Síða 1 af 1

Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Sun 26. Feb 2012 22:38
af hagur
Jæja, eftir að hafa notað aðeins plugin-ið sem Dagur smíðaði um daginn til að horfa á efni af Sarpinum á Rúv í gegnum XBMC ákvað ég að hræra í eitt plugin líka, fyrir VefTV á Vísi.

Hérna er það semsagt komið ... ég er ekki enn kominn með commit aðgang á Google Code repository-ið sem hýsir XBMC plugin, þangað til verðið þið bara að sækja þetta hingað og setja upp manually.

Leiðbeiningar:
  • Finnið folderinn þar sem XBMC geymir plugin-in sín. Staðsetningin er breytileg á milli stýrikerfa:
    Windows XP: Documents and Settings\%userprofile%\Application Data\XBMC\addons
    Vista/Windows 7: Users\%userprofile%\AppData\Roaming\XBMC\addons
    Mac OS X: /Users/<your_user_name>/Library/Application Support/XBMC/addons
    iOS: /private/var/mobile/Library/Preferences/XBMC/addons
    Linux: $HOME/.xbmc/addons
  • Afzippið innihaldi zip skrárinnar þangað inn og þá ætti að verða til mappan plugin.video.visir
    Heildar möppustrúktúrinn verður þá þessi: %breytilegt%\XBMC\addons\plugin.video.visir
  • Ræsið XBMC, farið í Videos og Video add-ons og þá ættuð þið að sjá Vísir - VefTV þar í listanum
Eins og er, þá listar þetta alla flokka og undirflokka sem eru í boði hér: http://www.visir.is/section/MEDIA" onclick="window.open(this.href);return false;
Plugin-ið velur ávalt strauminn sem er í hæstu gæðum, þ.e mp4 útgáfuna og eru þeir oft mjög góðir.

Takmarkanir í þessari fyrstu útgáfu:
  • Ekki er hægt að horfa á beinar útsendingar, þ.e þegar sýnt er beint frá Stöð 2 (t.d þegar fréttatíminn er í gangi)
  • Plugin-ið styður ekki paging, þ.e það birtir alltaf bara fyrstu 18 myndböndin í hverjum flokki, en á Vísi eru oft fleiri hundruð myndbönd í hverjum flokki.
Ég stefni á að gera útgáfu 2 við tækifæri og þá verð ég vonandi búinn að græja þessi tvö atriði.

ATH: Ég er sjálfur að keyra XBMC Eden Beta 3 en ég geri nú ráð fyrir því að þetta virki í eldri útgáfum, a.m.k í Dharma.

Endilega prófið og komið með athugasemdir ...

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Sun 26. Feb 2012 22:44
af svensven
Virkar þetta á AppleTV ? ef svo er þá mun ég setja þetta upp og prófa ;)

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Sun 26. Feb 2012 23:17
af hagur
Já, ætti að virka ... en ég þekki ekki alveg hvernig maður getur sett plugin upp svona manually á AppleTV. Gæti verið að þú þurfir að bíða þar til ég er búinn að koma þessu inná Google repository-ið. Þá ættirðu að geta installað þessu bara beint innan úr XBMC plugin viðmótinu (svo framarlega sem þú ert búinn að bæta Google repository-inu við hjá þér).

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mán 27. Feb 2012 08:54
af wicket
FTPar bara Zip skránni í einhverja möppu sem þú veist hvar er að finna, farðu svo í system - settings - Add-ons - install addon from ZIP og velur ZIP skránna og þetta er komið.

Svínvirkar á ATV2.

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mán 27. Feb 2012 09:59
af Dagur
Snilld :)

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Sun 04. Mar 2012 14:08
af freeky
Snillingur.

Næsta project hjá þér gæti verið stöð2 frelsi :)

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mán 05. Mar 2012 23:29
af Hrotti
þetta svínvirkar :)

Það er samt mikið einfaldara að installa þessu innan úr xbmc (á pc amk) system/settings/addons/ install from zip ;)

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Þri 06. Mar 2012 08:17
af hagur
Já þú segir nokkuð, ég hélt að install from zip væri bara til að skrá inn ný repositories, en svo er víst ekki :-)

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Sun 25. Mar 2012 23:04
af hagur
Var að henda upp síðu á vefnum mínum fyrir plug-inið:

http://www.haukurhaf.net/projects/xbmc- ... sir-veftv/" onclick="window.open(this.href);return false;

Hérna má nálgast nýjar útgáfur í framtíðinni. Í útgáfunni sem er þarna á síðunni er komið nýtt og betra icon fyrir plugin-ið.

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Þri 27. Mar 2012 23:14
af hagur
Jæja þá hefur þetta verið samþykkt inn í Official XBMC plugin repository-ið *. Það þýðir að nú er hægt að fara bara í System -> Addons manager og get addons. Finnið þetta svo undir video addons :happy

Edit:
* A.m.k fyrir XBMC 11.0 (Eden). Ekki viss með eldri útgáfur.

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mið 04. Apr 2012 19:27
af hagur
Var að gefa út v.1.1.0.

Hægt að installa/uppfæra beint innan úr XBMC eða sækja á vefinn: http://www.haukurhaf.net/projects/xbmc- ... sir-veftv/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mið 04. Apr 2012 20:31
af Bidman
vel gert

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Mán 16. Apr 2012 23:38
af hagur
Var að gefa út v.1.2.0.

Bætti við stuðningi við flash-based videostrauma, en þeir virkuðu ekki áður. T.d allt undir "Íþróttir -> Enski boltinn".

Hægt að installa/uppfæra beint innan úr XBMC eða sækja á vefinn: http://www.haukurhaf.net/projects/xbmc- ... sir-veftv/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Fim 03. Maí 2012 22:40
af magnusgu87
Algjör snilld, búinn að ná í þetta og þægilegt að geta horft á mörk vikunnar úr enska beint í XBMC :megasmile

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Fim 03. Maí 2012 23:16
af hagur
magnusgu87 skrifaði:Algjör snilld, búinn að ná í þetta og þægilegt að geta horft á mörk vikunnar úr enska beint í XBMC :megasmile
:happy

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Fim 18. Okt 2012 13:36
af hagur
Eins og einhverjir tóku eftir þá hætti þetta að virka þegar Vísir setti nýja vefinn sinn í loftið um daginn.

Nú er komið fix fyrir það. Búið að senda pull request á XBMC liðið, þannig að þetta ætti að detta inn í official plugin-repo-ið á allra næstu dögum og þá uppfærist plugin-ið sjálfkrafa í gegnum XBMC.

Fyrir óþolinmóða má sækja version 1.3.0.0 strax hingað og setja manually upp:

http://haukurhaf.net/projects/xbmc-plugins/visir-veftv/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vísir VefTV - Plugin fyrir XBMC

Sent: Fim 18. Okt 2012 14:47
af fannar82
hagur skrifaði:Eins og einhverjir tóku eftir þá hætti þetta að virka þegar Vísir setti nýja vefinn sinn í loftið um daginn.

Nú er komið fix fyrir það. Búið að senda pull request á XBMC liðið, þannig að þetta ætti að detta inn í official plugin-repo-ið á allra næstu dögum og þá uppfærist plugin-ið sjálfkrafa í gegnum XBMC.

Fyrir óþolinmóða má sækja version 1.3.0.0 strax hingað og setja manually upp:

http://haukurhaf.net/projects/xbmc-plugins/visir-veftv/" onclick="window.open(this.href);return false;
:happy