Síða 1 af 1

tölvan crashar alltaf..

Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:50
af gummih
daginn, ég er með tölvu sem ég setti saman fyrir c.a 2 mánuðum og frá upphafi hefur hún verið að crasha með blue screen á kanski 1-2 klukkustunda fresti... svo er skjákorts driverarnir alltaf að crasha á kanski 15 mínútna fresti. þetta er alveg óþolandi þar sem ég er mikið að spila með vinum mínum og þegar ég er host á einhverju þá detta þeir alltaf út og svo þegar ég er ekki að hosta þá get ég ekkert joinað þá aftur og missi af öllu.....

vélin er allaveganna svona:
AMD A8-3850 APU með HD 6550 skjákorti innbyggðu svo er ég með ASRock A75M móðurborð, GeIL 2*8662 GB vinnsluminni með stuðning uppað 2133Mhz klukkuð á 1866Mhz og svo er ég með tvo gamla seagate 150Gb harðadiska i þessu. uppsett er svo löglegt Windows 7 64bit home premium og ég hef reynt að re-installa AMD driverunum mörgum sinnum og ekkert breytist...

vona að einhver geti hjálpað með þetta þar sem ég hef þurft að þola þetta í tvo mánuði
MBK

-Gummi

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Þri 08. Nóv 2011 22:57
af mercury
að öllum líkindum einhvað vesen með þessi minni. prufað þú að downclocka þau meira til að byrja með.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Þri 08. Nóv 2011 23:02
af Bioeight
Ertu búinn að uninstalla öllum skjákortsdriverum og nota síðan driver sweeper til að þurrka út leifarnar? Eftir það installa nýjustu ATi driverunum?
Ef það kemur Blue screen þá ætti að vera hægt að lesa eitthvað út úr því, með einhverju eins og Bluescreenview t.d. , getur þá póstað hvað það er sem málið er. Oftast er það útaf minnisvandamálum eða yfirklukki.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Þri 08. Nóv 2011 23:29
af gummih
ég var búinn að prófa að setja allat í defult og það breytti engu nema fps-inu mínu í leikjum.. en varðandi hitt þá hef ég ekki reyndar prófað að nota drive sweeper, reyni það eins fljótt og ég get :)

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Þri 08. Nóv 2011 23:31
af Bioeight
Ertu búinn að keyra Prime95 til að athuga hvort yfirklukkunin á örgjörvanum sé stöðug?

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 00:15
af gummih
nei, hafði heldur ekki reynt það.. mun gera það á morgun ef ég hef tíma

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 07:42
af mercury
fyrsta sem mig myndi gruna er glatað overclock. gæti verið cpu minni eða skjákort þar sem það er innbyggt í örgjörfanum. þegar þú overclockar hann þá amk á intel ertu að overclocka skjákorts stýringuna í leiðinni.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 23:00
af gummih
okei, núna er ég búinn að reseta bios, drive swappa og installa nýjum driverum. Sammt heldur allt það sama áfram að gerast... hvað gæti þetta eginlega verið? ég lennti í því að tölvan crashaði með bláum skjá og um leið og ég startaði henni aftur þá gerðist það sama strax.. svo startaði ég henni aftur og náði að ræsa leik og þá gerist þetta í þriðja sinn, og þetta er búið að vera að halda áfram í meira en 15 mínútur!! vantar alveg nauðsynlega hjálp með þetta er að vera brjálaður :mad

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 23:07
af kizi86
gætirðu kanski komið með upplýsingar um bluescreen dæmið hjá þér? hvaða villa kemur? mjög erfitt að hjálpa þér ef maður veit ekki alla söguna..

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 23:09
af Nitruz
Var í saman veseni með fyrri tölvu. Random crash/driver stopped responding, aðalega í leikjum samt. Var með tvö gtx 9800 í sli.
Kom í ljós að annað kortið var doa og hafði aldrei virkað einns og það átti. Kannski partur af vinnsluminninu á kortinu sem var ónýtt.
Ekki útiloka að það sé bilað hardware þótt tölvan sé ný.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 23:14
af gummih
ætti ég kanski bara að fara með tölvuna í kísildal og láta þá checka á þessu? pæling hvort að það myndi kosta eitthvað þar sem þetta er allt keipt þar.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Mið 09. Nóv 2011 23:16
af Sphinx
gummih skrifaði:ætti ég kanski bara að fara með tölvuna í kísildal og láta þá checka á þessu? pæling hvort að það myndi kosta eitthvað þar sem þetta er allt keipt þar.
ætti ekki að kosta neitt ef tölvan er i abyrgð hja kisildal..

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Fim 10. Nóv 2011 15:26
af gummih
það sem er í ábyrgð er móðurborðð, örgjörvi og vinnsluminni

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Fim 10. Nóv 2011 15:37
af KLyX
Tölvuvirkni bjóða upp á fría bilanagreiningu, myndi bara skella mér til þeirra.

Re: tölvan crashar alltaf..

Sent: Fim 10. Nóv 2011 15:43
af gummih
gæti verið að maður geri það bara