Síða 1 af 2
*Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:07
af astro
Hvernig væri það ef GuðjónR og félagar í stjórninni færu að vinna í að gera félagskort fyrir árlega borgandi meðlimi?
Félagskort með afsláttum og fríðindum í tölvu og græjubúðum í landinu ? Ég væri meira en til í að borga 1.000-2.000Kr.- á ári í skiptum fyrir afsláttakort.
Þetta væri líka bara gaman uppá samfélagið, því peningarnir sem safnast árlega væri hægt að nota í t.d. að hafa t.d. mod keppni með flottum vinningum.
Hvað fynst ykkur ?
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:09
af Benzmann
væri gaman. væri líka flott ef verslanir myndu veita 10-15% afslátt út á þessi kort

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:11
af AciD_RaiN
Er þetta ekki frekar langsótt eða er það bara ég??
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:14
af Benzmann
væri samt nettara ef maður fengi t.d 5% afslátt í tölvubúðum, ef maður væri með undir 1000post's á vaktinni, og 10% ef maður væri með yfir 1000post, og 15% ef maður væri með yfir 2000posts, hafa eitthvað þannig thing á þessu
en samt dáltið langsótt eins og fyrri ræðumaður segir
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:16
af Glazier
benzmann skrifaði:væri samt nettara ef maður fengi t.d 5% afslátt í tölvubúðum, ef maður væri með undir 1000post's á vaktinni, og 10% ef maður væri með yfir 1000post, og 15% ef maður væri með yfir 2000posts, hafa eitthvað þannig thing á þessu
en samt dáltið langsótt eins og fyrri ræðumaður segir
Uuuu, nei.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:16
af Frost
benzmann skrifaði:væri samt nettara ef maður fengi t.d 5% afslátt í tölvubúðum, ef maður væri með undir 1000post's á vaktinni, og 10% ef maður væri með yfir 1000post, og 15% ef maður væri með yfir 2000posts, hafa eitthvað þannig thing á þessu
en samt dáltið langsótt eins og fyrri ræðumaður segir
Spurning hvort fólk færi þá að pósthórast

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:18
af suprah3ro
Ég mundi borga svona árgjald, ef það mundi veita manni meira en 10% afslátt

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:20
af lukkuláki
Félagskort eru ekkert svo vitlaus hugmynd en að tengja þá fjölda pósta er fráleit hugmynd.
En það mætti kannski miðast við 500 pósta þá færðu kortið en ekki bara strax við skráningu.
Gætum kannski kríað út einhvern afslátt á tölvuíhlutum og líka bara pizzum og fleira drasli

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:20
af BjarkiB
benzmann skrifaði:væri samt nettara ef maður fengi t.d 5% afslátt í tölvubúðum, ef maður væri með undir 1000post's á vaktinni, og 10% ef maður væri með yfir 1000post, og 15% ef maður væri með yfir 2000posts, hafa eitthvað þannig thing á þessu
en samt dáltið langsótt eins og fyrri ræðumaður segir
Þá fara pósthórurnar strax á stað

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:21
af AciD_RaiN
benzmann skrifaði:væri samt nettara ef maður fengi t.d 5% afslátt í tölvubúðum, ef maður væri með undir 1000post's á vaktinni, og 10% ef maður væri með yfir 1000post, og 15% ef maður væri með yfir 2000posts, hafa eitthvað þannig thing á þessu
en samt dáltið langsótt eins og fyrri ræðumaður segir
Ég myndi fara á hvern einasta póst bara til að segja bö og redda meiri afslætti... Yrði væntanlega bannaður mjög fljótt reyndar en haldið þið að það væri eitthvað hægt að díla við verslanir um eitthvað svona? Nú bara þekki ég þetta ekki. En allt í lagi að borga árgjald og ekkert að því... Hvert get ég lagt inn

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:30
af tdog
Sniðug hugmynd. Það væri t.d hægt að fá fyrirtækin sem auglýsa á síðunni í samstarf.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:38
af Kristján
skil ekki afhverju þetta er ekki löngu komið
eins og allir bílaklúbbarnir td þó þeir séu miklu stærri kannski en þá eru þeir með afslætti hægri vinnstri 10 15 20% sumstaðar og svo bensin afslátt.
sé ekkert að þvi að borka 2000 kall á ári og vera í svona klúbb og fá 10-15% af tölvuvörum
og ekki binda einhverja posta fjölda inni þetta, það er allavega ekki þannig í bílaklúbbunum þó svo ég sé ekki viss.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:39
af Klemmi
Ef ég á að vera leiðinlegi gaurinn að þá sé ég þetta ekki gerast, allavega hvað afsláttinn varðar nema þá kannski hjá Nýherja, Opnum Kerfum og þess háttar okurbúllum
Verðlagningin, hvort sem þið trúið því eða ekki, á tölvuvörum í dag býður bara ekki upp á þennan sveigjanleika, oft sem menn gera sér ekki grein fyrir því að ef tölvubúð með segjum 20% meðal álagningu (og já, þetta er mjög nálægt raunverulegri álagningu) gefur 5% afslátt, þá er hún að minnka hagnaðinn af sölu vörunnar um 30%.
Sem dæmi:
Tökum 1000kr.- vöru, seld á 1200kr.- út úr búð, 5% afsláttur kemur vörunni niður í 1140kr.-, hagnaður verlzunarinnar er því 140kr.- í stað 200kr.-
140/200 = 0.7 = 70% af upprunalega hagnaðnum.
Ég ætla ekkert að vera að væla hér of mikið um það hversu lág verðin séu, en maður lendir bara of oft í því að fólk sýnir því engan skilning þegar ekki er hægt að gefa afslátt

Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:47
af AciD_RaiN
Klemmi skrifaði:Ef ég á að vera leiðinlegi gaurinn að þá sé ég þetta ekki gerast, allavega hvað afsláttinn varðar nema þá kannski hjá Nýherja, Opnum Kerfum og þess háttar okurbúllum
Verðlagningin, hvort sem þið trúið því eða ekki, á tölvuvörum í dag býður bara ekki upp á þennan sveigjanleika, oft sem menn gera sér ekki grein fyrir því að ef tölvubúð með segjum 20% meðal álagningu (og já, þetta er mjög nálægt raunverulegri álagningu) gefur 5% afslátt, þá er hún að minnka hagnaðinn af sölu vörunnar um 30%.
Sem dæmi:
Tökum 1000kr.- vöru, seld á 1200kr.- út úr búð, 5% afsláttur kemur vörunni niður í 1140kr.-, hagnaður verlzunarinnar er því 140kr.- í stað 200kr.-
140/200 = 0.7 = 70% af upprunalega hagnaðnum.
Ég ætla ekkert að vera að væla hér of mikið um það hversu lág verðin séu, en maður lendir bara of oft í því að fólk sýnir því engan skilning þegar ekki er hægt að gefa afslátt

Þetta var einmitt það sem mig grunaði en auðvitað væri 5% afsláttur allveg nóg finnst mér... bara skemmtilegra að þessu og ef félagar hér væru að borga árgjald þá gætu verslanar fengið fría auglýsingu hér á móti. Er þetta nokkuð jafn langsótt?
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:52
af axyne
Ég væri alveg til í félagakort og jafnvel borga eitthvað smotterí fyrir, bara uppá sportið
"ágóðan" mætti siðan setja í einhvernskonar félagastarf hérna á vaktinni t.d mod keppni eins og astro stingur uppá.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 14:56
af Halldór
tjah ég er sammála öllu þessu en með það hvenar maður á að geta fengið þetta þá er hægt að láta vera einhvern lágmarks tími frá því að fólk skráði sig hingað inn t.d. eitt ár?
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:22
af DabbiGj
Finnst ótrúlegt að menn séu að gera sér von um 15% afslátt, það er ekki nein tölvubúð af þeim sem að t.d. auglýsa hérna fyrir ofan sem ða hafa álagningu sem að stendur undir þessum afslætti. Tölvubúðir hérna á klakanum keyra á 5-20% álagningu á vörum og 15% afsláttur kemur útá að þær sleppa á sléttu eða í tapi á flestum vörum, margar vörur einsog t.d. vinsælir örgjörvar eru meiraðsegja seldar á kostnaðarverði og stundum eru menn að greiða með vörum.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:38
af Marmarinn
Það væri hægt að útfæra afsláttinn með einhverskonar stimpil/klippikorti. 10 eða 5ta hver kaup með afslætti.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:50
af lukkuláki
Virkir notendur hérna skipta nú ekki neinum þúsundum þannig að það setur ekkert tölvukompaní á hausinn að gefa nokkrum aðilum 15% afslátt á íhlutum.
Ég persónulega myndi beina viðskiptum mínum þangað svo er oft sem maður kaupir meira af svona aðlilum og kaupir dýrari vörur.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 15:55
af appel
Vá hvað þið eruð klikk
Vaktin er nú þegar búin að ýta niður verði um allavega 20% með virkri verðvöktun. Svo viljiði veifa útprentuðum skírteinum í búðunum? Held að sumir fái á kjaftinn :slapp
En það væri hægt að búa til svona mynd sem hægt er að prenta út.
----
vaktin
meðlimur 007
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 16:23
af mind
appel skrifaði:
Vaktin er nú þegar búin að ýta niður verði um allavega 20% með virkri verðvöktun.
Hvernig færðu þá tölu út ?
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 16:25
af vesley
mind skrifaði:appel skrifaði:
Vaktin er nú þegar búin að ýta niður verði um allavega 20% með virkri verðvöktun.
Hvernig færðu þá tölu út ?
Hvar helduru að verðin væru núna ef Vaktin hefði aldrei verið til ? Ég myndi alveg skjóta á hátt í 20% hærra.
Ég tók mjög vel eftir þessu þegar ég var að vinna hjá Buy.is hvað sumar verslanir kepptust um lægsta verðið í hinum og þessum flokkum.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 16:28
af astro
appel skrifaði:Vá hvað þið eruð klikk
Vaktin er nú þegar búin að ýta niður verði um allavega 20% með virkri verðvöktun. Svo viljiði veifa útprentuðum skírteinum í búðunum? Held að sumir fái á kjaftinn :slapp
En það væri hægt að búa til svona mynd sem hægt er að prenta út.
----
vaktin
meðlimur 007
Alls ekki, það kunna allir að meta hvað vaktin hefur gert fyrir neytendur tölvuíhluta og fl. Þó það væri nú ekki nema 5% eða 10% af "völdum vörum" sem væri kanski breitilegt, og það væri bara auglýst.
Eða þegar maður notar "félagskortið" og kaupir yfir 50.000Kr.- fær maður 5% afslátt, yfir 100.000Kr.- 7% afslátt, 150.000Kr.- 10% afslátt. Oft hægt að semja við einhverjar búðir.
Og ég er ekki endilega að tala bara um tölvubúðir sem selja einungis tölvuvörur.
Margir sem eiga flottar tölvur eiga einhverjar aðrar flottar græjur, t.d. Blu-Ray spilara, 47" LED sjónvörp, heimabíókræjur uppá mörg-hundruð þúsund, afhverju ekki að fá Ormsson, Sjónvarpsmiðstöðina,
Hátækni, Heimilistæki og þessar búðir til að veita smá afslátt, það er vitað að þessar búðir leggja vel ofaná græjudótið sem þeir selja, ég bið alltaf um staðgreiðsluafslátt þegar ég kaupi mér eithvað dýrt tæki, og fæ stundum 5-10% afslátt.
Það er vegna þess að þeir geta gefið manni þann afslátt, því það er smurt ofaná þetta, en það þora ekki allir að spurja um afslátt, vegna þess að þetta er ekkert sjálfsagður hlutur að labba inní búð og spurja um afslátt af nýrri vöru,
sumir starfsmenn veita ALLDREI staðgreiðsluafslátt og aðrir ef maður er bara almennilegur og kurteis þá veit maður alldrei.
Ég t.d. keypti mér heimabíókerfi 2011 og spurði hvort ég gæti fengið staðgreiðsluafslátt og ég fékk bara móðgandi svip á móti mér og bara.. Nei? Afhverju?
Sagðist ætla að hugsa þetta aðeins, hugsaði þetta yfir kvöldið og ákvað að skella mér bara á það, labbaði inn daginn eftir og annar starfsmaður afgreiddi mig og lét mig hafa 5% afslátt.
Correct me if im wrong !
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 18:11
af tomasjonss
Þetta á ekki að vera neitt erfitt.
Ég var með skákklúbb þar sem var borgað félagsgjöld og í staðinn var 5% afsláttur í Pennanum og 10% á þessum veitingastað og eitthvað annað annarstaðar.
Fyrirtæki horfa á þetta sem beitu, þeir vita að fólk mun ekki nota þessi afsláttarkort af eilífu eða alla daga, þetta er líka tækifæri fyrir fyrirtæki að fá nýja ánægða viðskiptavini án þess að punga út háum fjárhæðum. Þetta er winwin í flestum tilvikum
EDIT:
Í flestum tilvikum er líka gerður árs samningur við fyrirtækin, að ári liðnu detta einhver út og önnur koma í staðinn. Síðan eru önnur sem vilja halda samstarfinu áfram.
Re: *Hugmynd* Vaktin.is félagskort
Sent: Mán 06. Feb 2012 18:22
af Akumo
Nei takk.