Síða 1 af 1
Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Mið 05. Okt 2011 22:03
af HemmiR
Sælir, hvað mynduð þið segja að væri "eðlilegur" hiti á þessu korti í bæði idle og load?
Mér sýnist mitt kort vera í kringum 58-60°c í idle og svo sá ég það fara uppí 82°c í 100% loadi
Er það eðlilegt?
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Mið 05. Okt 2011 22:05
af GullMoli
Ekkert að því að vera í 82°C við 100% load, ég átti sama kortið og það var stundum í 90+ án nokkurra vandræða.
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Mið 05. Okt 2011 22:14
af axyne
Átti eins kort einu sinni.
keyrði alltaf frekar heitt, og ef ég keyrði furmark þá var ég að sjá tölur 90-100 á vandræða.
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Mið 05. Okt 2011 22:41
af worghal
ég á inno3d 8800GTS 320mb og það er alltaf 55°C idle
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Fim 06. Okt 2011 10:07
af littli-Jake
þessi 8800Gt kort eru alltaf sjóðandi heit. Ég var með 512 útgáfuna fyrir ári eða tvem og var endalaust að rembast við að reyna að kæla það. Held að ég hafi best náð því niður í svona 70-75 gráður í full lode. Og þú ert með S kort sem er væntanlega viftulaust.
En annars ef að dótið brennur yfir þá geturu fengið betra kort á 5k
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Fim 06. Okt 2011 10:17
af HemmiR
Alltílagi, takk fyrir svörin drengir
littli-Jake skrifaði:En annars ef að dótið brennur yfir þá geturu fengið betra kort á 5k
En annars já ég veit það enda var ég ekkert að spá i að reyna að halda lífi í þetta kort e-ð endalaust, ég er bara búinn að vera lenda í því að tölvan er að drepa á sér í leikjum svo ég fór að spá hvort það gæti stafað af hitastiginu á skjákortinu en svo virðist ekki vera
Þetta vandamál lýsir sér bara þannig að tölvan virkar 100% fínt þegar ég horfi á bíómyndir, hlusta á tónlist eða vafra bara á netinu en um leið og ég fer í tölvuleik þá drepur tölvan á sér eftir svona 10min. Örgjörvinn er að keyra á c.a 60-65°c í load og þetta er AM2 6400x2 örgjöfi svo það er ekki heldur hitavandamál þar. Ég er búinn að prufa 3 aflgjafa og þetta gerist ennþá með mismunandi aflgjöfum, svo ég bara hreinlega veit ekkert hvað er í gangi með tölvuna
Edit:
Móðurborð: Gigabyte GA-MA790X-DS4
Örgjöfi: AMD64 x2 6400+
Vinnsluminni: Mushkin 4GB DDR2 800MHz (2x 2GB) Silverline cl 5
Aflgjafi: 500W man ekki nafn
Harðadiskur: 1,5tb seagate sata 2 7200rpm
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Fös 07. Okt 2011 22:30
af littli-Jake
Hvernig veistu að hitastigið fari ekki hærra en þessar tölur? Monitor forrit sem núlstillist ekki þegar vélin rebootar?
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Lau 08. Okt 2011 03:51
af HemmiR
littli-Jake skrifaði:Hvernig veistu að hitastigið fari ekki hærra en þessar tölur? Monitor forrit sem núlstillist ekki þegar vélin rebootar?
Window mode tölvuleikja spilun og með speedfan&pcwizard opið hægra megin á skjánum og fylgist með þessu mjög vel
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Lau 08. Okt 2011 11:16
af beatmaster
Getur verið að vélin sé still í BIOS á shutdown ef að CPU fer í 65 gráður, það er það eina sem að mér dettur í hug að gæti verið að?
Re: Eðlilegt hitastig á evga 8800gts 320mb
Sent: Lau 08. Okt 2011 12:26
af littli-Jake
HemmiR skrifaði:littli-Jake skrifaði:Hvernig veistu að hitastigið fari ekki hærra en þessar tölur? Monitor forrit sem núlstillist ekki þegar vélin rebootar?
Window mode tölvuleikja spilun og með speedfan&pcwizard opið hægra megin á skjánum og fylgist með þessu mjög vel
Hvernig datt mér það ekki í hug
En ég mundi henda speedfan. Rusl af forriti. Nældu þér frekar í HWMonitor