sem þú varst að skella inn fyrir ofan póstinn þinn.
Farðu bara að leggja þig og safna kröftum. Fullt af drasli sem þú þarft að flytja inn á morgun.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 08:23
af Daz
tomasjonss skrifaði:Vertu ekkert að eyða tíma þínum í að svara. Tekur því ekki að ræða við menn um þessi mál sem reyna að réttlæta álagningu hjá Fotoval og HT. Forkastanlegt að þér þyki í lagi að smyrja 40 þúsund á hlut sem kostar um 45 þúsund kall. Sú skoðun þín verðskuldar þennan karl sem þú varst að skella inn fyrir ofan póstinn þinn.
Farðu bara að leggja þig og safna kröftum. Fullt af drasli sem þú þarft að flytja inn á morgun.
Verandi örlítið tengdur innflutningi fyrir milljarða á ári (ekki grín merkilegt nokk) þá langar mig nú að taka undir það að "ballarhafsbrandarinn" er enginn brandari. Síðan er stór munur á að verja álagninu og benda á ósanngjarnann samanburð. Ekki gleyma að taka t.d. virðisaukaskattinn inn í reikninginn, sem og að verð á milli netverslunar og "raun"verslunar eru sjaldan samanburðarhæf. Rekstarkostnaðurinn er bara ekkert líkur. Veltuhraði á lager hefur líka mikil áhrif.
Eru hlutir dýrir á Íslandi? Já.
Er það pirrandi? Já.
Er hægt að útskýra verðmuninn? Já.
Getum við gert eitthvað í því? Já. (Versla þetta bara netinu þar sem það er ódýrara).
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 09:23
af kjarrig
Bæta einu við varðandi vöruverð á Íslandi, ég ætlaði að flytja inn sjónvarp frá Danmörku, (ekki ódýrasta land í heimi), og verðið á sjónvarpinu yrði um 95.000, ég talaði við vin minn sem vinnur við að selja sjónvörp, og kostnaðarverðið hjá honum var rúmlega 20.000 hærra en útsöluverðið í Danmörku, þ.a. það er engan veginn hægt að fullyrða um okur á vörum án þess að vita hvað varan kostar til Íslands. Og að bera saman verð á vöru í USA og Evrópu er út í hött, ég keypti mér myndavél í USA, og kostaði hún um 50.000 í USA, en hefði ég keypt hana í UK, þá hefði hún kostað um 80.000, það var svipað verð í USD og GBP.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 10:05
af tomasjonss
Nú hefur mér stundum fundist Danmörk dýrt. En með verðsamanburðin þarna að ofan, Elkó í Köben og Elkó hér, að ef ég keypti þessa vél þar og léti senda hana og borgaði skatta og gjöld væri ég samt að spara mér tæplega 20 kall.
Ég veit vel að skattar og gjöld á fyrirtæki hér (sem og einstaklinga) eru meiri en gengur og gerist í öðrum löndum og við búum á eyju. Sú útskýring dekkar samt ekki þessa ofurálagningu sem á sér stað á mörgum vörum.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 10:30
af dori
tomasjonss skrifaði:Ég veit vel að skattar og gjöld á fyrirtæki hér (sem og einstaklinga) eru meiri en gengur og gerist í öðrum löndum og við búum á eyju. Sú útskýring dekkar samt ekki þessa ofurálagningu sem á sér stað á mörgum vörum.
Ertu viljandi að reyna að loka augunum á það. Það eru svona 2-3 búnir að taka það fram hérna sem sýnir af hverju þessi verðmunur er (fyrir utan öll gjöld sem þú þyrftir hvort eð er að borga).
#1. Ólík innkaupaverð. Það er bara þannig að þegar þú gerir stóran samning við einhvern byrgja sem er hagstæður fyrir þig yfir allan flötinn þá eru sumir hlutir sem er hægt að kaupa ódýrari annars staðar frá.
#2. Kostnaður við að halda lager. Ef þú ert með lager þá verður þú að leggja á hlutina svo að þú sért ekki að borga með þeim. Það er auðvitað í hlutfalli við hversu stór hluturinn er og hversu lengi hann situr á lager. Ég myndi giska á að fyrst allir kaupi linsurnar sínar þegar þeir eru að ferðast að þessar linsur sitji svolítið lengi á lager.
En #1 hefur örugglega lang mest með þetta að gera. Ef þú ætlar að gera einhvern svona samanburð þá skaltu skoða sambærilegar verslanir (ekki Elkó vs. Nýherji) og þú verður að skoða fleiri og ólíkari vörur. Það getur vel verið að þessir gæjar úti selji þessa hluti sem þú ert að skoða með svo gott sem engri álagningu bara til að fá fólk inní búðina.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 10:31
af Tiger
tomasjonss skrifaði:Vertu ekkert að eyða tíma þínum í að svara. Tekur því ekki að ræða við menn um þessi mál sem reyna að réttlæta álagningu hjá Fotoval og HT.
Og þér finnst réttlætanlegt að bera saman verð á notaðri linsu á ebay við nýja linsu hérna með 2ja ára ábyrggð?
Það er svo til engar líkur á að umboðsaðilar fái að taka þessar linsur frá US og þurfa því að taka þær frá EU þar sem verðið er alltaf hærra, þótt það sé ekki nema bara vegna veikst stöðu $ gegn €.
Hægt að taka EVGA skjákort sem dæmi, kostar $1.000 hjá Evga US en 1.000€ hjá EU og fyrir kúnna myndi það kosta 163.150 frá US en 209.000 frá Evrópu og ekki séns að við hérna á klakanum fengjum að panta beint frá EVGA US. Og vegna þessara kæmu raddir hérna og vælt yfir álagningu hérna heima.
En þetta er svipað og að
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
þannig að ég segi bara pass hér með.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 10:49
af tomasjonss
Tiger skrifaði:tomasjonss skrifaði:Vertu ekkert að eyða tíma þínum í að svara. Tekur því ekki að ræða við menn um þessi mál sem reyna að réttlæta álagningu hjá Fotoval og HT.
Og þér finnst réttlætanlegt að bera saman verð á notaðri linsu á ebay við nýja linsu hérna með 2ja ára ábyrggð?
Greyið mitt. Mæli með að þú kynnir þér netverslun betur, en þar sem þér finnst næstum 100% álagning í fínu lagi er ekki von að þú vitir að á Ebay er selt hellingur af nýrri vöru og það fylgir ábyrgð, hverskonar vitleysa er þetta!? Fyrirtæki stunda viðskipti þarna. Og ef menn eru alveg að míga á sig er hægt að kaupa tryggingu hér á kannski 1500 - 2000 kall miðað við upphaflegt verð vöru, í þessu tilviki linsu. - Ef þú hefur ekki þekkingu á þessu ertu kannski búinn að berja hausnum of oft við steininn.
dori skrifaði:tomasjonss skrifaði:En #1 hefur örugglega lang mest með þetta að gera. Ef þú ætlar að gera einhvern svona samanburð þá skaltu skoða sambærilegar verslanir (ekki Elkó vs. Nýherji) og þú verður að skoða fleiri og ólíkari vörur. Það getur vel verið að þessir gæjar úti selji þessa hluti sem þú ert að skoða með svo gott sem engri álagningu bara til að fá fólk inní búðina.
Ok. Elkó í Danmörku
http://www.elgiganten.dk/product/foto-v ... a-eos-600d" onclick="window.open(this.href);return false;
Elkó Íslandi: Sama vara:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4230" onclick="window.open(this.href);return false;
Þó að tveir eða þrír, þar af tveir sem taka sjálfir þátt í innflutningi segja að það sé sjálfsagt að okra á löndum sínum þýðir það ekki að verðið sé réttlætanlegt. Fleiri eru að átta sig á þessu og beina viðskiptum sínum erlendis í gegnum netið.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 11:02
af MatroX
Tiger skrifaði:
Hægt að taka EVGA skjákort sem dæmi, kostar $1.000 hjá Evga US en 1.000€ hjá EU og fyrir kúnna myndi það kosta 163.150 frá US en 209.000 frá Evrópu og ekki séns að við hérna á klakanum fengjum að panta beint frá EVGA US. Og vegna þessara kæmu raddir hérna og vælt yfir álagningu hérna heima.
ég talaði við bæði jacob og nick hjá evga og þeir sögðu að það væri ekkert mál að græja sendingu frá us til is ef maður vildi þar sem verðmunurinn væri svona mikill.
þeir voru undrandi þegar ég breytt € í ISK svo í dollara og svo öfugt og sagði þeim hvað það munaði miklu. það átti alltaf að laga þetta en ég sé enga breytingu á verðunum í EU store hjá þeim
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 11:07
af dori
tomasjonss skrifaði:dori skrifaði:tomasjonss skrifaði:En #1 hefur örugglega lang mest með þetta að gera. Ef þú ætlar að gera einhvern svona samanburð þá skaltu skoða sambærilegar verslanir (ekki Elkó vs. Nýherji) og þú verður að skoða fleiri og ólíkari vörur. Það getur vel verið að þessir gæjar úti selji þessa hluti sem þú ert að skoða með svo gott sem engri álagningu bara til að fá fólk inní búðina.
Ok. Elkó í Danmörku
http://www.elgiganten.dk/product/foto-v ... a-eos-600d" onclick="window.open(this.href);return false;
Elkó Íslandi: Sama vara:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4230" onclick="window.open(this.href);return false;
Þó að tveir eða þrír, þar af tveir sem taka sjálfir þátt í innflutningi segja að það sé sjálfsagt að okra á löndum sínum þýðir það ekki að verðið sé réttlætanlegt. Fleiri eru að átta sig á þessu og beina viðskiptum sínum erlendis í gegnum netið.
Þetta virðist reyndar ekkert vera svo rosalegur verðmunur. 112.500 kr. án allra gjalda greiddra á Íslandi. Segjum sem svo að þú borgir ekki fyrir flutning. Þá er það rétt rúmar 140 þúsund með vsk. Hvernig eru ábyrgðarmál í Danmörku? Er 2ja ára lögbundin ábyrgð á raftækjum? Annars nenni ég ekki að elta ólar við þig. Það virðist ekki skila neinu og þú lokar bara augunum fyrir rökum sem þér líka ekki.
Re: Álagning?
Sent: Mið 16. Maí 2012 11:17
af Daz
tomasjonss skrifaði:
Greyið mitt.
Mæli með að þú kynnir þér netverslun betur, en þar sem þér finnst næstum 100% álagning í fínu lagi er ekki von að þú vitir að á Ebay er selt hellingur af nýrri vöru og það fylgir ábyrgð, hverskonar vitleysa er þetta!? Fyrirtæki stunda viðskipti þarna. Og ef menn eru alveg að míga á sig er hægt að kaupa tryggingu hér á kannski 1500 - 2000 kall miðað við upphaflegt verð vöru, í þessu tilviki linsu. - Ef þú hefur ekki þekkingu á þessu ertu kannski búinn að berja hausnum of oft við steininn.
dori skrifaði:tomasjonss skrifaði:En #1 hefur örugglega lang mest með þetta að gera. Ef þú ætlar að gera einhvern svona samanburð þá skaltu skoða sambærilegar verslanir (ekki Elkó vs. Nýherji) og þú verður að skoða fleiri og ólíkari vörur. Það getur vel verið að þessir gæjar úti selji þessa hluti sem þú ert að skoða með svo gott sem engri álagningu bara til að fá fólk inní búðina.
Ok. Elkó í Danmörku
http://www.elgiganten.dk/product/foto-v ... a-eos-600d" onclick="window.open(this.href);return false;
Elkó Íslandi: Sama vara:
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4230" onclick="window.open(this.href);return false;
Þó að tveir eða þrír, þar af tveir sem taka sjálfir þátt í innflutningi segja að það sé sjálfsagt að okra á löndum sínum þýðir það ekki að verðið sé réttlætanlegt. Fleiri eru að átta sig á þessu og beina viðskiptum sínum erlendis í gegnum netið.
Ef við skoðum AKKÚRAT þetta dæmi, þá hef ég hérna
link frá "elko í danmörku"
Hvorfor er der forskel?
Som tidligere nævnt er der færre omkostninger forbundet med vores internetbutik. Derudover ønsker Elgiganten ikke kun at konkurrere mod andre detailbutikker, men også deciderede postordre- og internetbutikker. For at sikre lige konkurrencevilkår gælder vores lave internetpriser kun på vores hjemmeside.
eða á ensku
Why is there a difference?
As previously mentioned, there are fewer costs associated with our internet shop. Additionally Elgiganten want to not only compete against other retail stores, but also distinctive mail order and internet shops. To ensure a level playing field applies to our low internet rates only on our website.
Elko á íslandi er ekki vefverslun, það ER ódýrara að versla við vefverslun. Tökum annarsvegar flutningskostnað til íslands inn í dæmið og hins vegar verðmun á vefverslun og "raun"verslun og þá er komin útskýring á verðmuninum. Kannski ekki á öllum verðmuninum, en þó eitthvað.
Verðið hjá Elko er 34% hærra en í danmörku, það er mikil munur. Eru þessi verð samt fullkomlega sambærileg? Ekki miðað við þessi dæmi.