Síða 1 af 3
Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:43
af ÓmarSmith
Þarf að skipta út mús núna eftir 7 ára notkun á G5;)
Klárlega besta mús sem ég hef notað.
Hvað er mjög sambærilegt í dag og hentar frábærlega í leiki og almennt ráp ?
ps, hef aðeins prufað þessar Razr mýs og fíla ekki þessar litlu stærðir ( stelpudót )
G5 er viðmiðunin drengir
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:45
af chaplin
Logitech MX518 er auðvita besta músin, en ég er sáttur með G9X.
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:46
af einarhr
ÓmarSmith skrifaði:Þarf að skipta út mús núna eftir 7 ára notkun á G5;)
Klárlega besta mús sem ég hef notað.
Hvað er mjög sambærilegt í dag og hentar frábærlega í leiki og almennt ráp ?
ps, hef aðeins prufað þessar Razr mýs og fíla ekki þessar litlu stærðir ( stelpudót )
G5 er viðmiðunin drengir
Hef átt G9 og var mjög ánægður með hana. Eyðilagði hana og prófaði CM Sentinel Advance og sé ekki eftir því, hún er Dual laser..
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:52
af Klaufi
G500, fór í þannig úr G5 og færi ekki í annað.
Eina músin sem mér finnst virkilega þægileg í hendi.
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:55
af Tiger
Sammála Chaplin að MX518 músin er bara einfaldlega best..
En mikið rosalega er þessi cool
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:57
af Gilmore
Ég er með Razer Naga Epic. Ekki bara glæsileg mús, heldur sú þægilegasta sem ég hef átt og ég hef átt þær margar. Er mátulega stór og svo eru 3 stærðir af hliðum sem fylgja með þannig að hún ætti að smella í flesta lófa.
En hún kostar sitt. :/
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 14:57
af pattzi
http://buy.is/product.php?id_product=546" onclick="window.open(this.href);return false;
G500
Hún er reyndar svona myndin á buy.is er mx518 er með eina svoleiðis .
Gilmore skrifaði:Ég er með Razer Naga Epic. Ekki bara glæsileg mús, heldur sú þægilegasta sem ég hef átt og ég hef átt þær margar. Er mátulega stór og svo eru 3 stærðir af hliðum sem fylgja með þannig að hún ætti að smella í flesta lófa.
En hún kostar sitt. :/
Veit um einn sem keypti svoleiðis í usa á skít og kanil þegar hann var úti í fyrra
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 15:15
af ManiO
Eins og bent hefur verið á, þá er G500 arftaki G5.
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:39
af Plushy
Er með Razer Imperator núna, er mjög fín ^^
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:44
af worghal
éger með corsair m90, frábær mús
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:48
af AciD_RaiN
Plushy skrifaði:Er með Razer Imperator núna, er mjög fín ^^
Ég komst að því að razer notar mjög lélegt plast í mýsnar sínar en sjálfur er ég að spá í G700 eða Logitech MX. Annars held ég að maður endi með M705 vegna fjárskorts... Myndi heldur ekki mæla með gigabyte mús því reynslan hefur sýnt að þær bila mikið...
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:49
af Tbot
Er með G5 mús, finnst betra að hafa þær stærri. Þreytandi að hafa litlar ef þú ert með eðlileg stærð af hendi. Ef þú fær verk í handarbakið eru stórar líkur á því að músin sé of lítil.
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:49
af Olli
mx518
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:50
af steinthor95
G400, mjög svipuð og G500
http://tl.is/vara/24216" onclick="window.open(this.href);return false;
er með svona og er mjög sáttur
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 16:51
af AciD_RaiN
Olli skrifaði:mx518
Eru þær eitthvað í líkingu við MX500 ? Ég er búinn að eiga þannig í mörg ár og hún hefur lent í ýmsu en virkar ALLTAF...
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 17:10
af DabbiGj
Ef þú villt fara all out í mús að þá er þetta besta mús sem þú færð tæknilega séð
http://tolvutek.is/vara/gigabyte-m8600- ... a-lasermus" onclick="window.open(this.href);return false;
Hún venst líka furðuvel og mér líka sæmilega vil hana og betur en G5 uppá hendina, er með frekar stórar hendur og meika ekki litlar mýs, batterýið er endalaust með auka rafhlöðunni og sambandsleysi eða hökkt er ekki til í henni.
Svo er ég líka hrifinn af
http://www.logitech.com/en-us/mice-poin ... vices/5743" onclick="window.open(this.href);return false; og nota hana við fartölvuna og virkar ótrúlega vel í allt venjulegt ráp og vinnslu og stendur sig helvíti vel í leikjunum, er að fíla scrollið í botn
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 18:24
af kubbur
http://cyborggaming.com/prod/mmo.htm" onclick="window.open(this.href);return false; nerdgasm
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 18:53
af TestType
Keyptu frekar G400 en MX518, G400 er nýja MX518. Hún er með nákvæmlega sömu lögun og takka en hærri upplausn á sensornum, betra og hljóðlátara skrunhjól og mun þægilegra yfirborð. Svo er hún ekki með þessar ljótu svörtu klessur sem MX518 er með.
Ég er með 518 sjálfur en keypti G400 handa kærustunni og er hálfpartinn að vonast til að músin mín fari að gefa sig bráðum svo ég geti keypti mér nýja
G500 og G9 finnst mér ekki góðar aðallega vegna staðsetningu og lögunar forward og backward takkana.
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 19:49
af Tesy
Ef þú ert tilbúinn í að eyða miklu, er G700 þá ekki málið? bæði wireless og wired.
Annars.. G400? G500?
MMORPG leikir? Razer Naga
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 20:11
af darkppl
fékk mér G500 fynnst hún gg þæginleg sé ekki eftir því
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 20:57
af ScareCrow
G400
/thread
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 22:41
af urban
AciD_RaiN skrifaði:Olli skrifaði:mx518
Eru þær eitthvað í líkingu við MX500 ? Ég er búinn að eiga þannig í mörg ár og hún hefur lent í ýmsu en virkar ALLTAF...
mín er ca 4 - 5 ára hugsa ég (ef ekki eldri)
ansi margir flutningar, drulla á borði (yfirleitt ekki með mottu) jafnvel helt yfir hana, misst hana og hvað eina.
það var einhver skonar húð á svarta partinum á henni, mín er það mikið notuð að hún er farin af.
þetta kvikindi er alveg gersamlega ódrepandi
en svona til vonar og vara þá verslaði ég mér aðra til þess að eiga eina til vara þegar þessi gefur upp öndina (sem að virðist ekkert vera að fara að gerast)
þannig að ég segi MX518
einfaldlega besta mús sem að til er held ég.
mæli ALLS EKKI með RAZER mýsnum, því miður alveg skelfilega lélegt build quality í þeim.
litli bróðir minn er búinn að skemma eina svoleiðis eftir nokkra mánaða notkun
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 23:04
af AciD_RaiN
urban skrifaði:AciD_RaiN skrifaði:Olli skrifaði:mx518
Eru þær eitthvað í líkingu við MX500 ? Ég er búinn að eiga þannig í mörg ár og hún hefur lent í ýmsu en virkar ALLTAF...
mín er ca 4 - 5 ára hugsa ég (ef ekki eldri)
ansi margir flutningar, drulla á borði (yfirleitt ekki með mottu) jafnvel helt yfir hana, misst hana og hvað eina.
það var einhver skonar húð á svarta partinum á henni, mín er það mikið notuð að hún er farin af.
þetta kvikindi er alveg gersamlega ódrepandi
en svona til vonar og vara þá verslaði ég mér aðra til þess að eiga eina til vara þegar þessi gefur upp öndina (sem að virðist ekkert vera að fara að gerast)
þannig að ég segi MX518
einfaldlega besta mús sem að til er held ég.
mæli ALLS EKKI með RAZER mýsnum, því miður alveg skelfilega lélegt build quality í þeim.
litli bróðir minn er búinn að skemma eina svoleiðis eftir nokkra mánaða notkun
Held að þú sért að tala um MX518 og ef hún er í líkingu við mína MX500 þá er ég sko alveg að kaupa þetta... Ég dúndraði minni einu sinni í vegginn (analegt ástand, ekki reiði) og hún skoppaði bara til baka... Hún er búin að fara svoooo oft í gólfið en svo aftur á móti mín gamla gigabyte M7700 fór einu sinni í gólfið og þá fór hún að haga sér eins og hún væri blind full þegar ég var að reyna að hreyfa músabendilinn.
Keypti mér RAZER Mamba dýrum dómi og kötturinn hrinti henni í gólfið og plastið sem ýtir á takkann í henni þegar maður smellir brotnaði bara af og festist inni í músinni. Þegar ég tók hlífina af þá sá ég hvað þetta plast er mikið RUSL og fyrir þennan pening... no way jose... Ég myndi halda mig við logitech og ekki láta mér detta í hug neitt annað... Væri samt gaman að fá einhverjar reynslusögur af öðrum músum...
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 23:09
af Moquai
Ég er búinn að vera með deathadder í um.þ.b 3 ár, mér finnst hún alveg frábær :]!
Re: Hjálp drengir með val á Mús !
Sent: Fim 01. Mar 2012 23:15
af AciD_RaiN
Moquai skrifaði:Ég er búinn að vera með deathadder í um.þ.b 3 ár, mér finnst hún alveg frábær :]!
En hefur hún einhverntíman orðið fyrir einhverju hnjaski? Svona slysabörn eins og ég þurfum eitthvað sterkbyggt sem getur dottið í gólfið og svona... Ég bara veit ekki hvort maður á að þora að eyða 20 þús í G700 ef hún skyldi svo detta í gólfið eins og hinar og bara brotna... Verð að vera með þráðlausa þar sem kassinn er í töluverðri fjarlægð frá staðnum sem ég sit... Þetta er kannski smá off topic en gott að fá staðreyndir um hluti áður en maður kaupir þá