Síða 1 af 1
vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:49
af Dormaster
litli bróðir minn er að verða 12 ára á laugardaginn og ég veit ekki hvort við ættum að gefa honum tölvuskja eða sjónvarp ?
Hann er búinn að fá sér mjög flotta tölvu en þar sem hann er með 19" skjá og spilar marga leiki myndi mér finnast sniðugast að gefa honum 24" tölvuskjá.
Honum langar reyndar í 32" sjónvarp þar sem hann á einnig ps3 en það er bara að fara að kosta heilan helling.
þar sem hann gæti verið með bæði ps3 og PC tölvuna tengda í þennan skjá er þá ekki sniðugast að gefa honum einn þannig ?
svo að ég var að pæla hvort að þið vissuð um einhvern góðan skjá sem er FULL HD sem er góður og er ekki að kosta mikið ?
einnig er eitthvað annað sem væri sniðugt fyrir hann ?
Takk
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:54
af braudrist
Kerti & Spil
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:56
af Plushy
Hvaða ofdekur er í gangi í dag, ps3 þegar hann er 12 ára og á að fá 24" leikaskjá eða 32" sjónvarp
fannst túbusjónvarpið og n64 fínt.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:57
af Magneto
mundi klárlega bara gefa honum svona skjá ef þú vilt ekki fara yfir 30þ.
http://tolvutek.is/vara/benq-g2420hdb-2 ... ar-svartur
eða bara ehv. flotta mús og/eða lyklaborð...
http://tl.is/vara/20309 -
http://tl.is/vara/19086
vona að þetta hafi hjálpað
en jæja farinn að sofa MW3 í fyrramálið
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:59
af Dormaster
Hann á reyndar gott lyklaborð en ekki mús þetta er pæling
einhverjar fleirri hugmyndir ?
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 00:00
af Gizzly
Plushy skrifaði:Hvaða ofdekur er í gangi í dag, ps3 þegar hann er 12 ára og á að fá 24" leikaskjá eða 32" sjónvarp
fannst túbusjónvarpið og n64 fínt.
Nostalgíubomba! Hver man ekki eftir mariokart og golden gun afmælunum?
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 00:05
af Black
úff þetta er eiginlega orðið nostalgígju þráður, ég fór að rifja upp hvað ég fékk í afmælisgjöf þegar ég var 12ára, ætli það hafi ekki verið playmobil e-ð hehe, breyttir tímar
annars eru benQ skjáirnir hjá @tt prob ódýrastir
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 00:24
af capteinninn
Plushy skrifaði:Hvaða ofdekur er í gangi í dag, ps3 þegar hann er 12 ára og á að fá 24" leikaskjá eða 32" sjónvarp
fannst túbusjónvarpið og n64 fínt.
Málið er samt að hún kostaði helling á sínum tíma ásamt túbusjónvarpinu.
Man að ég fékk Sega Mega á sínum tíma og hún var rándýr, ég og bróðir minn fengum hana saman í jóla og afmælisgjöf okkar beggja
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 02:23
af hendrixx
ekkert tölvunörda kjaftæði!
kaupiði handa honum rafmagnsgítar og magnara
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 02:35
af Ulli
hendrixx skrifaði:ekkert tölvunörda kjaftæði!
kaupiði handa honum rafmagnsgítar og magnara
Held að Þú sért á vitlausri síðu Félagi.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 11:18
af g0tlife
mig grunar að honum bráðvanti kort í ræktina
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 11:37
af Sallarólegur
Fékk einmitt PS2 í 12 ára afmælisgjöf... gaman að því.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 11:40
af worghal
ég man þegar ég vann mér fyrir minni ps2... og öllu sem ég á...
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 13:13
af Dormaster
er semsagt ekki lang best að gefa honum BenQ 24" skjá ?
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 14:20
af Daz
g0tlife skrifaði:mig grunar að honum bráðvanti kort í ræktina
12 ára?
Sallarólegur skrifaði:Fékk einmitt PS2 í 12 ára afmælisgjöf... gaman að því.
Mig langaði í NES. Fékk gameboy svo það var hálfur sigur.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 15:48
af g0tlife
Daz skrifaði:g0tlife skrifaði:mig grunar að honum bráðvanti kort í ræktina
12 ára?
Ekki eru 12 ára krakkar úti að leika sér í dag svo já. Heldiru að þú verður bara að lyfta á fullu því þú ert í ræktinni ?
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 16:12
af jamibaba
Geturu líka keypt stóran tölvuskjá 24"-30" sem er með HDMI tengi og Audio out. Þá fær hann bæði í einu. Það er það sem ég gerði. Fékk mér 23" skjá fyrir Ps3 og Pc, bara ýta á einn takka til að skipta á milli.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 16:21
af Saber
Honum á ekki eftir að finnast hann elskaður nema að þú gefir honum amk. 50" 3D sjónvarp.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 16:31
af Daz
g0tlife skrifaði:Daz skrifaði:g0tlife skrifaði:mig grunar að honum bráðvanti kort í ræktina
12 ára?
Ekki eru 12 ára krakkar úti að leika sér í dag svo já. Heldiru að þú verður bara að lyfta á fullu því þú ert í ræktinni ?
Aðalega var ég nú að velta fyrir mér hvaða rækt myndi selja kort fyrir svo ungan "ungling". Kæmist í það minnsta ekki inn án forráðamans. Ætli leikfimin í skólanum dugi ekki út grunnskólann.
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 17:15
af kubbur
rafmagnsgítar og magnara, tja eða hjól
Re: vantar gjöf fyrir litla bró
Sent: Þri 08. Nóv 2011 18:26
af Dormaster
jamibaba skrifaði:Geturu líka keypt stóran tölvuskjá 24"-30" sem er með HDMI tengi og Audio out. Þá fær hann bæði í einu. Það er það sem ég gerði. Fékk mér 23" skjá fyrir Ps3 og Pc, bara ýta á einn takka til að skipta á milli.
ég er einmitt með einn svona 24" sem er með 2 HDMI og er búinn að fá ps3 tölvuna hans lánað finnst það lang þægilegast
http://tolvutek.is/vara/benq-gl2440hm-2 ... ar-svartur" onclick="window.open(this.href);return false;
er þessi ekki bara að gera sig ?