Síða 1 af 1

Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fös 04. Maí 2012 20:57
af marinofp
Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Ég er að selja spjaldtölvuna mína. Í pakkanum er:

Spjaldtölvan sjálf, Asus Eee Pad Transfomer TF101. Hún hefur 10,1" skjá með 1280x800 upplausn, 1GHz Dual Core örgjörva, 1GB vinnsluminni, 16GB minni. Myndavél að framan og aftan, GPS og allskonar fínerí. Það er búið að uppfæra hana upp í Android 4 (Icecream sandwich).

Lyklaborð sem er sérhannað fyrir hana. Það eykur batterísendingu um nær helming og hefur USB tengirauf ásamt minniskortarauf. Spjaldtölvan smellur í lyklaborðið og þá lítur þetta út eins og lítil fartölva.

Mini-HDMI yfir í HDMI millistykki, þá er hægt að tengja hana við sjónvarp með venjulegri HDMI snúru.

Lítil taska sem passar vel utanum tölvuna staka, eða með lyklaborðinu áföstu.

Tölvan var keypt í bandaríkjunum síðasta haust og eru því einhverjir mánuðir eftir af ábyrgð (sem er 1 ár í BNA). Það sem truflaði mig smá er að ASUS hefur ekki gert íslenskan stuðning fyrir lyklaborðið og því er ekki hægt að nota íslenska stafi nema með lyklaborði-á-skjánum (on-screen) eins og t.d. á Android símum. Einhverjir á Íslandi hafa þó fundið leið til þess að setja þetta inn en mér hefur ekki vantað það nógu mikið til að setja mig inn í það. Þessi vél er virkilega falleg og er algjör snilld og t.d. prófaði ég að tengja þráðlausa mús við USB tengi lyklaborðsins og það virkaði 1-2 og bingó (bjóst alveg við drivera-veseni fyrst þetta er android) :)

Hér eru hlekkir í eins tölvu í tölvulistanum til viðmiðunar
Tölva: http://tolvulistinn.is/vara/23553" onclick="window.open(this.href);return false;
Lyklaborð: http://tolvulistinn.is/vara/25192" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég óska eftir raunhæfum tilboðum á marinop@gmail.com

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fös 04. Maí 2012 22:32
af ZiRiuS
Ó hvað ég vildi að ég ætti pening.

Hver er samt ástæða sölu ef ég má spurja?

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fös 04. Maí 2012 22:37
af marinofp
Ástæðan er frekar einföld, sólin er komin á loft og ég smitaðist af hjólabakteríunni. Hún er bara eins og tölvu/tæknibakterían - kostar fullt af peningum ;)

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fös 04. Maí 2012 22:53
af capteinninn
Goddamn hvað mig langar mikið í þetta, but alas i have no cash

Ég ætlaði að kaupa hana á sínum tíma en íslenska lyklaborðsvesenið hélt mér frá því.

Þetta er örugglega alger snilld fyrir skóla og bara að vera með heima. Ég er með iPad hérna heima sem ég hef notað til að lesa skólabækur fyrir HÍ og það er alger snilld, held að þetta sé betra fyrir skólann en iPad því þetta er fartölva og tablet

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 00:33
af KermitTheFrog
Varðandi íslenska lyklaborðið þá eru til öpp sem enabla önnur layout.

Eitt þeirra heitir t.d. External keyboard helper :)

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 08:41
af marinofp
Vá, þegar ég gogglaði þetta þá sýndist mér eina leiðin vera að roota og remappa þannig. External Keyboard Helper appið virðist svínvirka - allir íslensku stafirnir komnir :)

Bestu þakkir fyrir þessa ábendingu Kermit!

Kveðja
Marinó

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 11:08
af isr
Næ ekki til að láta þetta virka hjá mér,búinn að ná í þetta app(external keyboard helper). Búinn að googla þetta líka en einhver klaufaskapur er í gangi,getur einhver leiðbeint mér hvernig ég næ íslensku stöfunum inn.
Fyrirfram þökk.

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 16:13
af ORION
Ver[hugmynd?

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 17:10
af Gislinn
Til að selja lyklaborðið sér? :-"

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 17:43
af marinofp
Vil selja þetta sem einn pakka :) og var að vonast eftir 80 þús fyrir þetta.

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 23:52
af gauivi
Takk fyrir þessar upplýsingar Kermit. Loksins kom þessi fína lausn á íslenskuvændræðunum á lyklaborðinu. :)
KermitTheFrog skrifaði:Varðandi íslenska lyklaborðið þá eru til öpp sem enabla önnur layout.

Eitt þeirra heitir t.d. External keyboard helper :)

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 23:57
af KermitTheFrog
Haha ekki málið :) Gaman að geta hjálpað.

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Lau 05. Maí 2012 23:58
af gauivi
Þú þarft að hafa "external keyboard helper" sem default keyboard. Ég þarf allavega að breyta þessu handvirkt í hvert skipti eftir því hvort ég ætla að nota skjáinn með scandinavian keyboard eða ekh á lyklaborðinu.
isr skrifaði:Næ ekki til að láta þetta virka hjá mér,búinn að ná í þetta app(external keyboard helper). Búinn að googla þetta líka en einhver klaufaskapur er í gangi,getur einhver leiðbeint mér hvernig ég næ íslensku stöfunum inn.
Fyrirfram þökk.

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Sun 06. Maí 2012 00:03
af Sera
Nook color tools hjálpa líka í svona tilfellum, a.m.k. varðandi Kindle Fire lyklaborðsvandann. Með þessu appi er auðvelt að fá ísl. lyklaborð á Kindle fire og örugglega aðrar spjaldtölvur sem keyra Android.

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Sun 06. Maí 2012 20:29
af marinofp
Upp upp, vélin er ekki enn farin. Minni á að vandamálið með íslensku stafina er úr sögunni þökk sé Kermit :)

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Mán 14. Maí 2012 17:45
af marinofp
upp

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Mán 14. Maí 2012 19:17
af MatroX
stgr verð í pm?

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fim 17. Maí 2012 08:33
af marinofp
upp

Re: Asus Transformer spjaldtölva ásamt lyklaborði til sölu

Sent: Fös 18. Maí 2012 22:11
af marinofp
Pakkinn er falur fyrir 70.000