Síða 1 af 1

Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 00:47
af skrifbord
Allt í einu er tölvan hjá mér hætt að opna youtube video eða önnur video. í speedtest segir hún samt eðlilegan hraða á erlendu streymi. up and down.
Einhver sem veit hvað getur verið að?

Re: Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 02:12
af krassi
Getur prófað að nota annan browser, t.d. Chrome eða Firefox, þ.e.a.s. ef þú ert ekki þegar búinn að því.

Re: Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 02:19
af skrifbord
er að nota firefox. hef profað að nota ie (gamlan) og alveg sama. hef alltaf notað firefox og þetta aldrei verið vandamál

Re: Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 05:59
af Klaufi
Ef það kemur bara svartur gluggi upp hjá þér:

Keyrðu þá CCleaner frá piriform.com.. (http://www.piriform.com/ccleaner/download" onclick="window.open(this.href);return false;)

Hef lent í því oftar en einu sinni og lagast eftir CCleaner run.

Re: Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 06:51
af skrifbord
kemur ekki beint svartur gluggi, vidó byrjar að opnast en stoppar strax, telur upp % en nær sér ekki af stað. Skrítna er, þetta er líka í fartölvunni.

Re: Tölva opnar ekki youtube eða nein video

Sent: Lau 12. Nóv 2011 11:42
af arnif
clear cache