Síða 1 af 1

Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:27
af Glazier
Er með 35" dekk á álfelgum sem þarf að balansera..
Einhverjir sem geta bent mér á hvar er ódýrast að láta gera þetta?
(Og ef einhver veit hvað það kostar sirka þætti mér gott að vita það).

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:40
af Bjosep
Ég veit ekkert hvar er ódýrast að jafnvægisstilla þetta ... líklegast á sömu stöðum og er ódýrast að umfelga.

Ég lét jafnvægisstilla 4 33¨ dekk fyrir 3 árum síðan og þá kostaði það mig 10 þúsund. Það var hjá Alorku uppi á Höfða.

Ég veit ekki hvort það er einhver verðmunur á 33" og 35" en þú ert líklegast að horfa á einhverja þúsundkalla umfram 10 þúsundkallinn.

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:43
af Glazier
Bjosep skrifaði:Ég veit ekkert hvar er ódýrast að jafnvægisstilla þetta ... líklegast á sömu stöðum og er ódýrast að umfelga.

Ég lét jafnvægisstilla 4 33¨ dekk fyrir 3 árum síðan og þá kostaði það mig 10 þúsund. Það var hjá Alorku uppi á Höfða.

Ég veit ekki hvort það er einhver verðmunur á 33" og 35" en þú ert líklegast að horfa á einhverja þúsundkalla umfram 10 þúsundkallinn.
Shit.. töluvert dýrara en ég hélt! ](*,)

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:49
af AciD_RaiN
Það er fyrirtæki í kópavogi sem ég man ekki hvað heitir sem er alveg hræódýrt... Þetta er semsagt hinu megin við brúnna hjá hamraborginni semsagt ef þú keyrir undir brúnna eftir að þú kemur framhjá toyota og heldur áfram þá götu alveg út í enda en beygir til hægri í næst síðustu beygjunni minnir mig þá kemurðu að þessu fyrirtæki á hægri hönd. Vildi að ég gætio sagt þér eitthvað nánar en ég bara er ekki búinn að vera með bílpróf í soldinn tíma

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:53
af Glazier
AciD_RaiN skrifaði:Það er fyrirtæki í kópavogi sem ég man ekki hvað heitir sem er alveg hræódýrt... Þetta er semsagt hinu megin við brúnna hjá hamraborginni semsagt ef þú keyrir undir brúnna eftir að þú kemur framhjá toyota og heldur áfram þá götu alveg út í enda en beygir til hægri í næst síðustu beygjunni minnir mig þá kemurðu að þessu fyrirtæki á hægri hönd. Vildi að ég gætio sagt þér eitthvað nánar en ég bara er ekki búinn að vera með bílpróf í soldinn tíma
Tala um Kvikkfix?
http://kvikkfix.is/stadsetning" onclick="window.open(this.href);return false;

Edit: Var að senda þeim póst og spyrja hvað þeir tækju fyrir að gera þetta :)

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 17:58
af AciD_RaiN
Nei þetta er lengra... Man bara engan vegin hvað þetta heitir ](*,)

Edit: Jú það gæti verið...

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Mið 29. Feb 2012 19:32
af Örn ingi
Bíla áttan reddaði mér með 2 dekk á 3500 fyrir áramót myndi þá sennilega gera 7000 :megasmile með 4stk.
Voru 33" btw!

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Fim 01. Mar 2012 20:57
af Glazier
Fékk svar frá Kvikkfix.. þeir ráða ekki við að blansera 35" dekk og stærri ](*,)

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Sun 04. Mar 2012 19:31
af Glazier
Enginn?

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Sun 04. Mar 2012 19:35
af gardar
Búinn að prófa dekkverk?

Veit ekki hvort þeir taka jeppadekk en þeir bjóða allavega upp á ódýrustu umfelgun og dekk á landinu

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Sun 04. Mar 2012 19:42
af Glazier
gardar skrifaði:Búinn að prófa dekkverk?

Veit ekki hvort þeir taka jeppadekk en þeir bjóða allavega upp á ódýrustu umfelgun og dekk á landinu
Takk fyrir ábendinguna.. sendi þeim póst og tékka á verðinu :)

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Þri 06. Mar 2012 00:14
af Glazier
Glazier skrifaði:
gardar skrifaði:Búinn að prófa dekkverk?

Veit ekki hvort þeir taka jeppadekk en þeir bjóða allavega upp á ódýrustu umfelgun og dekk á landinu
Takk fyrir ábendinguna.. sendi þeim póst og tékka á verðinu :)
Fór með bílinn til Dekkverk í dag, borgaði 4.000 kr. fyrir balanseringu á 4x 35" dekkjum á álfelgum.
Þokkalega sáttur við það bara :happy

Re: Hvar er ódýrast að láta balansera jeppadekk?

Sent: Þri 06. Mar 2012 07:14
af gardar
Glazier skrifaði:
Glazier skrifaði:
gardar skrifaði:Búinn að prófa dekkverk?

Veit ekki hvort þeir taka jeppadekk en þeir bjóða allavega upp á ódýrustu umfelgun og dekk á landinu
Takk fyrir ábendinguna.. sendi þeim póst og tékka á verðinu :)
Fór með bílinn til Dekkverk í dag, borgaði 4.000 kr. fyrir balanseringu á 4x 35" dekkjum á álfelgum.
Þokkalega sáttur við það bara :happy

Flott að heyra :)

Þeir eru mjög fínir þarna í dekkverk, fer alltaf til þeirra til að láta umfelga fyrir mig spóldekk og fæ þá til að sleppa balanseringunni :)
Svo er líka helvíti fínt að það sé opið til kl 19 hjá þeim ALLA daga :happy