Síða 1 af 1
kappað net
Sent: Mán 26. Mar 2012 17:26
af worghal
nú er ég pínu forvitinn um hversu mikið er kappað net eftir að erlent download klárast.
ástæða þess er að ég er kappaður og sumar síður virka eins og í sögu og wow hækkaði um 2 í ms
en svo eru aðrar síður sem eru eins og að nota 56k modem :S
hvernig stendur á þessu?
edit: ok, nú er wow orðinn óspilanlegur.
Re: kappað net
Sent: Mán 26. Mar 2012 17:39
af vesley
Ef að ég verð cappaður þá eru flestallar erlendar síður svo gott sem ónothæfar. Hinsvegar hefur Youtube oftast virkað en þá hægara en vanalega en samt nógu hratt til að ég get spilað video.
Veit ekki hversu mikið það er cappað en ég fer vel undir 1mb/s
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 10:22
af littli-Jake
ég er í svipuðu veseni. Illa hrikalega heftandi. Maður gerir sér enga grein fyrir því hvað maður er háður netinu. Eina góða við þetta er að FB vikrar ekki heldur svo maður hefur nægan tíma í mikilvæga hluti.
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 10:43
af addifreysi
Ég var cappaður hjá símanum og það stendur á síðunni þeirra að netið væri cappað í 64Kb/s!
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 13:37
af worghal
addifreysi skrifaði:Ég var cappaður hjá símanum og það stendur á síðunni þeirra að netið væri cappað í 64Kb/s!
ég lendi nú ekki oft í því að vera kappaður, en mér fynnst það full gróft að kappa þetta svona svakalega.
að fara úr 50mb ljósi í 64kb :slapp
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 14:49
af mundivalur
Velkominn í minn heim
5000kr fyrir= niðurhal 10gb tenging 2gb 2 netföng og 1600kr fyrir önnur 10gb[alltaf] og stundum capaður í 64kb
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 19:12
af Climbatiz
worghal, veit nú ekki hjá hverjum thú ert med ljós med en thad virkadi lengi hjá mér ad breyta IP tolunni hjá mér til ad komast undan thessu cappi, t.d. ef thú ert med fleiri en eitt net tengi í tolvunni ad skipta yfir í thad slot
annars haetti thetta trix ad virka hjá mér thegar ég med TAL/Hive einhverntímann í lok fyrra sumars
btw, thó thad er oft erfitt ad finna virkann open http proxy á íslandi, thá virkar thessi einsog er >>> 217.28.177.57:80
Re: kappað net
Sent: Þri 27. Mar 2012 19:25
af worghal
Climbatiz skrifaði:worghal, veit nú ekki hjá hverjum thú ert med ljós med en thad virkadi lengi hjá mér ad breyta IP tolunni hjá mér til ad komast undan thessu cappi, t.d. ef thú ert med fleiri en eitt net tengi í tolvunni ad skipta yfir í thad slot
annars haetti thetta trix ad virka hjá mér thegar ég med TAL/Hive einhverntímann í lok fyrra sumars
btw, thó thad er oft erfitt ad finna virkann open http proxy á íslandi, thá virkar thessi einsog er >>> 217.28.177.57:80
ég er með ljós hjá vodafone og ég giska á að þetta ip trick virki ekki hjá mér.
en annars fór ég í vodafone og bætti við 10gb, kom mér á óvart að ég gat ekki borgað þennan 1600kr sem það kostar og það sé bara gjaldfært á næsta reikning >_<
Re: kappað net
Sent: Mið 28. Mar 2012 21:33
af binnist
það er amk þannig hjá Vodafone að það helst ofast sama iptalan, bæði á ljósi og ADSL.
Hef heyrt að hjá Símanum breytist IP tala við endurræsingu á router
Re: kappað net
Sent: Mán 02. Apr 2012 22:50
af juggernaut
Tal eru byrjaðir að cappa mig um hver mánaðarmót þó ég hafi ekki farið yfir og þeir kunna engin ráð og viðgerðarmenn segja stöðugt að það sé ekkert að.
En þá virka íslenskar yfirleitt ágætlega og sumar erlendar. Youtube er flott núna en var ónýtt síðustu tvö mánaðarmót.
Núna er aftur á móti ekki séns að nota fésið. Sýnist ég verða að kíkja á hringiðuna
Edit= Núna var Youtube að verða leiðinlegt líka
Re: kappað net
Sent: Þri 03. Apr 2012 01:32
af GrimurD
binnist skrifaði:það er amk þannig hjá Vodafone að það helst ofast sama iptalan, bæði á ljósi og ADSL.
Hef heyrt að hjá Símanum breytist IP tala við endurræsingu á router
Hjá Vodafone er það þannig að á ADSL breytist ip talan aldrei nema að stafsmaður breyti henni fyrir þig handvirkt(eða þú fáir nýjan router). Á ljósleiðara er public ip addressan bundin við mac addressuna á routernum sem er skráð inná telsey boxið. Ef þú afskráir routerinn af telsey og skráir þig aftur þá getur ip talan breyst.
Hinsvegar held ég að cappið fjarlægist ekki þótt þið breytið um ip tölu því cappið er tengt kennitölunni sem tengingin er skráð á og iptalan er alltaf skráð undir kennitölunni og uppfærist bara þar ef henni er breytt. Hef samt aldrei prufað þetta sjálfur þar sem ég hef ekki verið cappaður síðan ég byrjaði að vinna þarna. Það er annars ekkert mál að prufa þetta ef þið eruð með ljósleiðara, getið bara tengt pc tölvu beint í telsey, hún fær aðra public iptölu en routerinn er með og þá getið þið tékkað hvort hún sé líka cöppuð.
Re: kappað net
Sent: Þri 03. Apr 2012 10:37
af Howitzer
Climbatiz skrifaði:worghal, veit nú ekki hjá hverjum thú ert med ljós med en thad virkadi lengi hjá mér ad breyta IP tolunni hjá mér til ad komast undan thessu cappi, t.d. ef thú ert med fleiri en eitt net tengi í tolvunni ad skipta yfir í thad slot
annars haetti thetta trix ad virka hjá mér thegar ég med TAL/Hive einhverntímann í lok fyrra sumars
btw, thó thad er oft erfitt ad finna virkann open http proxy á íslandi, thá virkar thessi einsog er >>> 217.28.177.57:80
Ástæðan fyrir að þetta gat gerst er afþví að ljósleiðarakerfið hjá Tal var nokkuð rækilegt sorp og fólk gat MAC spoofað kerfið með því að láta það halda að þegar það kemur annar notandabúnaður/MAC adressa inn þá væri það nýr router/notandi og kerfið úthlutaði nyja IP tölu á tölvuna. Breytir MAC adressu á netkortinu = ný ip tala = meira download.
Þeir breyttu þessu í fyrrasumar og ég veit um mann sem fékk dágóðann reikning frá þeim fyrir að hafa misnotað kerfið fyrir ~1 terabyte notkun á mánuði yfir eitthvað tímabil... man ekki hvort það var 3-5 mánuðir í röð eða eitthvað slíkt.