Síða 1 af 1

Byrjendahjálp :)

Sent: Mán 03. Mar 2003 23:17
af Castrate
Bara af því það gerist lítið hérna að þá ávað ég að henda inn þessari grein sem ég sendi inn á huga.is/unreal fyrir stuttu.

Halló

Ég hef tekið eftir byrjendum í UT2k3 og þeir eru allir að læra þannig að ég ætla að taka smá tutorial hérna svona to get you started :D

The Basics
Hreyfa sig ekki standa bara þarna og skjóta. Heyfðu þig dodgeaðu mikið. Ef þú hefur ekki kynnt þér dodge þá er það þegar þú tvíklikkar hratt í einhverja átt það er áfram, afturábak, hægri eða vinstri. Þannig að ef þú ert með W sem áfram A sem vinstri og S sem afturábak og D sem hægri þá tvíklikkaru bara hratt á D ef þú villt dodgea til hægri.

Byssur
Hvað varðar byssurnar þá finnst mér rocket launcherinn, shockin og minigun vera bestu byssurnar. Reyndu að nota ekki alltaf sömu byssuna nota ferkar margar í einu fer líka
eftir því hvar óvinurinn er. Svo eru all flestir með allar byssurnar bindaðar á takka í kringum WSAD. Ég er tildæmis með select best weapon á G, flak á F, shock á Q, Sniper á R. Translocator á E, Slurm á C, Mini á X, og Link á Z. Svona er ég með öll vopn við hendina og þarf ekki að líta niður og ýta á 8 ef ég vill fá Flak. Eða scrolla niður eða upp á vopnið sem getur verið pirrandi stundum. Hægt er að binda þetta allt í leiknum undir settings/controls eða fara í UT2003/system folderið og finna User.ini og gera þetta þar
Hér eru nokkur atriði um nokkrar byssur.

Redeemer: Ekki taka redeemerinn og skjóta strax úr honum og reyna að hitta einhvern útí rassgati bara til að fá stig. Taktu hann með í sókn og notaði hann til að losna við alla varnamennina í óvina beisinu, eða notaðu hann í vörn og taktu alla sóknarmennina þar, ef þú ert í Ctf, Bombing run, Double Domination.

Rocket launcher: Það er besta byssan og reyndu að venja þig á að nota hana mikið. Það er langbest að skjóta í jörðina fyrir neðan óvininn. Ekki nema þú telur þig vera það góðan að geta hitt alltaf í manninn sjálfan að þá geriru það. Dodgeaðu líka mikið þegar þú ert með hana.

Minigun: Ef þú ert með damage amp (þetta sem gerir byssuna fjólubláa) farðu þá í sókn með minigun og damage amp og dreptu allt sem þú sérð (nema vini þína :P)

Shock rifle: Reyndu að æfa þig að gera shock combo (skýtur kúlu og síðan venjulegt skot úr shockinum) reyndar er svolítið erfitt að hitta kúluna en þú verður bara að æfa þig :)

Speech binder
Það er hálfgert must að vera með nokkur speech binduð á einhverja takka. Til þess að gera þetta þarftu að vera með nýjasta patchið fyrir UT2k3. Patchið geturu fengið http://ut.internet.is/UT2003/patchar/ut ... ch2199.exe ég vill btw þakka fragman fyrir að hósta þetta á servernum sínum. Til þess að binda nokkur speech þú ferð í Settings og svo í speech flipan sem er þar svo bara veluru speech og velur takka fyrir það ég nota numpad takkana og insert og home og þá takka en hérna eru mikilvægustu speechin.
"Incoming"
"Cover me"
"I need some backup"
"Somebody get our flag back"
"Base is uncovered"
"Enemy flag carrier is here"

CTF

Ctf eða Capture The Flag er vinsælasta gameplayið á íslandi í dag og það eru nokkur atriði þar sem þarf að athuga.

Coverið flagberaran ykkar ekki bara labba framhjá eins og ekkert sé og fara í “vonda” beisið og bíða þangað til að flagberarinn annaðhvort missi flaggið eða cappi (skori).

Ef þið sjáið að Beisið er uncoverað Fariði þá í vörn segiði “Base is uncovered” eða “i need some backup” ef þú sérð eikkurn brjálæðing koma.

Taktu óvinafánan taktu megahealth, damage amp og sheild og farðu og taktu fánan ekki taka bara eina byssu og búið og fara í sókn reyndu að taka eins margar byssur og þú getur farðu vel búin í sókn. Þegar þú ert komin með flaggið í hönd og þú ert með 100 í adrenaline ýttu þá 4 sinnum áfram og þá hleypuru hraðar dodgeaðu líka mikið þegar þú ert með flaggið.

Item Shareing
Þegar þú byrjar ekki taka alla skot pakkana og allt taktu einn og búið. Það er ekkert nema pirrandi þegar maður sér einhverja gaura taka báða ammo pakkana.

Damage Amp
Ef þú ert með damage amp þá er besta að nota, minigun, linkgun, jafnvel Sniper, shock. Helst byssur sem meiða þig sjálfan ekki ef þú ert í close combat.

Mouse Sensitivity
Þetta fer mjög mikið eftir því hvaða byssur þú ert að nota og hvernig mús þú ert með. Ef þú ert með glænýja leiser mús þá eru mjög miklar líkur á því að þú þurfir lágt sens 0.1 og uppí 3 eða 4. Ef þú ert mikið fyrir sniper, shock og þannig þá er best að nota lágt sens. Fyrir minigun, rocket launcher, og þannig byssur er best að nota hátt sens. Ég er núna með Logitech MX500 og er með sens í 2.16 :)

Fov
Fov er field of view. Default fov í UT/UT2003 er 90. Því hærra sem Fov er því meira sérðu í kringum þig. Ef þú er með fov í 120 þá sérðu mikið. Ég er með Fov í 100 sumir eru með það í 120. Ég veit að smelkur er með fov í 80 þannig að allt persónubundið.

Að lokum.
Ég vill benda á nokkrar greinar sem ég fór eftir til að skrifa þetta.
http://www.hugi.is/unreal/bigboxes.php? ... ein_id=780
http://www.hugi.is/unreal/greinar.php?grein_id=35864
http://www.hugi.is/unreal/greinar.php?grein_id=22202
http://www.hugi.is/unreal/greinar.php?grein_id=16518
http://www.hugi.is/unreal/greinar.php?grein_id=45655 < þessi grein er með allt um hvernig á að byrja með clan og hvernig á að stjórna því og allt.

Ekki má gleyma thursahjálpinni sem Dipper skrifaði.
http://www.hugi.is/unreal/bigboxes.php? ... 102&more=1
Ég mæli eindregið með að þið kíkjið á þessa linki lesið betur um þetta.
Komiði á #ut.is og #unreal.is á irc.simnet.is á ircinu þar eru flest allir spilararnir og þú getur spurt þá og chattað við þá um þetta allt. Vonandi hjálpar þetta :D

Kv.
[SoS]Castrate

Sent: Þri 04. Mar 2003 08:32
af MezzUp
Vá frábær greinar mar......... Svona á þetta að vera :)´
Annars vissi ég ekkert um dodge'ið.
Þú hefðir kannski mátt skrifa stuttan lista yfir Powerups :)
Manni er soldið farið að langa í Ut2003. Kannski að maður fari á eitthvað lansetur þar sem að hann er og prufi hann þar.

Sent: Þri 04. Mar 2003 13:18
af Castrate
powerups eða pups eins og við utararnir köllum það :)

Damage Amp: Lætur byssurnar sem þú ert með gera tvöfallt meiri skaða

Stóri og litli skjöldir: Stóri gefur 100 í armor og litli 50. ef þú nærð báðum þá færðu 150. ekki er hægt að fá meira en 150.

Megahealth: gefur þér 100 líf ef þú ert með 100 líf þá ferðu uppí 199. ekki hægt að fara hærra en það.

Svo er það adrenaline.

Adrenaline er svona einskonar power-up. Þegar það er komið upp í 100 þá segir kallinn "Adrenaline!" og til þess að nota það geturu gert eftirfarandi:

ýtir 4x áfram og þú færð speed og þú hleypur mjög hratt. Getur verið gott í Ctf eða Bombing Run.

ýtir 4x afturábak og þú færð booster eða regeneration og lífið þitt hækkar endalaust þangað til að adrenaline er komið í 0.

ýtir 2x hægri og 2x vinstri og þú verður invisible eða ósýnilegur.

ýtir 2x áfram og 2x afturábak og þú færð berserk sem er svona damage amp

Þú getur séð adrenalinið þitt uppi í hægra horninu. Til þess að láta adrenaline fara í 100 er annað hvort að drepa kalla eða þá að ná pillunum sem eru rauðar og hvítar og eru út um allt í öllum borðunum.

Sent: Þri 04. Mar 2003 13:31
af Castrate
Þið getið downloadað Demoinu líka. þið getið funið það hérna

http://ut.internet.is/UT2003/demo/Windo ... mo2206.exe

Sent: Fim 06. Mar 2003 16:13
af MezzUp
Er hægt að spila multiplayer í demóinu á serverum?

Sent: Fim 06. Mar 2003 23:59
af DippeR
MezzUp skrifaði:Er hægt að spila multiplayer í demóinu á serverum?


já, en því miður er að ég held enginn íslenskur demoserver uppi :shock: