Síða 1 af 1

Bootup af SATA disk

Sent: Fim 17. Jún 2004 16:20
af hde
Sælir.

Ég er með 3 diska í vélinni minni.
Einn SATA og tvo IDE , primary og slave.

Mér tekst ekki að boota af SATA disknum.
Ég installaði WinXP á hann, en ég get ekki bootað af honum.

SATA diskurinn kemur hvergi fram í BIOS hjá mér, og þal get ég ekki valið hann sem Boot Device.

Ég er með "P4R800-V Deluxe" mb.
og 76 GB raptor SATA diskur.
Einhverjar hugmyndir hvernig hægt er að gera hann að first boot device?

Sent: Fim 17. Jún 2004 16:42
af Mysingur
´þú verður að hafa báða IDE diskana slave

Sent: Fim 17. Jún 2004 17:20
af hde
Er ekki hægt að full nýta IDE controllers og hafa aukalega SATA drif?
Get ég s.s. ekki haft 2xIDE HD , 1 SATA og 2xIDE DVD drif ?

Sent: Fim 17. Jún 2004 18:05
af fallen
Átt að geta valið þegar þú ert nýbúinn að velja "boot from cdrom" að ýta á F8 eða einhvern takka, það stendur neðst á skjánum, að installa SATA driver eða third party driver (frekar óskýrt í hausnum á mér).

Sent: Fim 17. Jún 2004 18:56
af hde
Já, ég vissi af því. Ýta á F6 til að installa RAID eða SCSI í setupinu.
Ég er búinn að setja upp XP á diskinn. Ég bara get ekki bootað af honum.

En það sem mig vantar að vita núna, er ekki hægt að fullnýta þessar 4 IDE rásir ásamt því að vera með SATA disk?

Hvernig er hægt að útfæra þetta: 1 Sata HD + 2x IDE HD + 2x IDE DVD

Sent: Fim 17. Jún 2004 19:17
af axyne
þegar ég var með winxp bootaf af 2x serial ata barracudum.
þá varð ég að velja boot menu : boot from scussí

Sent: Lau 19. Jún 2004 00:30
af hde
Ég er búinn að reyna að boota af SCSI, en án árangurs.

Ég frétti að hægt væri að stilla í BIOS af hvaða rás væri bootað fyrst, þe. IDE eða SATA eða RAID , en mér hefur ekki tekist að finna þetta.

Hefið þið séð þessa stillingu? Og ef svo er, undir hvaða menu er hún hjá ykkur?

Sent: Lau 19. Jún 2004 01:08
af MezzUp
Geri ráð fyrir að þú sést með PCI sata kort þarsem að það kemur ekkert fram í BIOS.
Dettur þá helst í hug að þú gætir valið RAID eða SCSI, eða breytt einhverjum möguleika þar sem að þú velur á milli RAID og SCSI. Annars er líka option hjá mér sem heitir "Boot other device" mættir prófa það.
Annars dettur mér í hug að þú gætir sett MBR á einn IDE disk og haft hann active en samt haft SATA diskinn fyrir system

Sent: Lau 19. Jún 2004 14:04
af Runar
Já.. oftast á eldri móðurborðum með SATA þá er það Other Devices, SCSI ( sem er nú samt oftar fyrir IDE RAID og ekki SATA, en sakar ekki að prófa ) og svo RAID.. en þetta er stundum svo dreyft.. t.d. á móðurborðinu mínu þá eru 3-4 hlutir sem þarf að athuga til að boota frá SATA.. svolítið böggandi..

En einfaldast finnst mér að fyrst búa til partition á SATA diskinn.. svo aftengja alla hina diskana.. byrja á að installa Windows ( bara ekki gleyma F6 í byrjun og setja inn floppy með driver fyrir SATA controllerinn ) og þá ættirðu að getað sett inn á hann.. svo þegar þú ert búinn að þá tengja hina diskana.. passaðu bara að ekki hafa ennþá gamla stýrikerfið inná þeim =]

Mesta vesenið er samt að boota fra SATA RAID! hehe.. ég er einmitt af því og það var vesen að koma því í gang fyrst.. en það er auðvelt eftir að maður hefur gert það einu sinni.. þá veit maður hvað á að leita af =]