Síða 1 af 1
Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 21:38
af Stebbiplebbz
Svo er mál með vexti að tölva kærustunnar var keypt u.þ.b fyrir 1 og hálfu ári síðan og er orðinn full af drasli og rusli. Við munum ekki eftir því að það hafi fylgt með windows diskur, þannig að hvernig get ég hreinsað allt út án disks og haldið orginal windowsinu. Tími ekki að kaupa nýtt og vill ekki nota ólöglega útgáfu víst þessi er lögleg?
Re: Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 21:56
af worghal
þú átt að getað sett ISO image á usb kubb og sett upp þannig
Re: Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 22:00
af axyne
Ef Tölvan var keypt með stýrikerfi á að fylgja löglegur win-key
Ef þetta er ferðatölva, tjekkaðu undir henni eða undir rafhlöðunni eftir win key.
Fáðu síðan lánaðann win disk hjá einhverjum(eða downloada honum) passa bara að það sé sama útgáfa af win og þú ert með fyrir. Taktu síðan afrit af öllu sem má ekki missa og straujaðu vélina.
Re: Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 22:04
af Olafst
Það á að vera mögulegt fyrir þig að skrifa factory restore diska í windows.
Sumar vélar eru líka með uppsetningarskrár á öðru partition á harða disknum þannig að þegar þú startar henni upp þá geturu mögulega valið að keyra inn factory restore í boot menu.
Það fylgja engir geisladiskar með nýjum fartölvum í dag og hefur ekki gert í nokkur ár, en það er alltaf þessi möguleiki til staðar, semsagt að skrifa diskana sjálfur, eða keyra factory restore frá booti.
Re: Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 22:04
af dexma
Flestar nýrri tölvur hafa windows uppsetningun á harðadisknum og forrit til að skrifa hana á diska.
Þetta er td, sýnikennsla hvernig þetta er gert á ACER tölvum
http://www.youtube.com/watch?v=gXdTrspAZkw
Mundu bara eftir því að taka afrit af gögnunum þínum áður enn þú ferð útí þetta
Re: Formatta tölvu án CD
Sent: Mið 14. Des 2011 22:28
af Stebbiplebbz
Takk kærlega fyrir þessi svör, skoða þetta, og já þetta er fartölva, man bara að diskar fylgdu fyrir mörgum árum, vorum ekki viss núna en hann hefur greinilega ekki komið með.