Síða 1 af 1

HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 03:00
af AciD_RaiN
Þannig standa mál með vexti að ég er nýlega búinn að kaupa mér Dell fartölvu og var að labba heim í morgun og datt á svelli og nú slekkur tölvan á sér þegar ég held á henni á kantinum við hliðina á touch pad-inu. Ein skrúfan er svo föst að ég er engan veginn að ná henni. Veit einhver einhverja leið til að ná þessari skrúfu og hugsanlega hvað gæti verið að?

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 03:40
af rapport
Heimilistrygging...

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 04:10
af AciD_RaiN
er ekki með þannig lengur :/

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 05:33
af Flinkur
AciD_RaiN skrifaði:er ekki með þannig lengur :/
Þá bara fá sér hana og bíða smá og svo fara 8-[

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 07:30
af Gúrú
Flinkur skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:er ekki með þannig lengur :/
Þá bara fá sér hana og bíða smá og svo fara 8-[
Þetta spjallborð hefur aldrei verið mikið fyrir tryggingasvindl og mun aldrei vera það. [-X

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 07:57
af DJOli
geturðu ekki losað fleiri skrúfur á tölvunni og reynt svo lauslega að spenna tölvuna upp þannig að skrúfan nái gripi?

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 08:59
af ORION
DREMEL!!!

Þetta tæki hefur gert undur fyrir mig.Föndurfræsari...

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 09:08
af lukkuláki
AciD_RaiN skrifaði:Þannig standa mál með vexti að ég er nýlega búinn að kaupa mér Dell fartölvu og var að labba heim í morgun og datt á svelli og nú slekkur tölvan á sér þegar ég held á henni á kantinum við hliðina á touch pad-inu. Ein skrúfan er svo föst að ég er engan veginn að ná henni. Veit einhver einhverja leið til að ná þessari skrúfu og hugsanlega hvað gæti verið að?
Hvaða Dell vél er þetta ?

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 11:07
af dori
AciD_RaiN skrifaði:Þannig standa mál með vexti að ég er nýlega búinn að kaupa mér Dell fartölvu og var að labba heim í morgun og datt á svelli og nú slekkur tölvan á sér þegar ég held á henni á kantinum við hliðina á touch pad-inu. Ein skrúfan er svo föst að ég er engan veginn að ná henni. Veit einhver einhverja leið til að ná þessari skrúfu og hugsanlega hvað gæti verið að?
Vandamálið þitt virðist ekki beint vera þessi skrúfa. En ef það væri vandamálið þá geturðu fengið þér lítinn bor (jafn stór og ummál skrúfunnar) og borað í miðjan hausinn. Passa sig bara að fara ekki of langt. Hausinn á að poppa af þegar þú ert kominn í gegnum hann og þá geturðu bara losað hana úr með töng þegar þú ert búinn að taka panelinn sem skrúfan hélt af.

Svo eru líka til einhverjir svona öfuguggar. Ég er ekki viss um að þeir séu til í svona litlum stærðum. Það getur líka virkað að nota bara venjulegan bor, sömu stærð og þarf í aðferðina fyrir ofan, setja borvélina á reverse og setja smá þrýsting á hana. Borinn getur gripið og þá fer skrúfan úr.

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 12:55
af vesi
áttu ekki SLEGGJU ](*,)

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 12:59
af tdog
Númer 1, 2 og 3 er að nota rétta stærð af skrúfjárnum. Ef þú notar rétta stærð og tekur bara vel á skrúfunni þá losnar hún.

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 13:09
af kfc
Hvernig væri að fara með hana í viðgerð.

Re: HJÁLP skrúfan í lappanum er forskrúfuð

Sent: Þri 10. Jan 2012 16:23
af AciD_RaiN
Takk fyrir þessi frábæru svör. Var sjálfum búið að detta eitthvað af þessu í hug en vildi bara fá álit annarra. Verkstæðið sem ég fer með allar mínar vélar á er bara í næsta herbergi og til að svara lukkuláka þá er þetta dell inspiron duo. Allgjört drasl en lítil og fín í netráp :) Sem betur fer er þetta bara ein af 8 fartölvum sem ég á :skakkur