Síða 1 af 1
Öll þessi vinnsluminna hugtök
Sent: Fim 01. Júl 2004 15:47
af traustis
Er einhver sem getur útskýrt fyrir mér nýgræðlingnum

Hvað öll þessi hér þýða

= Cas latency, aggressive timings, vdimm og ddr ?
ég veit að það er hægt að hafa cas latency í 2.0 2.5 og 3.0 en hver er munurinn á þessu ? og er betra að hafa aggressive timings í 8-4-4 eða 7-4-4 eða hvað ? :S
Sent: Fim 01. Júl 2004 15:51
af ErectuZ
Það eina sem ég veit hvað þýðir af þessu er ddr. Sem er Double Data Rate.
Sent: Fim 01. Júl 2004 16:45
af MezzUp
Hann vill örugglega líka vita hvað það þýðir, ekki bara hvað það stendur fyrir
Veit ekki nógu mikið um þetta nema DDR, eða Double Data Rate einsog Rainmaker sagði.
DDR-SDRAM (einnig kallað SDRAM II eða DDRAM) sendir 2 merki á hverjum rafmagnspúls(held ég) sem að í raun tvöfaldar hraðann, þannig að að 133Mhz verða DDR266, 166Mhz verða DDR333 o.s.frv.. Þar sérðu að DDR400 vinnsluminni er ekki 400 heldur 200Mhz.
Einnig er svipuð tækni notuð við Quad-pumped FSB á sumum móðurborðum(pentum?) þar sem að 4 merki eru send á hverju "rafpúls" (?)þannig að 133Mhz verða FSB533 og 200Mhz verður FSB800.
Annars kemstu örugglega fyrr að þessu ef þú notar
google 
Sent: Fim 01. Júl 2004 20:49
af gnarr
já, DDR virkar þannig að það sendir merki bæði á upp sveiflu og niðursveiflu rafmagnsins, semsagt 2x hraðar en rafmagnið. svo að ef þú er með DDR minni sem sendir 200milljón rafpúlsa á sekúndu (200MHz), þá er það að senda gögn 400milljón sinnum á sekúndu.