Síða 1 af 1

Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Fös 25. Nóv 2011 22:48
af Magginn
Hvaða sjónvarpsflakkara á maður að fá sér?

Það eru ótaltegundir á markaðnum með mismunandi eiginleikum en ég er ekki alveg viss hver er besti kosturinn.

Spilarinn þarf að uppfylla þessar kröfur:

= Full HD 1080p
= Tiltölulega hljóðlátur
= Þægilegt viðmót, t.d. að spilarinn geti sótt cover frá imdb og upplýsingar um efnið.
= Spilað alla helstu fæla
= Þráðlaust net væri kostur, en ekki nauðsynlegt

Held að ég sé ekki að gleyma neinu. Ég á harðan disk sem ég get hent í þetta. Ég er alveg tilbúinn til að setja 25-35þ í þetta, en það þarf að vera þá spilari sem ég er 110% sáttur við. :D

Er einhver þarna úti sem hefur góða reynslu af einhverjum spilara? :happy

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Fös 25. Nóv 2011 23:00
af Arnzi
Xtreamer Pro
keypti svona fyrir stuttu og var bara overall mjöög ánægður með þetta, spilar full HD format eins og MKV H.264 og margt annað, þarft sam að kaupa harðan disk en það er ekkert mál að setja hann í, poppar frontið af og passar að tenging pass og rennir honum bara í og kveikir og formatar.
hef líka heyrt að Medi8er séu fínir

ÉG KANN EKKI AÐ NOTA PUNKTA Í STAFSETNINGU SORRÝ

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Fös 25. Nóv 2011 23:08
af Sæþór
Fá þér bara nettop vél og henda xmbc live á hana, /boxee /plex .. Ættir að vera í flottum málum þá.

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Lau 26. Nóv 2011 00:17
af kfc
Ég er með Mede8er MED500X2 og mæli mjög með honum. Hann fær mjög góða dóma, er einfaldur í notkun og spilar allt.

http://nordar.is/details/mede8er-med500x2" onclick="window.open(this.href);return false;

Færð ekki betri flakkara. :happy

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Lau 26. Nóv 2011 00:44
af Magginn
já, mér líst vel á þennan Mede8er! :P

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Lau 26. Nóv 2011 09:35
af eeh
Ég fékk mer um dagin TVIX HD sjónvarpsflakkara sem var nokkuð góður en ekki 100% sáttur þanig að ég seldi hann og fékk mér Apple Tv2 og setti upp XBMC, en hann var altaf að detta út og frjósa en viðmótið var frábært og sótti allar upplýsingar, var að stríma 1080p myndum sem voru um 15gb þráðlaust, en ég var ekki sáttur við þetta bögg í honum sem mun sennilega lagast í framtíðini.
Þanig að ég fór að leita af tölvu og endaði í Mac Mini 2.1 (2007) með Intel Core 2 Duo og 2 GB vinsluminni og seti upp XBMC á hann og er núna orðin 100% sáttur með hann.

Plúsar.
Fer ekkert fyrir henni, hljóðlát og hefur spilað alt sem ég vill.

Mínus.
Verð, það er í hæra kantinum.

Gangi þér vel í þessu.

Kveðja
EEH

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Sun 27. Nóv 2011 22:13
af Nuketown
ég er akkurat í sömu hugleiðingum. Lýst vel á þennan medi8er sem einhver syndi..
en hvernig er þessi:
http://tolvulistinn.is/vara/22463" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég á svona gamlan dvico tvix sem er búin að virka í mörg ár og virkilega góður. Langar í nýjan samt og betri núna.

Re: Sjónvarpsflakkara hugleiðingar

Sent: Mán 28. Nóv 2011 22:54
af Magginn
Menn virðast lofa þetta XMBC óspart, það er alveg spurning hvort maður ætti að fara út í slíka sálma?
Er það ekki kostnaður upp á allavega 70-100þ