Síða 1 af 1

Nýtt skjákort , slökkva á gamla ?

Sent: Þri 03. Jan 2012 02:30
af jonomar
Þarf ég að aftengja gamla kortið sem ég er með í tölvunni ? Er að velta fyrir mér hvort það gæti verið að hægja á leikjaspilun hjá mér.

Re: Nýtt skjákort , slökkva á gamla ?

Sent: Þri 03. Jan 2012 02:33
af Magneto
já taktu það úr tölvunni...

Re: Nýtt skjákort , slökkva á gamla ?

Sent: Þri 03. Jan 2012 02:35
af jonomar
Þetta er samt kort sem tilheyrir móðurborðinu . Get ég samt tekið það úr ?

Re: Nýtt skjákort , slökkva á gamla ?

Sent: Þri 03. Jan 2012 02:39
af Magneto
jonomar skrifaði:Þetta er samt kort sem tilheyrir móðurborðinu . Get ég samt tekið það úr ?
já þú meinar haha ! nei þá geturu ekki tekið það úr held ég... er það ekki innbyggt í móðurborðinu ?
kannski geturu slökkt á því í bios.. :happy

Re: Nýtt skjákort , slökkva á gamla ?

Sent: Þri 03. Jan 2012 02:50
af einarhr
jonomar skrifaði:Þetta er samt kort sem tilheyrir móðurborðinu . Get ég samt tekið það úr ?
Í flestum tilfellum þarf að slökkva/disable Onboard skjákortið í Bios til að fá Pci-E kortið til að virka, sum móðurborð gera þetta sjálfkrafa. Ertu ekki örugglega með skjásnúruna tengda í nýja kortið ? Ef þú færð mynd á skjáinn og með skjásnúruna tengda í nýja kortið þá þarftu ekki að hafa áhyggjur.

Nei það er ekki hægt að taka skjákortið sem er áfast móðurborðinu úr nema með þvi að eyðileggja móðurborðið =;

Ef þú færð ekki mynd á skjáinn með nýja kortinu skoðaðu þá leiðbeiningarnar sem fylgja móðurborðinu hvernig eigi að disable/slökkva á Onboard Graphis.