Hefur þú farið í nýja verslun Tölvulistans ?
Sent: Lau 19. Nóv 2011 12:00
Hefur þú farið í nýja verslun Tölvulistans ?
Könnun
Könnun
Tölvu og tækniáhuga samfélagið.
https://gamma.vaktin.is/
ja ég fór einusinni og þurfti að bíða í 20-30 mín eftir afgreiðslu hjá tölvutek og sama kommst að því að varan var ekki til... frekar pirrandi að það eru ekki einhverjir starfsmenn sem getað checka hvort það er til sérstaklega þegar það er mikið að gera... eða allanvegana geta séð hvort varan sé til í einhverjari tölvu þarna...Kull skrifaði:Fór á miðjum degi og beið í 10 min eftir afgreiðslu, síðan áttu þeir ekki hlutinn sem ég ætlaði að kaupa.
ég held að það skipti ekki hvort þetta sé stærsta tölvu versluninn.lukkuláki skrifaði:Mér finnst áhugavert að 74% svarenda svarar NEI og hefur ekki farið í þessa búð og sumir ætla ekki.
Þetta er nokkuð stórt tölvunördaspjall og þarna er að opna sennilega stærsta tölvuverslun landsins.
Hrikalegur skandall finnst mér að ná ekki til okkar á einhvern hátt eða eru þeir búnir að gefast upp og vita kannski að nördarnir hérna geta flestir kaffært sölumennina þeirra á augabragði í þeirra eigin heimsku ? og nördarnir hér fara þangað sem sölumenn eru alvöru tæknimenn með reynslu og vit á þessu.
Þar ber að nefna Tölvutækni og Kísildal sem dæmi.
En um leið finnst mér þetta ekkert skrítið mv. orðspor sem Tölvulistinn hefur haft á sér og það er eitthvað sem breytist sennilega seint eða aldrei.
Tek fram að ég hef enga hagsmuni að gæta gagnvart neinni þessara búða en ég er einn þeirra sem fer ekki í Tölvulistann no matter what.
Já þetta vakti líka athygli mína...lukkuláki skrifaði:Mér finnst áhugavert að 74% svarenda svarar NEI og hefur ekki farið í þessa búð og sumir ætla ekki.
Þetta er nokkuð stórt tölvunördaspjall og þarna er að opna sennilega stærsta tölvuverslun landsins.
þeir ættu að byrja á að lækka verð og vera meira active í samkepni, ég sá á verð vaktinni að þeir voru aðeins með einn hlut ódýrari en aðrir og það var 640 GB fartölvu diskur og er hann 960kr ódýrari en hjá þeim næst lægsta.GuðjónR skrifaði:Já þetta vakti líka athygli mína...lukkuláki skrifaði:Mér finnst áhugavert að 74% svarenda svarar NEI og hefur ekki farið í þessa búð og sumir ætla ekki.
Þetta er nokkuð stórt tölvunördaspjall og þarna er að opna sennilega stærsta tölvuverslun landsins.
Spurning hvað þeir ætla sér að gera í framtíðinni, hugsanlega "ignora" nördana og einbeita sér af fyrirtækjunum...ég veit það ekki...
Allaveganna ef þeir ætla að ná til nördanna þá þarf eitthvað mikið að gerast...svo mikið er víst.
Mín eina upplifun af tölvulistanum er sú að ég fór inn og keypti mér mús..Skilaði henni svo seinna um daginn þar sem hún var snargölluð.. Cursorinn leitaði niður í hornið alltaf ef ég lyfti henni. Þegar ég kom í verslunina, þá reyndi söluráðgjafi að upplýsa mig um það að laser mýs væru með svo langt range að ef maður lyftir músinni upp, þá hreyfist cursorinn.. Ég keypti þetta bull nú ekki. Músacursor á ekki að færast í eitt hornið sama hvernig ég lyfti músinni og legg hana niður aftur, þannig ég krafðist að fá að bera tvær mýs saman, logitech g9x sem er laser mús einnig og þessa razer naga sem ég skilaði. Ég sýndi honum hvernig cursorinn skoppaði niður í hornið á naga, gerði svo nákvæmlega það sama með g9x en cursorinn hélt sér á sama stað með smá titringi.. Söluráðgjafinn sagði þá að ég væri að lyfta naga músinni skakkt og ég leyfði honum að prófa sjálfur og sama hvað hann reyndi þá skoppaði cursorinn aftur í hornið... Söluráðgjafinn leiðrétti ekki sjálfann sig jafnvel þó að kortin væru algjörlega á borðinu.. Ég fékk þá að taka g9x í staðinn...everdark skrifaði:Afhverju haldiði að það sé eitthvað áhugavert fyrir tölvuverslanir að ná til "nördanna"? Það er pínulítill markhópur og verslanir eins og Kísildalur eiga hann. Stærri verslununum er alveg sama hvort þú þekkir hz frá bæti, enda er það miklu stærri markhópur, það eiga nefnilega allir tölvu í dag.
Ef þeir geta selt vörurnar sínar á uppsettu verði og hagnast vel.. afhverju eiga þeir þá að lækka?
Ef menn eru að fá eitthvað út úr því að fara í verslanir og "kaffæra sölumenn í eigin heimsku" þá er eitthvað mikið að. Ef þú ert á sama stigi og flestir á þessu spjallborði þá veistu nákvæmlega hvað þú vilt og þarft ekki að vera með dónaskap við menn sem eru bara að reyna að vinna fyrir sér.
Magnað að menn skuli telja lítið íslenskt spjallborð með verðsamanburð vera nafla alheimsins.
Nei Tölvulistinn á víst ekkert í att samkvæmt þeim heimildum sem ég hef.g0tlife skrifaði:á ekki tölvulistinn att ? þannig að afhverju þurfa þeir að lækka verðin sín ? Heimska gamla fólkið kaupir þar og unga fólkið eins og við verlsum við att... win win dæmi hjá þeim en samt hata ég þessar búðir og mun aldrei versla við þær
Ég er ekki sammála því að þetta sé lítill markhópur. Þetta er markhópur með gífurlega mikla möguleika og fer sífellt stækkandi.everdark skrifaði:Afhverju haldiði að það sé eitthvað áhugavert fyrir tölvuverslanir að ná til "nördanna"? Það er pínulítill markhópur og verslanir eins og Kísildalur eiga hann. Stærri verslununum er alveg sama hvort þú þekkir hz frá bæti, enda er það miklu stærri markhópur, það eiga nefnilega allir tölvu í dag.
Ef þeir geta selt vörurnar sínar á uppsettu verði og hagnast vel.. afhverju eiga þeir þá að lækka?
Ef menn eru að fá eitthvað út úr því að fara í verslanir og "kaffæra sölumenn í eigin heimsku" þá er eitthvað mikið að. Ef þú ert á sama stigi og flestir á þessu spjallborði þá veistu nákvæmlega hvað þú vilt og þarft ekki að vera með dónaskap við menn sem eru bara að reyna að vinna fyrir sér.
Magnað að menn skuli telja lítið íslenskt spjallborð með verðsamanburð vera nafla alheimsins.
hahahahaha góður!DJOli skrifaði:og þessi helvítis auglýsing "já ásgeir í tölvulistanum hér" er líklega innprentuð í heilann á mér það sem eftir er.
Ekki vanmeta þennan hóp, þetta er hópurinn sem heldur uppi Start, Tölvutækni, Att, Kísildal og Tölvuvirkni.everdark skrifaði:Afhverju haldiði að það sé eitthvað áhugavert fyrir tölvuverslanir að ná til "nördanna"? Það er pínulítill markhópur og verslanir eins og Kísildalur eiga hann.
Eru þeir að hagnast svona vel? Þú hefur kannski einhverjar "inside information" sem við höfum ekki?everdark skrifaði:Ef þeir geta selt vörurnar sínar á uppsettu verði og hagnast vel.. afhverju eiga þeir þá að lækka?
Er einhver sem heldur það?everdark skrifaði:Magnað að menn skuli telja lítið íslenskt spjallborð með verðsamanburð vera nafla alheimsins.
Jú Tölvulistinn á Att.g0tlife skrifaði:á ekki tölvulistinn att ?
Mig rámar eitthvað í póst frá eiganda att þar sem hann sver af sér öll tengsl við Tölvulistann.GuðjónR skrifaði:Jú Tölvulistinn á Att.g0tlife skrifaði:á ekki tölvulistinn att ?
Það hlýtur þá að vera nýr pósturlukkuláki skrifaði:Mig rámar eitthvað í póst frá eiganda att þar sem hann sver af sér öll tengsl við Tölvulistann.GuðjónR skrifaði:Jú Tölvulistinn á Att.g0tlife skrifaði:á ekki tölvulistinn att ?
Finn hann reyndar ekki núna.