Síða 1 af 1

Hvað er að minni ''Sentinel Advance'' ?

Sent: Sun 29. Apr 2012 11:40
af kjarribesti
Heyrðu , ég keypti CM Sentinel Advance held ég í mars 2011 af @Zethic og kaupin gengu bara vel fyrir sig.

Átti hana í tæpan mánuð og hún var alltaf kannski 5 sek að verða eðlileg í notkun eftir að hún var tengd.
Svo líða mánuðir og seint um sumar 2011 var hún farin að vera svona alltaf í kannski 10 mín , þannig maður stjórnaði henni varla og hún fór bara upp og niður á skjánum en ekki til hliðanna eða eitthvað álíka.
Ég fór með hana í viðgerð hjá @att með ábyrgð að sjálfsögðu og þeir sögðu bara einfaldlega að þeir hefðu ekki fundið neinn galla í henni. Hún hafði látið svona í báðum tölvunum mínum svo JÚ það var eitthvað að henni.
Ég fer bara með hana heim og nota hana bara eftir þessar 10 mín alltaf með þráðlausu músina mína á meðan, en núna er hún alltaf svona. ég er búinn að týna nótunni sem ég var með þegar ég fór með hana í í fyrra skiptið í ''viðgerð'' svo núna get ég ekkert gert með ónýta mús :thumbsd

Einhver sem kannast við vandann ? Eða kann lausn ?

Búinn að:
-Factory Reseta
-Fara eftir FAQ á CM síðunni
-Prófa á mörgum tölvum
-''Hreinsa sensorinn (þvo hana undir)

Hérna er mynd frá CM Storm Mouse Testing utlity.
ruuuugl.png
ruuuugl.png (41.9 KiB) Skoðað 660 sinnum
Er bara að gera ''counter clockwise'' hringi með músinni og þetta eru hreyfingarnar sem koma......

-Cori

Re: Hvað er að minni ''Sentinel Advance'' ?

Sent: Sun 29. Apr 2012 15:00
af kjarribesti
Breyti Spurningunni:

Get ég fengið viðgerð á ábrygð þótt ég sé búinn að týna nótunni !

Re: Hvað er að minni ''Sentinel Advance'' ?

Sent: Sun 29. Apr 2012 15:02
af vesley
kjarribesti skrifaði:Breyti Spurningunni:

Get ég fengið viðgerð á ábrygð þótt ég sé búinn að týna nótunni !

Ef þú skráðir kennitölu á nótuna þá ættu þeir að geta fundið þetta mjög auðveldlega í kerfinu sínu ;)