Síða 1 af 1
fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:12
af Akumo
Sælir
Ég er ekki alveg að skilja fartölvuna mína(Dell xps 1530), hef ekkert notað hana í ár+ en er núna í útlöndum í fríi og tók hana með og ég get ekki spilað flash leik lengur á henni án þess að það laggi allt í drasl, tók mynd í speccy fyrir ykkur, hvað gæti verið að?
Ég er með nýjasta driver fyrir skjákortið og nýjasta java líka btw.
Það hitnar reyndar allt rosalega þegar eitthvað er í gangi, skjákortið fer t.d uppí 90° gæti það verið vandinn?
*Bætt við* tölvan fór í 92° á móðurborðinu bara við að skrifa þennan þráð..
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:18
af KrissiP
Hefuru prufað að skanna hana með Malvarebytes? Mín fartölva var svona líka. Hitnaði í 70 gráður bara á netinu.
Núna er hún í 47-50
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:18
af kizi86
snýst viftan??
hljómar eins og steikt kæling.. eða ferðavél stútfull af ryki..
edit:
hvernig er loadið á örgjörvanum? er eitthvað sem er að taka alltof mikla vinnslu?
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:19
af Akumo
KrissiP skrifaði:Hefuru prufað að skanna hana með Malvarebytes? Mín fartölva var svona líka. Hitnaði í 70 gráður bara á netinu.
Núna er hún í 47-50
Heyrðu já ég gerði það, fannst ekkert
kizi86 skrifaði:snýst viftan??
hljómar eins og steikt kæling.. eða ferðavél stútfull af ryki..
edit:
hvernig er loadið á örgjörvanum? er eitthvað sem er að taka alltof mikla vinnslu?
Viftan snýst, ætti samt að fara rífa hana í sundur og checka á þessu ryki og þegar ég skoða í task manager þá er ekkert sem er að taka eitthvað mikið load.
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:22
af KrissiP
Setja hana í rykhreinsun eða bara taka í sundur og nota þrýstiloft
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 01:34
af kizi86
ef ert ekki búinn að slökkva á vélinni... GERÐU ÞAÐ NÚNA! og rykhreinsaðu hana asap, ekki kveikja á vélinni áður en ert búinn að hreinsa hana..
svona hiti er bara skemmandi fyrir vélina..
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 02:19
af Akumo
Jæja búin að hreinsa hana.. var ekki beint mikið ryk í henni en kannski var það nóg til að hita hana svona og viftan snýst þegar áreynsla kemur en hún er ekki að fara mikið yfir 70-75 núna
fixed í bili
víjjj
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 02:24
af Plushy
Myndi samt ekki kalla 70-75 fixed í bili
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 02:39
af Akumo
Haha nei þetta er klárlega ekki gott, en hún er ekki að fara í það mikin hita að tölvan laggar, veit ekki alveg hvað ég get gert meira, hreinsaði allt mjög vel þarna :/
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 02:56
af hrannar1
er með sama forrit og þú. ég skil ekki afhverju ég sé bara hitann í cpu og harddrivers
Re: fartölva að drulla á sig
Sent: Sun 25. Des 2011 10:22
af lukkuláki
Þú hefur nú varla þrifið þetta nógu vel eða sett gott kælikrem á milli ef þetta er ennþá að hitna þetta mikið.
Svo getur verið að kælingin sé ónýt þá mæli ég með því að þú pantir þér nýja strax því þetta á eftir að steikja hana.