Síða 1 af 1

Móður borð með Skjákorti innbyggðu

Sent: Fös 14. Mar 2003 00:38
af Binninn
Blessaðir allir

1.Ég er að fara til USA og mig vantar upplýsingar um hvaða móðurborð ég á að kaupa...
??


2. er eitthvað vit í því að kaupa móðurborð ,með skjákoritnu onboard ?

3. eitthvað heyrði eg af því að ATI 9500 skjá kort væri uppfæranleg í 9700 með software ???
vitið þið eitthvað um það??
Hvað með DVD skrifara...veit einhver um það eru ekki svo margir staðlar...
hvað á ég að kaupa

Takk takk með von um svar..

Binninn

kær kveðja
Binninn

Sent: Fös 14. Mar 2003 01:01
af kiddi
1) ASUS & Gigabyte eru víst flottust, fullyrði ekkert um það samt í bili =)
2) Það er fínt að hafa onboard skjákort, ef aðalkortið skyldi grillast eða
eitthvað, en það er alls ekki nauðsynlegt
3) Ég held þú sért að rugla við að það sé hægt að uppfæra Radeon9700
yfir í FireGL workstation týpuna með softwarei, þú græðir samt ekkert
á því nema þú sért pro 3D/CAD gaur, gagnast ekkert í leikjum - þetta
er það sem ég *held* en veit ekki fyrir vissu :)
4) Reyndu að þrauka í smá tíma með að kaupa þér DVD skrifara, DVD-R
staðallinn er ennþá vinsælastur, þá helst afþví að DVD-R diskar eru
mun ódýrari en DVD+R, og það ríkir enn mikil óvissa um hvort
DVD+R mun taka yfir DVD-R, persónulega myndi ég samt kaupa
Pioneer A05 DVD-R 4x DVD skrifarann, ef ég algjörlega *þyrfti* að
fá mér DVD; en ég ætla að hinkra með það samt ;)

Vona að þetta hjálpi...

Sent: Fös 14. Mar 2003 11:51
af d00m
Sum ATI 9500 NON-pro kortin voru með nákvæmlega eins PCB og 9700 Pro kortin, þess vegna var hægt að koma þeim upp í 9700 Pro hraða án mikils vesens. En ég hef heyrt að ATI séu búnir að afturkalla öll þessi 9500 kort og því efast ég um að þú finnir eintak einhversstaðar.