Síða 1 af 1
Vantar álit á sjónvarpi - Panasonic TX-P46ST32Y
Sent: Mán 23. Jan 2012 19:05
af Porta
Hæbb,
Ég hef ekki átt sjónvarp í 6-7 ár og langar að fara að bæta úr því. Ég veit ekkert um þessi tæki og er fyrir vikið í smá vandræðum með þetta enda kostar þetta ansi mikið.
Ég var að spá í þessu hérna ->
TXP46ST32Y
Er eitthvað varið í þetta? Ef ekki þetta tæki, með hverju myndu þið mæla?
Takk fyrir hjálpina

Re: Vantar álit á sjónvarpi - Panasonic TX-P46ST32Y
Sent: Mán 23. Jan 2012 19:07
af AciD_RaiN
Er ekki alveg viss hvernig plasminn er en ef ég ætti pening myndi ég gefa þér sjónvarpið

6-7 ár... finn bara til með þér...
Re: Vantar álit á sjónvarpi - Panasonic TX-P46ST32Y
Sent: Mán 23. Jan 2012 19:21
af blitz
Keypti 42" útgáfuna af þessu og það er gööördjöss
http://www.avforums.com/review/Panasoni ... eview.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Vantar álit á sjónvarpi - Panasonic TX-P46ST32Y
Sent: Mán 23. Jan 2012 19:37
af mundivalur
Stærrra maður :popp
http://sjonvorp.is/vara/50-Tommu-Panaso ... a-Sjonvarp" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Vantar álit á sjónvarpi - Panasonic TX-P46ST32Y
Sent: Þri 24. Jan 2012 09:30
af akarnid
Vinur minn á 50" útgáfuna af þessu og þetta er bara eitt besta sjónvarp sem ég hef séð. NeoPlasma (sem er besta tegund plasma panela fáanleg í dag) er bara alveg málið. Ef þú hefur eitthvað hugsað þér að horfa á DVD/BluRay í svona tæki þá er þetta algerlega málið. Súper smooth mynd, ekkert judder eða jitter, og hrikalega djúpir blacks.