Síða 1 af 1

Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Þri 21. Feb 2012 16:34
af yamms
Nú vantar mig ráðleggingar frá ykkur. Gamla sjónvarpið gaf upp öndina og þarf því að kaupa annað í stofuna.

Er eitthvað vit í því að kaupa 3d sjónvörp í dag? -af hverju/af hverju ekki?

Vill ekki minna en 42", helst stærra.

Verð, allt að 4-500 þús.

Var búinn að sjá þetta en hef ekki farið og skoðað, er eitthvað vit í þessu hér http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=55PFL6606T" onclick="window.open(this.href);return false;

Endilega komið með allt það sem þið nennið að segja frá :)

kv.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Þri 21. Feb 2012 17:02
af Moquai
http://www.samsungsetrid.is/vorur/368/" onclick="window.open(this.href);return false;

Mig langar allavega ótrúlega mikið í þetta ._.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Þri 21. Feb 2012 17:15
af svanur08
Allavegna ég mæli með þessu tæki, er sjálfur með alveg eins bara 42 tommu. 3D THX Certified Topp tæki!

http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP50GT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Þri 21. Feb 2012 17:40
af valdij
Samsung sjónvarpið ef þú villt LCD/LED sjónvarp

Panasonic GT30 50" sjónvarpið ef þú villt Plasma

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Þri 21. Feb 2012 17:54
af stebbi23
Samsung 46" D8005
færð líka drullu flotta 5" Samsung Wi-Fi Android spjaldtölvu með þessu tæki sem þú getur notað sem fjarstýringu eða til að horfa á efni af sjónvarpinu
Mynd
30 þúsund krónum ódýrara hér...http://www.bt.is/vorur/vara/id/15736" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Mið 22. Feb 2012 17:00
af svanur08
Yamms komist að niðurstöðu með hvaða tæki? :P

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Mið 22. Feb 2012 22:57
af yamms
Sælir og takk allir fyrir svörin!

Nei ég er engu nær ennþá, er alltaf að sjá fleiri og fleiri tæki. Næ aldrei að festa mig á neinu


Get ekki ákveðið mig hvort ég vilji 3d eða ekki.

Úrvalið er bara alltof mikið :-k

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Mið 22. Feb 2012 23:36
af marri87
Ef þú ert að leita að tæki sem þú munt nota til að horfa mikið á Blu ray myndir þá eru hlutföllin 21:9 (í staðinn fyrir 16:9) málið og þá held ég að vert sé að skoða þetta http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=50PFL7956T" onclick="window.open(this.href);return false;
Upplausnin á að vera 2560 x 1080 og miðað við þann verðflokk sem þú ert að pæla í þá myndi ég skoða þetta tæki vel.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Fim 23. Feb 2012 13:13
af Hauksi
yamms skrifaði:Sælir og takk allir fyrir svörin!

Nei ég er engu nær ennþá, er alltaf að sjá fleiri og fleiri tæki. Næ aldrei að festa mig á neinu


Get ekki ákveðið mig hvort ég vilji 3d eða ekki.

Úrvalið er bara alltof mikið :-k
Sjónvarp á allt að 500.000 :)

Á því verði þá myndi ég kaupa tæki árgerð 2012..(nokkrir mánuðir til að
spá og spekulera,bara gaman:) eða model 2011 á útsölu og þá mikið lækkuðu verði..

Á þessu verðbili þá er 3D tæknin orðin einn af fídusum tækisins..hvort sem manni
líkar betur eða verr.

Stærð á tæki eða hvort þú velur LCD eða plasma fer eftir:
Hversu langt er setið frá tækinu.
Í hvað tækið er notað (hvað er tengt við það)
Hvar tækið er staðsett.

PS
Ekki gleyma hljóðinu..í mörgum bíómyndum þá er soundið stærri
parturinn af myndinni..

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Fös 24. Feb 2012 17:54
af yamms
2012 sjónvörpin koma ekki fyrr en í maí - júní, nenni ekki að bíða svo lengi :)

annars er ég að fara að skoða þetta tæki hér

http://www.samsungsetrid.is/vorur/411/" onclick="window.open(this.href);return false;

er eitthvað annað betra til á þennan pening?

Re: Kaup á nýju sjónvarpi >42"

Sent: Fös 24. Feb 2012 17:57
af svanur08
yamms skrifaði:2012 sjónvörpin koma ekki fyrr en í maí - júní, nenni ekki að bíða svo lengi :)

annars er ég að fara að skoða þetta tæki hér

http://www.samsungsetrid.is/vorur/411/" onclick="window.open(this.href);return false;

er eitthvað annað betra til á þennan pening?
Ef þú vilt LED frekær en plasma og vilt toppgæði þá færðu ekki betra tæki en þetta.

http://www.sm.is/index.php?sida=vara&vara=46PFL9706T" onclick="window.open(this.href);return false;

Review hér: http://www.trustedreviews.com/philips-4 ... _TV_review" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 17:44
af yamms
Jæja þá stendur valið nokkurn veginn milli þessara tveggja tækja hér!

Panasonic er plasmi, samsung led

Hvort mynduð þið taka og af hverju?

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55VT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.samsungsetrid.is/vorur/411/" onclick="window.open(this.href);return false;

kv.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 18:34
af svanur08
yamms skrifaði:Jæja þá stendur valið nokkurn veginn milli þessara tveggja tækja hér!

Panasonic er plasmi, samsung led

Hvort mynduð þið taka og af hverju?

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55VT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.samsungsetrid.is/vorur/411/" onclick="window.open(this.href);return false;

kv.
Ég tæki Panasonic Plasma út af black level, betri litir,no light leakage, viewing angle og crosstalk free 3D.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 18:41
af valdij
Ég tæki Samsunginn.

Ég er hrifnari af LED tækninni. Stór plús finnst mér líka vera að þetta Samsung tæki er virkilega flott hönnun

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 19:55
af audiophile
Samsung 8005 tækið. Flottasta sjónvarp sem ég hef séð.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 20:48
af svanur08
Panasonic tækið þú sérð ekki eftir því ;)

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 21:11
af gutti
Panasonic Plasma :happy

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 21:12
af SolidFeather
valdij skrifaði:Ég tæki Samsunginn.

Ég er hrifnari af LED tækninni. Stór plús finnst mér líka vera að þetta Samsung tæki er virkilega flott hönnun
Varla mikil tækni þar á bakvið.

Annars tæki ég líklegast Panasonic því plasma er nottla málið. En ég trúi nú varla að þú verðir fyrir miklum vonbrigðum með hvort tækið sem þú tekur.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:45
af AntiTrust
Samsung tækið. Þetta er svo viðbjóðslega fallegt tæki að maður situr og horfir á það þótt það sé slökkt á því.

Ég er meiri plasma maður en á milli þessara tveggja tæki ég Samsungið.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:51
af ZoRzEr
Persónulega tæki ég Panasonic tæki s.s. http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP50GT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;

VT línan frá Panasonic eru mjög góð á augun (http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55VT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;) en Samsung tækið er samt flottara en GT línan imo.

Gangi þér vel að velja.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Lau 25. Feb 2012 22:51
af AciD_RaiN
Hef aldrei verið mikið fyrir plasma enda hef ég ekkert fylgst með þeirri þr´æoun í nokkur ár en ég tæki panasonic án efa :happy

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Sun 26. Feb 2012 01:09
af Stingray80
svanur08 skrifaði:
yamms skrifaði:Jæja þá stendur valið nokkurn veginn milli þessara tveggja tækja hér!

Panasonic er plasmi, samsung led

Hvort mynduð þið taka og af hverju?

http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP55VT30Y" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.samsungsetrid.is/vorur/411/" onclick="window.open(this.href);return false;

kv.
Ég tæki Panasonic Plasma út af black level, betri litir,no light leakage, viewing angle og crosstalk free 3D.
Betri Dekkri litir ekki annað.

Re: Kaup á nýju sjónvarpi - Panasonic eða Samsung?

Sent: Mið 29. Feb 2012 19:45
af svanur08
yamms, komist að niðurstöðu með hvort tækið þú ætlaðir að fá þér ? :P