roadwarrior skrifaði:Er að spekúlera hver sér um ASUS ábyrgðarviðgerðir hér á landi. Er það Boðeind?
Einnig var ég að spá hvort einhver hafi lent í því að fartölva/spjaldtalva eða eitthvað frá ASUS sem hefur verið keyft beint að utan, td US, hafi bilað og hvernig hafi gengið að fá gert við hér á landi?
Ástæðan er sú að eg er að velta fyrir mér kaupum á spjaldtölvu frá ASUS beint frá US og eins og mér skilst þá er 1 árs "alheimsábyrgð" á þeim en ég vildi gjarnan heyra reynslusögur
Ég hef sent ASUS fartölvur keyptar erlendis til vottaðs-verkstæðis í Svíþjóð en það var meira en að segja það.
Hringja út, fá málsnúmer, senda e-mail með þessu málsnúmeri á og útlistun á því hvað var að, hvar tölvan hefði verið keypt o.s.frv.
Bíða eftir svörum, fjör fjör fjör, loksins hægt að senda tölvurnar út, fékk e-mail um að þær væru ekki í ábyrgð því þær væru orðnar eldri en 24 mánaða, ég benti þeim á sölunótuna sem ég lét fylgja bæði öllum e-mailunum og ofan á lyklaborðinu á öllum tölvunum og þá loksins var þetta viðgert og sent til baka.
Við borguðum sendingu út, þeir heim, það er oftast þannig, ódýrast að senda bara með Íslandspósti og hefur hingað til allavega ekki klikkað með allar mínar RMA sendingar.
Þetta ferli tók að mínu mati allt of langan tíma, hef sent bilaða íhluti til ca. 15 mismunandi framleiðanda, á eftir MSI, Western Digital og EVGA voru ASUS erfiðastir.
lukkuláki skrifaði:Samkvæmt minni reynslu bæði sem kúnni og sem viðgerðarmaður á tölvuverkstæði þá er ekkert til á Íslandi sem viðurkennist sem Alheimsábyrgð og það er alveg sama hvað einhver erl. söluaðili segir um það hún gildir ekki jafnvel þó um umboðsaðila á Íslandi sé að ræða, undarlegt já, en svona var þetta og ég á ekki von á að það hafi breyst.
Þetta er yfirleitt þumalputta-reglan, en ekki algilt.
Ég veit t.d. ekki betur en að Nördinn geti þjónustað ALLAR Toshiba vélar undir ábyrgð.
Varðandi alheimsábyrgðina að öðru leiti með framleiðendur sem hafa ekki umboðsaðila hér heima, að þá er t.d. mjög lítið mál að senda til eftirfarandi fyrirtækja:
Seagate - Sent á DHL droppoint í Svíþjóð
Samsung harðir diskar - Sent þjónustuaðila í USA, er nú búið að sameinast Seagate svo ég býst við að það fari á sama DHL droppoint í Svíþjóð.
PNY - Sent til PNY í Frakklandi
XFX - Sent til XFX í USA
Þetta eru þeir sem ég man eftir að sé mjög einfalt að senda til í fljótu bragði