Síða 1 af 1

Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Fös 02. Des 2011 18:36
af Carc
Vitið þið hvort einhver verslun mun selja þessa nýjustu spjaldtölvu frá ASUS á næstunni ?

Á að fara í sölu á næstu 2 vikum allavega í USA.

Re: Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Fös 02. Des 2011 18:51
af Olafst
Carc skrifaði:Vitið þið hvort einhver verslun mun selja þessa nýjustu spjaldtölvu frá ASUS á næstunni ?

Á að fara í sölu á næstu 2 vikum allavega í USA.
Alveg pottþétt þær verslanir sem eru nú þegar að selja Asus Transformer vélina.

Re: Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Fös 02. Des 2011 20:19
af Carc
Hefði kannski átt að bæta við, hvort að einhver vissi hvenær mætti búast við henni. Langar í svona eftir prófin, fyrir jólin.

Re: Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Fös 02. Des 2011 21:01
af roadwarrior
Ég sendi Friðjóni hjá Buy.is bréf áðan um hvort hann gæti útvegað svona vél og hvað hún myndi kosta, hann ætlar að athuga það og láta mig svo vita. Býst við að hún verði fáanleg fljótlega eftir að hún kemur út úti

Re: Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Fös 02. Des 2011 23:08
af steinarorri
roadwarrior skrifaði:Ég sendi Friðjóni hjá Buy.is bréf áðan um hvort hann gæti útvegað svona vél og hvað hún myndi kosta, hann ætlar að athuga það og láta mig svo vita. Býst við að hún verði fáanleg fljótlega eftir að hún kemur út úti
Treysti á update frá þér hvað þetta varðar ;) :happy

Re: Asus Transformer Prime - Tegra 3

Sent: Lau 10. Des 2011 12:24
af roadwarrior
Daginn

Er búinn að finna þessa vél hjá B&H PhotoVideo http://www.bhphotovideo.com/

Hún er verðlögð þar á 499dollara (MSRP er 499 hjá ASUS) + þeir senda til íslands á hægstæðum kjörum (60 dollara UPS Worldwide Saver
3-5 Business Days Delivery )

Gallinn er sá að það er BRJÁLUÐ eftirspurn eftir henni + það er búið að seinka útgáfudegi hennar, B&H seigja td að hún sé væntanleg í "Einhverntíman í des". Fann ástralskan spjallvef þar sem var verið að tala um þetta og þar var verið að tala um að B&H hefði verið búinn að bjóða hana í forsölu og einhverjir hefðu verið búnir að panta en þeir hefðu hætt tímabundið að taka við pöntunum ma vegna þess að seinkun hefði verið á henni og að eftirspurnin hefði verið meiri en þeir bjuggust við

Held að nýja online uppáhaldsverslunin mín í US sé B&H. Hef verslað hjá þeim einu sinni áður myndavél og þeir eru með allt milli himins og jarðar í myndavélum, tölvubúnaði og fl.

Stóri kosturinn er að þeir eru MJÖG virtir í bransanum, bjóða góð verð og þeir virðast senda allt til íslands á hagstæðum kjörum.

Samkvæmt því sem ég er búinn að lesa þá pantar maður hjá þeim, þeir taka útaf kortinu þínu, bíða nokkra daga, trúlega til að sannfærast um að kortið sé ekki stolið og svo senda þeir.

Get varla beðið =P~

ps: transformer TF101 er á mjög hagstæðu verði hjá þeim núna :sleezyjoe