AngryMachine skrifaði:
[...]
Basically what he said. Til að fá sem mest úr námskeiðunum þá er voða gott að vera byrjaður á einhverju, vera búinn að prófa sig áfram oþh.
Með einni ágætis vél + vmware (eða sambærilegu) geturu sett upp fínt MS lab með domain-controller, exchange og whatnot.
Samhliða þessum námskeiðum er hvort eð er mælt með að nemendur geri þetta fyrir heimalærdóm...
+ Einhverja af þessum kennslubókum (hvort að fólk kaupi/fái lánað/"fái lánað" er svo annar handleggur.)
Það er hægt að komast ótrúlega langt á self-study + áhuga (auk þess að menn átta sig þá stundum betur á hvar áhuginn liggur).
Námskeið eru líka góð, en þegar þú ert komin(nn) með smá grunn þá hefuru líka betri hugmynd um hvar sé best að skerpa á og færð mun meira úr námskeiðinu...
Varðandi atvinnu og þessar (og/eða aðrar) gráður.
Lang flest fyrirtæki horfa alltaf fyrst og fremst á háskóla-gráður, bæði hér og erlendis.
Enda gera lang-flestar atvinnuauglýsingar kröfu um háskólapróf, og umsóknin kemst oft ekki lengra en atvinnumiðlunin eða starfsmannadeild fyrirtækisins ef það er ekkert háskólapróf.
Auðvitað eru undantekningar á þessu, en af gefinni reynslu vil ég endilega hvetja menn til að leggja þessar gráður ekki að jöfnu við háskólagráðu.
Hitt varðandi þessar gráður, þær hjálpa alveg svakalega til við að komast "ofar" í atvinnuumsóknabunkann og eykur líkur á að umsóknin sé tekin til greina.
Það er nefninlega alveg ótrúlegasta fólk sem sækir um starf tæknimanns, alveg frá því að vera "tölvufólk" og út í að vera "bílsmiður, kann að vísu ekkert á tölvur en hef áhuga á að læra nýja hluti".
Sumir segja reyndar á umsóknunum að þeir kunni mjög vel á tölvur, og telja svo upp Word, Excel, Access og PowerPoint sem helstu sviðin...
Þannig að, og nú tala ég af reynslu, ef ég er með 50+ umsóknir fyrir framan mig, 10 segjast kunna á tölvur, gerum ráð fyrir að allir séu með háskólapróf eða amk "sambærilega menntun", en 3 einstaklingar eru með MCITP/MSTC/CCNA/CCNP ..., þá fara þessir 3 fremst í hópinn yfir umsóknir sem eru skoðaðar nánar.
Svo er einnig það, að mörg fyrirtæki eru að berjast við að halda einhverjum "Partner" status, og þá skipta gráðurnar töluverðu máli fyrir fyrirtækið, þar sem það þarf að sýna fram á að það sé með starfsfólk með réttar/up to date gráður til að geta haldið partner statusnum...
Og þá getur verið forskot að vera með (t.d MS) gráður á bakinu...
tdog skrifaði:
Nú langar sjálfum mér að taka CCNA gráðu.
Nú veit ég ekkert hvort þú kannt e-ð á networking eða ekki...
En ef þú getur ekki komist yfir routera til að setja upp lab og prófa, þá geturu notað dynamips/GNS3 (emulator) til að setja upp LAB, nælt þér í nokkrar bækur og farið svo að læra