Síða 1 af 1
Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:14
af Varasalvi
Ég fékk símtal í kvöld, ég svaraði og það var spurt mig á ensku hvort ég væri [Mitt nafn], ég svaraði já. Svo var sagt að þeir sáu eitthvað activity á "couch profile", og spurðu hvort það væri eftir mig, ég svaraði nei. Svo sagði hann að það væri örugglega einhver annar [Mitt nafn], og svo sagði hann bæ og ég við hann, svo var lagt á. Þetta samtal fór fram á ensku nema byrjunin þegar ég var ekki búinn að átta mig á að hann væri að tala ensku.
Þetta fannst mér undarlegt svo ég hringdi í 1811 og spurði hvaðan þetta símtal kom, það var frá Íslandi, númerið samt ekki á skrá.
Ég þekki enga sem höfðu mögulega geta gert Þetta símtal, og ég kannaðist ekkert við röddina. Svo ég held að þetta hafi ekki verið eitthvað grín, nema að hann hafði bara hringt í einhvern random. Einnig hljómaði þetta ekki eins og grín, honum virtist vera alvara.
Er eitthvað sem á netinu sem heitir couch profile? Veit einhver eitthvað um þetta, eða var þetta bara prank call?
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:28
af Tiger
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:30
af Varasalvi
Ekki alveg, ég er búinn að google þetta og það kemur fullt upp um couch profile, allt mismundandi hlutir, hefði kannski átt að nefna það. En Þetta "Couch profile" gæti þýtt og verið svo margt.
Ég er engu nær um hvað þetta símtal var svo ég er aðalega að byðja um skoðanir um þetta, grín eða ekki?
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:38
af Tiger
Ignoraðu þetta símtal bara og haltu áfram með lífið, hlýtur að vera meira spennadi í gangi en rangt númmer að álíka
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:41
af Black
ahahaha þetta var ég! alright Case closed,
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:42
af Steini B
Gæti verið Couch Surfing...
http://www.couchsurfing.org/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:42
af gardar
Þetta er einhver útlendingur sem er í ferðalagi á íslandi og er skráður á CouchSurf, hann hefur kynnst einhverjum þar sem heitir það sama og þú og er væntanlega að reyna að hafa uppi á honum.
Skoðaðu
http://www.couchsurfing.org" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er mjög sniðugt fyrir þá sem eru að ferðast, ég hef hitt nokkra couch-surfera á íslandi og myndi eflaust nýta mér þetta ef ég væri í einhverri ævintýramennsku erlendis
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Mán 02. Apr 2012 23:46
af daniellos333
gardar skrifaði:Þetta er einhver útlendingur sem er í ferðalagi á íslandi og er skráður á CouchSurf, hann hefur kynnst einhverjum þar sem heitir það sama og þú og er væntanlega að reyna að hafa uppi á honum.
Skoðaðu
http://www.couchsurfing.org" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er mjög sniðugt fyrir þá sem eru að ferðast, ég hef hitt nokkra couch-surfera á íslandi og myndi eflaust nýta mér þetta ef ég væri í einhverri ævintýramennsku erlendis
Sherlock Holmes solves the case
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 00:26
af Pandemic
Jafnvel einhver að bulla í þér og athuga hvort þú sért heima. Ef þú hefðir ekki svarað þá hefðu þeir rænt húsið.
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 01:39
af ronneh88
Pandemic skrifaði:Jafnvel einhver að bulla í þér og athuga hvort þú sért heima. Ef þú hefðir ekki svarað þá hefðu þeir rænt húsið.
Ég hugsaði það sama að þetta væri einhver þjófur að tjékka á þér..
Annars þá hef ég prufað couchsurfing sem var algjör snilld fyrir mig(svaf frítt á Ítalíu einu sinni í mjög nice húsi)
Bjóst samt örlítið við því að verða bitaður niður enda frekar nýlega búinn að horfa á Hostel..
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 02:31
af Varasalvi
Pandemic skrifaði:Jafnvel einhver að bulla í þér og athuga hvort þú sért heima. Ef þú hefðir ekki svarað þá hefðu þeir rænt húsið.
Hann hringdi i gemsann
gardar skrifaði:Þetta er einhver útlendingur sem er í ferðalagi á íslandi og er skráður á CouchSurf, hann hefur kynnst einhverjum þar sem heitir það sama og þú og er væntanlega að reyna að hafa uppi á honum.
Skoðaðu
http://www.couchsurfing.org" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er mjög sniðugt fyrir þá sem eru að ferðast, ég hef hitt nokkra couch-surfera á íslandi og myndi eflaust nýta mér þetta ef ég væri í einhverri ævintýramennsku erlendis
Hlýtur að vera þetta, takk fyrir
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 09:16
af Danni V8
Ég hef nú einusinni lent í furðulegu símtali líka. Ég var í vinnunni og það hringdi einhver úr unknown number og spurði hvort ég væri að selja konur. Hélt að þetta væri bara einhver vinur minn að grínast í mér og sagði að ég væri með fyrir framan mig stórt og gott úrval af stelpum og konum í öllum stærðum og gerðum. Nýkomnar á markaðinn, gamlar á markaðnum og jafnvel einhverjar við það að detta af markaðnum bara hvað vildi maðurinn! Síðan þegar hann áttaði sig á því að ég væri bara að grínast varð hann bara reiður og ásakaði mig um að eyða tímanum sínum í vitleysu og skellti á
Hann hefur kannski verið búinn að finna sófann sá maður og vantað einhverja til að sitja með sér í sófanum
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 13:07
af Pandemic
Lenti einu sinni í því að ég var skráður fyrir því að vera að selja stórt og flott gasgrill á spotprís inná bland.is á föstudagskvöldi. Ég held ég hafi fengið svona 30 hringingar um grillið um kvöldið og yfir nóttina. Ótrúlegt hvað fólk er brjálað í gott gasgrill.
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 22:57
af intenz
Re: Undarlegt símtal sem ég fékk
Sent: Þri 03. Apr 2012 23:40
af lukkuláki
Pandemic skrifaði:Lenti einu sinni í því að ég var skráður fyrir því að vera að selja stórt og flott gasgrill á spotprís inná bland.is á föstudagskvöldi. Ég held ég hafi fengið svona 30 hringingar um grillið um kvöldið og yfir nóttina. Ótrúlegt hvað fólk er brjálað í gott gasgrill.
Hvað viltu fá fyrir grillið ?