Síða 1 af 1
Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 17:49
af Jim
Hvernig get ég bætt við stöfum við lyklaborðið mitt? Þarf að geta gert ø og ä auðveldlega en vill halda íslensku uppsetningunni.
Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:06
af Fumbler
Sæktu þér þetta forrit Sharpkeys
http://www.randyrants.com/2011/12/sharpkeys_35.html" onclick="window.open(this.href);return false;
þá geturu breytt hvaða takka á lyklaborðinu í hvaða tákt sem er. t.d látið alla takkana á lyklaborðinu vera F5 en þá gæti verið erfitt að bakka með það

Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:23
af Fumbler
Eftir smá prófanir þá virðist þetta ekki gera það sem þú ert að leita að.
Önnur leið er að skitpa á milli tungumála stillinga með Left Alt+Shift eða stilla einhverja spes lykla í það að skipta á milli tungumála. Þetta er fídus sem er í windows.
Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:28
af Jim
Hélt að það væri hægt að stilla þannig t.d. að "altgr + o" verði ø og "altgr + a" ä. Nenni ekki að standa í því að skipta alltaf á milli tungumála.
Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:29
af Fumbler
Þá var ég að finna þetta skemmtilega tól sem gerir akkúratt það sem þú villt.
Microsoft Keyboard Layout Creator
http://www.microsoft.com/download/en/de ... x?id=22339" onclick="window.open(this.href);return false;
Hérna eru svo góðar leiðbeiningar hvernig á að nota það
http://fsymbols.com/keyboard/windows/layouts/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:36
af Jim
Þúsund þakkir

Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 18:39
af Frantic
Jim skrifaði:Hvernig get ég bætt við stöfum við lyklaborðið mitt? Þarf að geta gert ø og ä auðveldlega en vill halda íslensku uppsetningunni.
Þú gerir ä með því að halda niðri Shift og ýta á gráðu merkið -> Svo ýtiru á A.
Gráðu merkið er fyrir ofan Tab og vinstra megin við 1.
Veit ekki hvort það sé hægt að gera danska ö-ið svona auðveldlega.
Væntanlega hægt með Alt + einhverjar tölur. Er ekki með það á hreinu.
Re: Bæta við stöfum á lyklaborð
Sent: Þri 24. Apr 2012 19:26
af tdog
Fyrir þá sem nota OS X Lion þá er ég með tip fyrir þá notendur.
Haldið inni stafnum sem er sem tengdastur viðkomandi broddstaf í 2-3 sekúndur og þá birtist valmynd fyrir ofan stafin. Ég held t.d o inni í 3 sek og smelli síðan á 7 með valmyndina opna og þá fæ ég út ø
