Síða 1 af 1
Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 20:07
af niCky-
Ég og félagi minn vorum að setja saman glænýja tölvu með Gigabyte GA-P67A-D3-B3 móðurborði, við erum búnnir að tengja allt og erum bunnir ad tengja aflgjafan or ATX í moðurborðið og ATX_12v 4 pin tengi uppi líka. Erum líka bunnir að tengja Power Switch, Reset Switch, Power LED og H.D.D LED, en þegar við ýtum á power takkan á kassanum þá gerist ekki neitt, any ideas :/ ?
Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 20:09
af worghal
er rétt tengt í +/- með power switch or reset switch ?
Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 20:12
af mundivalur
kveikja á aflgjafanum

taka smá pásu og fara svo yfir allt aftur,kom ekkert ljós á móðurb. og eingin hreyfing á viftu/m

Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 20:13
af Klemmi
worghal skrifaði:er rétt tengt í +/- með power switch or reset switch ?
Það er bara á díóðu-ljósunum, ekki á switchunum.
En annars er það bara að vera viss um að allar tengingar séu fullkomnlega í sambandi og einnig að þið hafið ekki sett koparplattana sem fara undir móðurborðið á rétta staði þ.e.a.s. að þeir séu ekki að valda skammhlaupi milli móðurborðs og kassa.
Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 20:42
af worghal
er örugglega 4 pin tengið tengt ? er 24pin tengið allveg fast í ?
Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Fös 14. Okt 2011 23:06
af Sallarólegur
worghal skrifaði:er rétt tengt í +/- með power switch or reset switch ?
Það eina sem switcharnir gera er að tengja vírana saman, svo það skiptir ekki máli

Re: Tölva sem var verið að setja saman er ekki að boota
Sent: Lau 15. Okt 2011 03:05
af Bioeight
1.Ef það er 8 pinna tengi á PSU sem er verið að tengja í 4-pin tengið á móðurborðinu þá er hægt að óvart tengja það vitlaust, checka hvort það sé málið, það skiptir máli hvaða 4-pin af 8-pin tenginu fara í 4-pin tengið.
2.
Klemmi skrifaði:
En annars er það bara að vera viss um að allar tengingar séu fullkomnlega í sambandi og einnig að þið hafið ekki sett koparplattana sem fara undir móðurborðið á rétta staði þ.e.a.s. að þeir séu ekki að valda skammhlaupi milli móðurborðs og kassa.
x2 , checka á öllum skrúfum og skrúfgöngum að það sé enginn málmur að fara í borðið, á heldur ekkert að herða skrúfur alltof mikið á móðurborðinu.
3.Ef þið voruð með kælikrem checka hvort eitthvað hafi sullast á móðurborðið eða útfyrir, þurrka það ef svo er. Gá líka hvort örgjörvinn sé ekki alveg örugglega 100% í slottinu..
4.Checka hvort power takka tengið sé ekki örugglega rétt fest við móðurborðið.
Hvaða aflgjafa og skjákort ertu með? Er allt nýtt?