Síða 1 af 2

Í leit að tölvuskjá

Sent: Þri 31. Jan 2012 18:33
af Orri
Daginn,

Ég er að leita mér að nýjum tölvuskjá.
Hann þarf að vera 23" eða stærri.
Helst með hærri upplausn en 1920x1080.
Má kosta allt að 100 þúsund, en þá aðeins fyrir mjög góðann skjá.
Mun nota skjáinn í myndvinslu t.d. Photoshop, Illustrator, InDesign, Premiere Pro, After Effects og svo tölvuleiki, netráp og svoleiðis.
Er til í að skoða bæði notaða og nýja skjái.

Nokkrar spurningar :)
Eru IPS skjáir alveg vonlausir í tölvuleiki ?
Eru 3D skjáir þess virði ?
Er ekki 1920x1080 of lág upplausn fyrir 27" skjá ? (sit innan við meter frá skjánum)

Held að ég sé ekki að gleyma neinu..

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Þri 31. Jan 2012 21:04
af lollipop0
DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Þri 31. Jan 2012 22:22
af Orri
lollipop0 skrifaði:DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526
Samkvæmt þeim reviews sem ég hef lesið er þessi skjár lélegur IPS skjár en samt betri en TN panel, líka að hann eigi það til að sleppa römmum í leikjum sem og einhver ghosting vandamál..
Hljómar ekkert alltof vel, sérstaklega fyrir 70 þúsund.
Einhver með reynslu af þessum skjá ?

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Þri 31. Jan 2012 22:46
af lollipop0
Orri skrifaði:
lollipop0 skrifaði:DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526
Samkvæmt þeim reviews sem ég hef lesið er þessi skjár lélegur IPS skjár en samt betri en TN panel, líka að hann eigi það til að sleppa römmum í leikjum sem og einhver ghosting vandamál..
Hljómar ekkert alltof vel, sérstaklega fyrir 70 þúsund.
Einhver með reynslu af þessum skjá ?
ég er með Dell U23 og mér finnst hann er alveg frábært (en hann er bara 1920x1080 ekki 1920x1200) veit ekki með U2412M

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Þri 31. Jan 2012 23:59
af SolidFeather
Safnar þér nottla fyrir U2410!

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 00:11
af Moquai
http://buy.is/product.php?id_product=9208525" onclick="window.open(this.href);return false;

Er með svona, samt alveg frekar dýr en þvílíkt masterpiece.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 11:59
af Orri
Moquai skrifaði:http://buy.is/product.php?id_product=9208525

Er með svona, samt alveg frekar dýr en þvílíkt masterpiece.
Langar ótrúlega mikið í þennan skjá, en mér finnst 135 þúsund vera full mikið fyrir tölvuskjá.
Sama með U2410, finnst 120 þúsund of mikið.

Veit einhver hvort Samsung S27A750D fáist á klakanum ?
Lýtur út fyrir að vera nánast sami skjár og S27A950D fyrir utan hönnunina, nema 100$ ódýrari.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 13:29
af halli7
Orri skrifaði:
Moquai skrifaði:http://buy.is/product.php?id_product=9208525

Er með svona, samt alveg frekar dýr en þvílíkt masterpiece.
Langar ótrúlega mikið í þennan skjá, en mér finnst 135 þúsund vera full mikið fyrir tölvuskjá.
Sama með U2410, finnst 120 þúsund of mikið.

Veit einhver hvort Samsung S27A750D fáist á klakanum ?
Lýtur út fyrir að vera nánast sami skjár og S27A950D fyrir utan hönnunina, nema 100$ ódýrari.
Sendu póst á buy.is, þeir ættu að getta reddað honum.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 14:47
af blackanese
Orri skrifaði:
lollipop0 skrifaði:DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526
Samkvæmt þeim reviews sem ég hef lesið er þessi skjár lélegur IPS skjár en samt betri en TN panel, líka að hann eigi það til að sleppa römmum í leikjum sem og einhver ghosting vandamál..
Hljómar ekkert alltof vel, sérstaklega fyrir 70 þúsund.
Einhver með reynslu af þessum skjá ?
Er með 2x u2412m og þeir virka mjög vel í leiki.
held að þetta sé einn hraðasti ips skjár sem þú getur fengið (með u2311h sem er reyndar bara 1080)
langt um betri myndgæði/litir heldur en þessir venjulegu tn auðvitað (þarf varla að taka fram)

"sleppa römmum í leikjum" það að þú skulir taka þetta fram segjir mér allt sem ég þarf að vita - þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

gott review og samanburður við 2410 -> http://www.tftcentral.co.uk/reviews/dell_u2412m.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

annað líka, tilhvers að fá sér 27" skjá ef hann er bara 1920x1080 :face

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 15:46
af Orri
blackanese skrifaði:Er með 2x u2412m og þeir virka mjög vel í leiki.
held að þetta sé einn hraðasti ips skjár sem þú getur fengið (með u2311h sem er reyndar bara 1080)
langt um betri myndgæði/litir heldur en þessir venjulegu tn auðvitað (þarf varla að taka fram)

"sleppa römmum í leikjum" það að þú skulir taka þetta fram segjir mér allt sem ég þarf að vita - þú veist ekkert hvað þú ert að tala um.

gott review og samanburður við 2410 -> http://www.tftcentral.co.uk/reviews/dell_u2412m.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

annað líka, tilhvers að fá sér 27" skjá ef hann er bara 1920x1080 :face
Var nú bara að taka þetta beint uppúr review sem ég las (getur séð það hérna).
"We would also hesitate before recommending the U2412M to professional gamers since it does display some ghosting and skipped frames from time to time."
Kannski ekki besta þýðingin hjá mér?
Annað uppúr þessu sama review sem mér leist ekki vel á:
"When people hear the word “IPS” they’re immediately transported to a world of near-perfect colour spaces, and excellent viewing angles but the U2412M didn’t quite deliver in either of these areas."

En eins og ég sagði, ég veit ekkert voðalega mikið um þessa IPS skjái eða almennt um skjái stærri en 24" (t.d. ég hef ekki séð 27" skjá með 1080p upplausn með berum augum)
Eins og ég sagði þá vill ég helst hærri upplausn en 1080p, hvað þá í skjám stærri en 24", en ég er þó til í að skoða málið ef það er t.d. 120Hz skjár (3D skjár).

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 15:52
af SolidFeather
Góður skjár er nottla langtímafjárfesting, búinn að eiga minn 2405 í meira en 6 ár held ég.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 18:55
af Orri
Sendi póst á Buy.is varðandi S27A750D skjáinn og hann er kominn á síðuna þeirra !
Hvað finnst fólki ? Ætti maður að fá sér þennann ?
http://buy.is/product.php?id_product=9208797" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 19:00
af lollipop0
Orri skrifaði:Sendi póst á Buy.is varðandi S27A750D skjáinn og hann er kominn á síðuna þeirra !
Hvað finnst fólki ? Ætti maður að fá sér þennann ?
http://buy.is/product.php?id_product=9208797" onclick="window.open(this.href);return false;
Review 7 series 100Þ
http://www.pcmonitors.org/monitor-revie ... g-s27a750d

score: 83%

Review 9 series 135Þ
http://www.pcmonitors.org/monitor-revie ... g-s27a950d

score: 80%

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 19:34
af svanur08
lollipop0 skrifaði:DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526
16:10 ? er ekki 16:9 málið í dag.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 19:53
af Plushy
Langar þér ekkert í 120hz skjá? (3D). Mér langar rosalega í þannig, samt ekkert fyrir 3D'ið.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 20:04
af SolidFeather
svanur08 skrifaði:
lollipop0 skrifaði:DELL ULTRASHARP U2412M 24" LED
70Þ
http://buy.is/product.php?id_product=9208526
16:10 ? er ekki 16:9 málið í dag.

16:10 er kóngurinn.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 20:55
af Storm
ég stalst í að nota demo eintak af benq XL2410T 120 hz á tölvuteks lani um daginn (2d ofc), heima nota ég bog standard 24" LCD og þvílíkur munur! Klárt advantage í leikjum þar sem hraði skiptir máli, ég er án gríns að spá í að fjárfesta í nýju týpuna, XL2420t:
MyndMynd
svoooo svalur! :o

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Mið 01. Feb 2012 21:56
af Plushy
Storm skrifaði:ég stalst í að nota demo eintak af benq XL2410T 120 hz á tölvuteks lani um daginn (2d ofc), heima nota ég bog standard 24" LCD og þvílíkur munur! Klárt advantage í leikjum þar sem hraði skiptir máli, ég er án gríns að spá í að fjárfesta í nýju týpuna, XL2420t:
MyndMynd
svoooo svalur! :o
Hvað telurðu nýja týpuna vera að koma inná í verði?

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 00:14
af Orri
Mér sýnist valið vera á milli tveggja skjáa, Samsung S27A750D og Dell UltraSharp U2412M..

Samsung skjárinn:
Kostir: 27", 120Hz, 3D, frábær í leiki, einn besti TN panellinn ?
Gallar: aðeins 1080p, kostar 100 þúsund.

Dell skjárinn:
Kostir: IPS skjár, 1920x1200 (16:10), frábær í myndvinnslu.
Gallar: "aðeins" 24", ekki besti IPS skjárinn, lélegur í leiki ?

Málið er að ég er að læra grafíska hönnun og kvikmyndun og fór þess vegna að spá í IPS skjám, en er að spá hvort það borgi sig að kaupa sér þennann low-mid range IPS skjá núna, eða kaupa hinn skjáinn og kaupa mér svo alvöru IPS skjá seinna þegar ég er farinn að vinna við þetta ? (gæti verið langt í það, er bara í framhaldsskóla...)
Eða er þetta bara rugl í mér ? Er þessi Dell skjár ekki jafn lélegur og mér sýnist ? Þarf ég kannski ekkert IPS skjá ? Er það að fara að bitna á mér í grafískri hönnun að eiga ekki IPS skjá ?
Ég myndi svosem ekki vita af hverju ég er að missa í þessum IPS skjám, hef aldrei verið neitt ósáttur með litina eða contrastinn á t.d. skjánum mínum (sjá undirskrift), og aldrei séð svoleiðis skjái við hliðiná venjulegum TN panel..

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 00:32
af gardar
dell skjárinn alla leid!

tekur IPS og 16:10 eða sleppir þessu!

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 08:13
af svanur08
gardar skrifaði:dell skjárinn alla leid!

tekur IPS og 16:10 eða sleppir þessu!
16:10 er minna wide heldur en 16:9

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 08:41
af SolidFeather
svanur08 skrifaði:
gardar skrifaði:dell skjárinn alla leid!

tekur IPS og 16:10 eða sleppir þessu!
16:10 er minna wide heldur en 16:9
Nei nei nei. 16:9 er minna vertical, vita þessir krakkar ekki neitt í dag?

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 09:09
af Fuse
Vitið þið um einhverja búð hér á landi sem er með 27" 1080p skjá í gangi svo maður geti tékkað á þessu.

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 11:03
af gardar
Fuse skrifaði:Vitið þið um einhverja búð hér á landi sem er með 27" 1080p skjá í gangi svo maður geti tékkað á þessu.

https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... cd777c32f6" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Í leit að tölvuskjá

Sent: Fim 02. Feb 2012 15:20
af Orri
Ætla að gera mér ferð niðrí EJS (eða advania.. er það ekki það sama núna?) og skoða Dell UltraSharp U2412M..
Haldiði að það sé hægt að skoða Samsung skjáinn einhverstaðar hér á landi ? (sama hvort það sé S27A750 eða S27A950)
Kannski í Samsung Setrinu ? (sé hann þó ekki á síðunni þeirra)
gardar skrifaði:
Fuse skrifaði:Vitið þið um einhverja búð hér á landi sem er með 27" 1080p skjá í gangi svo maður geti tékkað á þessu.
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... cd777c32f6" onclick="window.open(this.href);return false;
Hann var reyndar að biðja um verslun með 1080p 27" skjá en ekki 2560 x 1440..