Síða 1 af 1

vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 15:01
af mummz
Góðann dag.

Ég var að panta mér asus g53sx-a1, fartölvu í gegnum buy.is.

Ég fékk hana á föstudag, setti hana upp í gær og allt gekk vel og ekkert mál. Í morgun þegar ég kveiki á henni, þá er skjárinn bara svartur! Þegar ég rýni í hann þá sé ég móta fyrir bakgrunninum sem ég með á desktopnum, og allt virðist virka annað en helvítis skjárinn. Ég er að fara út næstu helgi, og verð að taka tölvu með mér, er einhver von um að geta fengið gert við vélina á einni viku? Hvern væri best að tala við? Ætli buy.is þurfi ekki að senda vélina út til að gera við hana, eða get ég látið eitthvað verkstæði í bænum gera þetta og sent svo buy.is reikninginn?

p.s. svo er ég reyndar að spá í að láta bæta ssd disk í hana í leiðinni, hver væri besta/ódýra lausnin á því? (treysti mér ekki sjálfur til að gera það...)

kveðja,
Mummi

Re: vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 15:16
af teitan
Þú átt alltaf að snúa þér til þess sem að seldi þér tölvuna út af ábyrgðarmálum...

Re: vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 15:58
af kubbur
ef þú skilar vöru allt að 3 virkum dögum eftir afhendingadag þá áttu rétt á nýrri vöru sé sú gamla gölluð

Re: vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:50
af mummz
Já, takk fyrir það félagar.

Vandamálið er það að ég var að versla við buy.is, og það er ekki eins og þeir séu með aðrar vélar á lager, búinn að bíða í kringum 3 vikur eftir þessu eintaki. Þar sem ég er að fara út næstu helgi og þarf að hafa fartölvu með mér, þá er ég að spá hvort ég verði að kaupa mér aðra vél annarsstaðar eða reyna að láta laga þessa í vikunni...

fokkins vesen...

kv.
M

Re: vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 22:10
af roadwarrior
Stendur ekki bara takkinn sem slekkur á skjánum á sér?

Re: vantar hjálp, bilaður skjár á lappa

Sent: Sun 16. Okt 2011 22:18
af ljoskar
roadwarrior skrifaði:Stendur ekki bara takkinn sem slekkur á skjánum á sér?
Ég myndi giska á þetta sem Roadwarrior segir. Maður hefur séð þetta, en ljósið sem lýsir skjáinn upp getur líka verið ónýtt.