Síða 1 af 1

Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Þri 25. Okt 2011 22:53
af gauivi
Ég veit að þetta er aulalega spurning en það verður að hafa það :baby Frétti að aðila sem fór með Dell tölvuna sína í viðgerð þar sem hún væri orðin svo hægvirk. Fékk þá spurningu um það hvort hann væri alltaf að slökkva á tölvunni á milli notkuna. Það ætti hann alls ekki að gera heldur loka bara skjánum nema um langan tíma væri að ræða. Ekki væri þörf á að fara í shut down á nóttunni. Nú hafði ég alltaf staðið í þeirri meiningu að betur færi með fartölvur að slökkt væri á þeim þegar verið er með þær á ferðinni og svo eyddu þær batteríinu á sleep þannig að maður þyrfti að hlaða oftar og ganga þar með fljótar á líftíma batterísins. Ég hef því alltaf farið oft á dag í shut down – er það bara vitleysa í manni ?

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Þri 25. Okt 2011 22:59
af Kristján
http://www.hampshire.edu/computing/6882.htm" onclick="window.open(this.href);return false;

herna er eitthvað til að lesa allavega en segir ekki hvort er verra og hvort er betra.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Þri 25. Okt 2011 23:13
af intenz
Ég flakka á milli staða í skólanum endalaust allan daginn og nenni ekki alltaf að vera að ræsa tölvuna upp í hvert skipti þegar ég þarf að nota hana, þannig ég set hana alltaf bara á sleep.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Þri 25. Okt 2011 23:15
af Kristján
fínt samt að slökkva á henni annað slagið.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Mið 26. Okt 2011 22:09
af BBergs
Ég loka bara tölvunni og þá dettur hún á sleep mode!

Endurræsi hana 2-3x í viku :-)

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Mið 26. Okt 2011 23:03
af Tesy
Ég set hana alltaf á sleep á daginn og slekk á hana þegar ég fer að sofa.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Mið 26. Okt 2011 23:05
af Pandemic
Svo er auðvitað hibernation.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Mið 26. Okt 2011 23:17
af Hargo
Það á nú ekkert að hægja á tölvunni þó þú slökkvir á henni á hverjum degi, hef allavega ekki heyrt af því áður.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Fim 27. Okt 2011 00:29
af Leviathan
Það styttir líftíma harðdisksins bara held ég. Í hvert sinn sem þú kveikir á vélinni þarf hann að snúa sig í gang og lesa haug af kerfisskrám.

Re: Hve oft á maður að slökkva á fartölvum ?

Sent: Fim 27. Okt 2011 07:28
af AncientGod
en hvað með ssd diska ?