Síða 1 af 1

Compact flash í PCMCIA

Sent: Mán 31. Maí 2004 14:46
af FrankC
Sælir,

mig vantar PCMCIA kort sem les compact flash minniskort. Hef séð þetta út um allt úti en hvergi hér heima, veit e-r hvort þetta fáist á klakanum?

þá er ég að tala um e-ð í líkingu við þetta. Þetta er reyndar fáránlega dýrt, bara það sem ég fann í fljótu bragði, þetta kostar oft um 10 USD

Sent: Mán 31. Maí 2004 14:47
af skipio
Held ég hafi heyrt að þetta væri selt í Nýherja en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það ...

Sent: Mán 31. Maí 2004 15:12
af everdark
skipio skrifaði:Held ég hafi heyrt að þetta væri selt í Nýherja en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það ...


Nýherji selur þetta pottþétt miiiiiikið dýrara en þeir keyptu það :P :lol:

Sent: Mán 31. Maí 2004 16:41
af FrankC
þá er örugglega vænlegast að kaupa ódýrt svona frá provantage.com, þeir senda til Íslands, gott að versla við þá

Sent: Mið 23. Jún 2004 23:38
af hde
Láttu mig vita ef þú finnur PCMCIA reader/writer , ég er að leita að fyrir Memory Stick.

Sent: Fim 24. Jún 2004 06:38
af FrankC
Nýherji er með þetta fyrir compact flash allavega, kostar e-n 4þús kall minnir mig

Re: Compact flash í PCMCIA

Sent: Fim 24. Jún 2004 16:30
af gnarr
FrankC skrifaði:Þetta er reyndar fáránlega dýrt, bara það sem ég fann í fljótu bragði, þetta kostar oft um 10 USD


hvernig færðu út að það sé dýrt???

10$ = 727kr...
+ 24.5% vsk = 905kr

Sent: Fim 24. Jún 2004 23:01
af Hlynzi
Er það nokkuð t.d. þessi memory stick. 4-in-1 card reader (SM/SD//MS/MMC)

Ég á svona kort, fylgdi með ferðatölvunni minni. Ef það er eitthvað af þessu 4 hlutum þá gæturu látið gaurana í boðeind panta þannig.