Síða 1 af 1
Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 16:23
af tema99
Veit vel að þetta er tölvu spjall en þið hafið reynst mér vell hingað til.
Er að hugsa um að kaupa þennan bíl
http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... &schpage=1" onclick="window.open(this.href);return false;
en það sem ég er að velta fyrir gæti ég skipt um hljóðkerfi án mikils vandræða.
var að skoða þetta hér er
http://www.mitt-eget.com/saab/faq_audio.shtml#as_diff" onclick="window.open(this.href);return false;
og held að það myndi vera pínu vesen að skipta um útvarp, hvað haldið þið ??
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 16:46
af Sh4dE
Það gæti vissulega verið smá vesen að skipta um útvarp því að það tekur 2 slot ef að þú ætlar að fá þér venjulegt útvarp með geislaspilara þá þarftu að smíða eða kaupa ramma fyrir stakt útvarp.
Ég hef reyndar aldrei skoðað rafkerfið í svona Saab en ég hef sett svona ramma fyrir eitt útvarp í Skoda Fabia og það gekk bara fjandi vel bara fá breytistykki til að geta notað sömu hátalara áfram.
Svo er það náttúrulega allt annað mál ef að þú ætlar að skipta um alla hátalarana og setja keilu og magnara þá ertu kominn í smá föndur að leggja snúrur fyrir magnaranum og hátölurum og svo framvegis en alls ekkert ógerlegt tekur bara tíma og best að vera með einhvern sem þekkir innréttinguna í Saab því að vitlaus meðhöndlun á listum og festingum getur endað með brotnum listum og festingum sem getur verið til leiðinda.
Kv Gísli
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 16:56
af capteinninn
Getur líka hent þessum þráð á live2cruize
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 18:31
af kassi
850þ fyrir 99 model af Saab er rán en ekki gjald!!!!!!
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 18:36
af Varasalvi
kassi skrifaði:850þ fyrir 99 model af Saab er rán en ekki gjald!!!!!!
Verð að vera sammála, þetta er rugl.
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Fim 19. Apr 2012 23:45
af biturk
Sæll hinrik
Tad er ekkert gaman ad skipta tessu ut a tessu okutæki goda tad er dálítið bras en èg skal samt aðstoða þig eg þú lætur verða ad þessu. Skal útskýra meira þegar ég kemst í tölvu
Kær kveðja
Gunnar
Sent from my GT-S5830 using Tapatalk
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Mið 02. Maí 2012 02:53
af tema99
Takk fyrir hjálpinna og vonandi næ ég honum niður í 600-750Þ
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Mið 02. Maí 2012 08:30
af littli-Jake
Hvað ertu að spá í að gera? Ætlar þú bara að skipta um útvarp eða ertu að hugsa þér að ampa allt kerfið og æta við keilur? Ef þú ert að spá í keilu þarftu ekkert endilega að fórna orginal tækinu.
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Mið 02. Maí 2012 11:24
af tema99
Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ekki alveg viss hvað ég munn gera en mig langar að setja einn svona
http://www.xtrons.com/GPS-car-dvd/6.95- ... D695G.html" onclick="window.open(this.href);return false; og svo er ég ekki byrjaður að skoða hálartanna að neinu viti en með keilur þá var ég að hugsa um tvær
http://eu.jbl.com/product-detail-gto-12083/gto1214.html" onclick="window.open(this.href);return false; og magnarinn
http://eu.jbl.com/product-detail-gto-12 ... 7001e.html" onclick="window.open(this.href);return false;
en endilega ef það er eitthvað sem ykkur finnst ég vera að gera rangt þá tek ég ekki neinum kommetnum ýla.
Re: Vantar hjálp með bíla rafmagn.
Sent: Lau 12. Maí 2012 16:19
af tema99
Svo hvað haldið þið er eitthvað vit í þessu hjá mér