Síða 1 af 1
Hatalarar fyrir PC
Sent: Mið 30. Jún 2004 02:02
af AMoRi
Veit einhver um einhverja netta hatlara, með goðu bassaboxi i pc?.. Ma vera a 7 til 12 þusund skalanum.
Það er svo mikið i boði, að eg er alveg ringlaður.
Sent: Mið 30. Jún 2004 03:27
af Mysingur
Sent: Mið 30. Jún 2004 08:58
af °°gummi°°
ok, þetta er kannski ágætis kerfi miðað við verðið en ég þoli ekki heimskulegar vörulýsingar sem virðast vera ætlaðar til að fá fólk til að halda að það sé að fá miklu meira en það er í raun að fá
Nýtt og glæsilegt útlit
(varla)
5.1 hátalara sem tryggja góðan bassabotn og magnaðan heimabíóhljóm
(þú færð 5.1 hljóm en ég myndi varla kalla þetta heimabíó, hvað þá að hægt sé að kreysta "magnaðan heimabíóhljóm" úr þessu, og btw til hvers ættu hátalarar að tryggja góðan bassaBOTN?)
Ný hönnun gerir það að verkum að hátalararnir geta verið nálægt skjánum
(ný hönnun? shielded hátalarar hafa verið normið frekar lengi!)
Notar 5.1. Sound Blaster hljóðkort
(hvað meina þeir með þessu, ég geri ráð fyrir að þetta noti flest 5.1 hljóðkort)
Fjarstýring til að hækka og lækka í græjunum
(fjarstýring með SNÚRU)
en maður fær svosem ekkert massíft fyrir 12 þús, eins og ég sagði þá er þetta ábyggilega ágætis kerfi þó ég hafi ekki heyrt í því. Ég hef hinsvegar heyrt í
þessu kerfi og það kemur á óvart miðað við verð(
boðeind á rúm 11þ).
þú getur líka tékkað á þessum þræði um hátalara hér á spjallinu
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=4187