Síða 1 af 1
Fjöltengi [VPN Tengingar]
Sent: Þri 01. Jún 2004 15:44
af gingibergs
Halló.
Ég er að velta fyrir mér nettengingarmálum. Þeir hjá Orkuveitunni bjóða uppá þessa svokallaða "Fjöltengi". Er það eitthvað sniðugt ? Veit einhver hvaða kosti/galla sú tenging hefur ???
Sent: Þri 01. Jún 2004 16:22
af _Brainy_
Ég er með svoleiðis tengingu. Þetta er alveg fín tenging og allt það en stundum þarf að restarta tölvunni útaf einhverju server dæmi.
Samt gerist það ekkert oft
Sent: Þri 01. Jún 2004 22:27
af gumol
Hef sammt heyrt að það sé ekki nógu gott ping til að spila td. CS á svona raflínutengingu.
Sent: Þri 01. Jún 2004 23:05
af Jakob
Jamm, svartíminn á þessum raf-línum eins og þetta er kallað er frekar slappur.
Ef þú spilar mikið af online FPS leikjum þá skaltu velja þér DSL tengingu. Ef ekki, þá dugar þetta öruglega fínt!
Sent: Mið 02. Jún 2004 09:08
af gingibergs
Ég heyrði einhversstaðar að það væri nefninlega ekki ótakmarkað download innanlands hjá þeim. Þeir byrji að rukka mann eftir 50 Gb. Það var einhver sem sagði mér að hann hefði fengið reikning sem sagði að hann hefði farið 7 Gb yfir, og sá aðili var ekki að downloada miklu.
Sent: Mið 02. Jún 2004 09:11
af Mysingur
já það eru bara 50 gb frí
Er niðurhal innanlands frítt?
Já, niðurhal innanlands er frítt upp að 50 GB á mánuði. Ef farið er yfir það þá bætast við 2,40 kr. á MB.
Sent: Mið 02. Jún 2004 09:13
af gingibergs
Það er arfaslakt......
Sent: Mið 02. Jún 2004 16:00
af elv
50gíg ekki nóg fyrir innanlands bandvídd
Held að það sé kominn tími á að loka DC
Sent: Mið 02. Jún 2004 23:15
af zombrero
Ég er hjá Fjöltengi og ég hringdi um dahinn og spurði hvort það væri limit á innanlands download og ég fékk NEI.
Downloadaði líka svona 95 gb í síðasta mánuði
Sent: Fim 03. Jún 2004 13:01
af Skoop
Þeir eru ekki að rukka fyrir innanlandsdownlóad amk ekki næsta ár sögðu þeir mér
ég fékk mér fjoltengi til prufu og ætlaði að hætta útaf þessum takmörkunum en fyrst þeir eru ekki að rukka fyrir þetta er þetta hin ágætasta tenging.
En mig langar að vita hvað þetta VPN sem tengingin þeirr heitir sé
Sent: Fim 03. Jún 2004 17:08
af MezzUp
Skoop skrifaði:En mig langar að vita hvað þetta VPN sem tengingin þeirr heitir sé
Virtual Private Network