Síða 1 af 1

Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 00:52
af Sh4dE
Sælir Vaktarar ég er hérna með tölvu sem tekur uppá því svona öðru hverju þegar að ég kveiki á henni eftir að það er búið að vera slökkt á henni yfir nótt eða dag í skólanum og ég kemst inní windows.

En þegar að ég ætla að fara að gera eitthvað jafnvel hreyfi bara músina þá frýs hún en það er alls ekki algilt stundum gerist þetta líka þegar að ég er búinn að vera með kveikt á henni í nokkrar mínútur og fer t.d. inná youtube og hún frýs um leið og ég opna youtube og svo t.d. núna þá virkar allt eðilega????

Er kannski kominn tími til að formatta harða diskinn (einhverskonar stýrikerfisbilun?) Veit ekki alveg hvað er í gangi með hana?

Annars eru speccarnir hérna

Stýrikerfi: Windows 7 Ultimate SP1
Örgjörvi: Intel Q9450
Móðurborð: EVGA nForce 780i SLI
Innra minni: OCZ OCZ2P8002G Platinum 2x2GB DDR2-800 PC2-6400
Skjákort: NVIDIA GeForce 9800 GTX
Aflgjafi: Antec True Power 750W
HDD1: Western Digital Raptor WD740ADFD 74GB 10000 RPM
HDD2: Western Digital Caviar GP WD10EACS 1000GB
HDD3: Seagate 1Tb (ST310005 28AS)
CD-Drif: Sony Optiarc AD 7260S

Kv Gísli

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 06:32
af Desria
Mæli með því að þú formattir tölvuna bara og kíkir hingað inn aftur ef þetta vandamál kemur aftur upp.

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 08:21
af Garri
Hmmm.. mundi nú byrja á einhverju öðru en að formata.

Þetta gæti verið slæm snúra, bilað netkort, bilað port í router og síðan allskonar hugbúnaðar eða drævers vesen.

Einfaldast er að skipta um snúru og tengja í annað port á router eða switch. Hef alltof oft lent í því á þessum drasl routerum að portin í þeim eyðileggjast með tímanum. Var til dæmis með Zyxel router frá Vodafone og portin þar dóu eftir rúmt ár. Gúglaði og þetta var mjög þekkt vandamál.

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 09:26
af Daz
Vírusskanna.

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 10:20
af mundivalur
Prófaðu að gera test með þessu HDD testi http://www.hdtune.com/files/hdtune_255.exe" onclick="window.open(this.href);return false; gæti verið högt í HDD getur sett svo mynd hingað hvað kom úr testinu.
Þetta er líka sniðugt forrit http://www.hdsentinel.com/" onclick="window.open(this.href);return false; kostar en hægt að fá það lánað annaðstaðar :!:

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 11:02
af rapport
m.v setupið í heild þá er veiki hlekkurinn í þessu "nvidia9800" kortið sjálft.

Var það ekki á þessum tíma sem fólk vara að baka þessi kort til að laga lóðningar sem voru lélegar?

Eftir þann tíma hef ég ekki viljað treysta of mikið á nvidia

Re: Vandræði með Win7

Sent: Lau 05. Maí 2012 12:35
af siggi83
Búinn að prófa að uppfæra alla rekla (drivers) og BIOS?

Re: Vandræði með Win7

Sent: Sun 06. Maí 2012 02:20
af Sh4dE
Ég þakka góð svör og ýmsar lausnir ég ætla að fara að vinna í þessu þegar að ég er búinn í prófum hef lítinn tíma núna til þess.

En ég er ekki búinn að uppfæra alla rekla né uppfæra BIOS en ég er búinn að keyra vírusskan í gegnum hana og hún fann ekkert merkilegt smá bögga hér og þar í cookies þannig að ég læt kannski heyra í mér aftur ef að þetta lagast ekki eftir prófin.

Kv Gísli

Re: Vandræði með Win7

Sent: Sun 06. Maí 2012 11:11
af Hargo
Náðu þér í UBCD, skrifaðu á disk og bootaðu upp af honum. Notaðu svo HDD testin til að prófa harða diskinn, Vivard og Drive Fitness hafa reynst mér vel en það er haugur af HDD testum á þessum disk sem þú getur valið um. Einnig væri ekki vitlaust að leyfa vélinni að ganga í Memtest til að prófa vinnsluminnið, en það tól er einnig að finna á UBCD.

Ef bæði HDD testið og Memtestið kemur út í lagi væri næsta skref að formatta diskinn, setja upp Win 7 aftur, uppfæra alla drivera í topp og uppfæra BIOS og athuga hvort vandamálið hverfi.

Re: Vandræði með Win7

Sent: Sun 06. Maí 2012 11:15
af lukkuláki
Blessaður afritaðu gögnin. Straujaðu vélina og settu hana upp á nýtt þú ert ekki nema klukkutíma að því.
Ef hún hættir að láta svona þá er málið dautt ef ekki þá þarftu að prófa vélbúnaðinn hjá þér þegar þú hefur tíma í það.