Síða 1 af 1
Þráðlaus net
Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af sumo
Hvað finnst mönnum um þennan nýja staðal fyrir þráðlaus net sem Evrópa samþykkti nýlega og eiga að bjóða upp á 54Mbits á sek.
Mér finnst þetta flott dæmi en hef áhyggjur af öryggi og stórefa að ég setji svona upp fyrr en öryggismál hafa verið leyst með fullnægjandi hætti
Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Buddy
Það er alveg hægt að koma á sæmilegu öryggi jafnvel á 802.11b kerfunum sem tíðkast núna í dag. Eina sem menn þurfa að gera er að læsa vélunum á kerfinu sæmilega. Það er hægt að keyra á sæmilegu WEP (innbyggt), MAC authentication og aðgangskerfi. Þá ertu 100%.
Sent: Fim 01. Jan 1970 00:00
af Buddy
Komdu með góðann hlekk á þetta nýja kerfi sem þú ert að tala um. Á hvaða tíðnisviði virkar það?
Sent: Sun 13. Okt 2002 17:34
af sneaker
Sumo er líklega að tala um 802.11a eða Wi-Fi5 sem keyrir á 5GHz. Annars er einn annar staðall sem ræður við hraða allt að 54Mbps sem heitir 802.11g sem keyrir 2.4GHz. Ég veit ekki hvað af þessu hefur verið samþykkt til notkunar í Evrópu en veit til þess að 802.11a er í notkun úti í Bandaríkjunum.
Öryggið getur verið fínt þ.a.e.s ef búnaðurinn og umsjónarmaðurinn vita hvað þeir eru að gera. Með MAC addressu aðgangslista, WEP, og einhverskonar RADIUS authentication eða jafnvel Kerberos er hægt að ná góðu öryggi.
Til að bæta öryggið ennþá meira er verið að gera Wireless VPN, byggt á Wireless Transport Layer Security og mun WVPN taka minni overhead bandvídd en venjulegt VPN.
Svo styttist í það að þráðlausu netin verði switched. Þá verður hægt að ná meira througput á sendum og flóknari stærri kerfi koma til með að verða ódýrari í rekstri.
Hér eru nokkrir tenglar með upplýsingum tengdum þráðlausum netum:
wirelessethernet.org
standards.ieee.org
grouper.ieee.org
Varðandi þráðlaus kerfi.
Sent: Fim 12. Des 2002 10:07
af noline
Þráðlaus kerfi eru svosem ágæt, ef gætt er öryggis. Hins vegar hef ég prófað WVPN og það er algjört blast, notar mun minni bandbreidd en á landlínukerfi og einnig er öryggið á því mun mun meira, sér í lagi ef að notaðir eru linux þjónar í að authenticate-a. Mac addressu filtering, wep og svoleiðis er auðveld bráð fyrir þá sem hafa kunnáttu til að skanna kerfi með ákveðnum forritum.