Síða 1 af 1

Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Þri 06. Des 2011 21:30
af tema99
Point of View PlayTab hjá Tölvutek
http://tolvutek.smartwebber.is/vara/poi ... pjaldtolva" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Þri 06. Des 2011 21:33
af bixer
ég er einmitt búinn að vera skoða það sama, ég myndi allavega taka spjaldtölvuna sem er á 22 þúsund hjá þeim. þessi er frekar ómerkileg, ég fór að prófa þær og þessar á 22+ þúsund voru mjög fínar. annars held ég að þú ættir bara að fara að prófa þær

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Þri 06. Des 2011 21:47
af tema99
Takk held að ég takki bara 1 þanig :megasmile

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Þri 06. Des 2011 21:49
af Klaufi
Þekki einn sem keypti svona, hefur notað hann einu sinni og hataði skjáinn á þessu..
Hefur legið ofan í kassa síðan.

En vert að bæta því við að hann átti iPad2 þar á undan.

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Þri 06. Des 2011 23:10
af dedd10
Ég átti svipaða spjaldtölvu frá POV sem ég keypti í tölvutek fyrir ári síðan á ca. 25þ

Ég notaði hana svona 2-3x og átti hana í 4 mánuði þangaði til ég seldi hana á eitthvað slikk, alveg skelfilegt að vinna með skjáinn á þessu og í raun varla hægt!

Fékk mér Ipad og nota hann nánast daglega, elska skjáinn á honum og allt það.. óþolandi að þurfa að ýta á eitthvað sem ætti að vera smooth sneriskjár!

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 00:15
af Olafst
Í öllum þessum tablets virðist lögmálið allsráðandi um að: "you get what you pay for".
Þannig að þessar 20þús kr. vélar eru bara ekki samanburðarhæfar við þær sem kosta 60+
En menn gera jú mismunandi kröfur. Passa sig bara að ætlast ekki til að fá sömu virkni þegar verðmunurinn er þetta mikill.

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 00:22
af BjarniTS
Munurinn á al-ódýrustu vélunum og næsta verðskrefi fyrir ofan , er töluverður , vel þess virði. En í þessu gildir bara sama regla og öllum öðrum græjukaupum , keyptu í samanburði við kröfurnar þínar. Það kaupir sér enginn tjúvava hund og fer á rjúpnaveiðar , kúrir heldur enginn með Dóberman.

En þið sem eruð að pæla í skjám : http://en.wikipedia.org/wiki/Capacitive_sensing" onclick="window.open(this.href);return false;

Skjáir skipta mis miklu máli , til dæmis spjaldtölvan sem þið ætlið að nota í að tengja við græjurnar ykkar , eða stjórna media-centerinu ykkar , lesa uppskriftir í eldhúsinu af , Þar eru aðrar kröfur um skjá heldur en vélin sem að þið ætlið að taka með ykkur í ferðalagið eða í flugvél.

Sá sem ætlar að skera melónur hann þarf stóran og beittann hníf , en sá sem ætlar bara að fá sér kíví , hann er góður með venjulegan eldhúshníf.

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 00:27
af Klaufi
BjarniTS skrifaði:Munurinn á al-ódýrustu vélunum og næsta verðskrefi fyrir ofan , er töluverður.

En þið sem eruð að pæla í skjám : http://en.wikipedia.org/wiki/Capacitive_sensing" onclick="window.open(this.href);return false;

Skjáir skipta mis miklu máli , til dæmis spjaldtölvan sem þið ætlið að nota í að tengja við græjurnar ykkar , eða stjórna media-centerinu ykkar , lesa uppskriftir í eldhúsinu af , Þar eru aðrar kröfur um skjá heldur en vélin sem að þið ætlið að taka með ykkur í ferðalagið eða í flugvél.

Sá sem ætlar að skera melónur hann þarf stóran og beittann hníf , en sá sem ætlar bara að fá sér kíví , hann er góður með venjulegan eldhúshníf.
Munurinn á Capacitive og resistive skjá er að mínu mati töluvert meiri en munurinn á eldhúshníf og vel beittum kokkahníf.

En ég skil hvað þú átt við ef fólk er bara að fara að velja kvikmynd/þátt til að horfa á..

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 09:42
af bixer
ég fór að prófa þessa sem var upphaflega spurt um, http://tolvutek.is/vara/point-of-view-p ... pjaldtolva" onclick="window.open(this.href);return false; þessi er ekki mikið dýrari en töluvert betri. en ég fann ekki fyrir neinu veseni með spjaldtölvurnar þarna þó að þær væru ekki það dýrar

http://tolvutek.is/vara/point-of-view-p ... pjaldtolva" onclick="window.open(this.href);return false; þessi heilar mig eiginlega mest, ég hef allavega ekki efni á þessum dýrari en ég hef ekki séð neitt um þessar tölvur, virðist enginn vera með reynslu. ég hugsa að þetta henti alveg í netráp og kvikmyndir, ég hugsa að ég muni allavega ekki gera neitt rosalegt í henni. hugsa þetta aðalega sem dót(afþreying í ferðalögum)

en eins og ég segi þessi á 20 þúsund virtist vera hræðileg, laggaði og var alls ekkert spennandi

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 10:23
af isr
Ég keypti Archos 70 8g frá usa,hún kostaði 38 þús kominn heim,sama tölva kostar 69 þús í Hátækni. Þú ættir að kíkja á það.

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 13:16
af noizer
Mæli með að þú kíkir í Tölvutek og prófir að vinna með skjáinn á þessu. Málið er að það er glataður snertiskjár á ódýru spjaldtölvunum, ég gat allavega aldrei vanist þessum skjá og varð eiginlega bara pirraður á því að nota hann.

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 16:52
af scratchy
Er ekki Kindle Fire málið af ódýrari spjaldtölvunum?

http://smartshop.is/is/vara/kindle-fire-7/4592" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Er eitthvað vit í því að kaupa Point of View PlayTab

Sent: Mið 07. Des 2011 17:15
af isr
Er ekki Kindle Fire málið af ódýrari spjaldtölvunum?
Þarna sést hvað buy.is tekur mikið til sín,kindle fire kostar 50 þús þar á móti 36 þús í smartshop. Mikill munur í prósentum.