Síða 1 af 1

Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 14:03
af FrankC
Mig vantar áreiðanlega hackintosh vél til að nota sem aðal tölvu í hljóðveri. 8gb minni, i7, e-ð basic skjákort. Er með turn sjálfur en þarf að láta pússla öllu inní hann og setja þetta upp. Er einhver að taka svona að sér?

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 16:11
af fannar82
Afhverju ekki bara kaupa sér apple? (þar sem þú ert hvort eð er að fara kaupa þér vél)

ég veit að hún er dýrari en samt bara minna bögg, og ekkert framtíðar "patch" vesen

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 21:23
af FrankC
Af því að þær eru alltof dýrar, ég get fengið mjög fínan vélbúnað í svona vél á 130-150kall (i7 2600, 12gb ram, etc...), á meðan þannig vél myndi kosta a.m.k. hálfa milljón útúr Apple búð. Uppfærslur skipta ekki máli a.m.k. næsta árið, vélin er ónettengd og er sett saman til að keyra eitt forrit, þarf ekki að uppfæra neitt í henni á meðan hún virkar.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 21:35
af BjarniTS
Lýst vel á þetta.
Haltu okkur uppfærðum um þetta mál.

Hingað til hefur enginn komið með almenninlegt build-log um svona verkefni.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 21:55
af Kristján
fannar82 skrifaði:Afhverju ekki bara kaupa sér apple? (þar sem þú ert hvort eð er að fara kaupa þér vél)

ég veit að hún er dýrari en samt bara minna bögg, og ekkert framtíðar "patch" vesen



haha ja minna bögg?????

dæla 400-500k i mac drasl þegar maður getur fengið betri ihluti fyrir 150-200k.... hmmmm

og med patch vesen er ekki update a hverri viku i mac eða eitthvað

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 22:19
af fannar82
Kristján skrifaði:
fannar82 skrifaði:Afhverju ekki bara kaupa sér apple? (þar sem þú ert hvort eð er að fara kaupa þér vél)

ég veit að hún er dýrari en samt bara minna bögg, og ekkert framtíðar "patch" vesen



haha ja minna bögg?????

dæla 400-500k i mac drasl þegar maður getur fengið betri ihluti fyrir 150-200k.... hmmmm

og med patch vesen er ekki update a hverri viku i mac eða eitthvað



Hm, ég kom kanski skoðun minni ekki nóguvel frá mér.

Það er verið semsagt að tala um vél sem á að vera :arrow: "skotheld" vél sem má ekki fuckast upp vél sem er greinilega að fara geyma eitthvað mjög mikilvægt fyrir notandan.

Homebrew \ hack \ etc er sjaldnast rosalega skothelt sérstaklega fyrir fólk sem þarf hjálp við að setja það upp, það mætti auðveldlega bera þau rök upp að það sé töluvert líklegt að þeir\þau eru að fara fucka því upp, þó að ég viti ekki alveg hversu imba-idiot-proof hackingtosh er

þú ert líklegast að fara setja inn eitthvað spes mac' forrit? hvað ef það forrit á svo bágt með að tala við vélbúnaðin sem þú ert með ?

En ekki láta mig draga máttinn úr þér að koma upp svona vél.
Langaði bara að kynna þetta fyrir þér áður en þú myndir demba þér í þetta og lenda síðan í major veseni

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Mán 12. Sep 2011 22:26
af tdog
Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 10:00
af FrankC
fannar82 skrifaði:
Kristján skrifaði:
fannar82 skrifaði:Afhverju ekki bara kaupa sér apple? (þar sem þú ert hvort eð er að fara kaupa þér vél)

ég veit að hún er dýrari en samt bara minna bögg, og ekkert framtíðar "patch" vesen



haha ja minna bögg?????

dæla 400-500k i mac drasl þegar maður getur fengið betri ihluti fyrir 150-200k.... hmmmm

og med patch vesen er ekki update a hverri viku i mac eða eitthvað



Hm, ég kom kanski skoðun minni ekki nóguvel frá mér.

Það er verið semsagt að tala um vél sem á að vera :arrow: "skotheld" vél sem má ekki fuckast upp vél sem er greinilega að fara geyma eitthvað mjög mikilvægt fyrir notandan.

Homebrew \ hack \ etc er sjaldnast rosalega skothelt sérstaklega fyrir fólk sem þarf hjálp við að setja það upp, það mætti auðveldlega bera þau rök upp að það sé töluvert líklegt að þeir\þau eru að fara fucka því upp, þó að ég viti ekki alveg hversu imba-idiot-proof hackingtosh er

þú ert líklegast að fara setja inn eitthvað spes mac' forrit? hvað ef það forrit á svo bágt með að tala við vélbúnaðin sem þú ert með ?

En ekki láta mig draga máttinn úr þér að koma upp svona vél.
Langaði bara að kynna þetta fyrir þér áður en þú myndir demba þér í þetta og lenda síðan í major veseni


Allt tekið til greina. Stærstu stúdíó á landinu eru að keyra svona vélar sem sínar aðal upptökuvélar, ég hef unnið mikið á þeim og aldrei lent í vandræðum. Svo gæti ég alveg gert þetta sjálfur, ég er tölvunarfræðingur að mennt, ég hef bara svo lítinn tíma til að setja mig inn í þetta.

Btw þetta var ekki OP í póstinum sem þú varst að svara...

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 10:01
af FrankC
tdog skrifaði:Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.


Skil ekki hvað þú ert að reyna að segja... Er að keyra Pro Tools á makka...

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 10:55
af tdog
FrankC skrifaði:
tdog skrifaði:Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.


Skil ekki hvað þú ert að reyna að segja... Er að keyra Pro Tools á makka...


Ég er að segja þér að ef þú ætlar ekki að fara ALL IN með alvöru Makka, þá skaltu bara keyra Pro Tools sem gengur a OS X og Windows. Þú nærð meiri stöðugleika þannig. BTW þótt þú sért menntaður tölvunarfræðingur þýðir það ekki að þú sért sérfræðingur í vélbúnaði. Á Makkanum er hugbúnaðurinn sniðinn að vélbúnaðinum og öfugt. Þ.e að hugbúnaðurinn talar seamlessly við vélbúnaðinn og jaðartæki. Ef þú ferð í að smíða þína Hackintosh gætir þú lent í því að hugbúnaðurinn virki hreinlega illa með vélbúnaðinum sem þú ert að nota.

Core Audio gæti líka virkað illa með þeim hljóðkortum sem þú hyggst nota ef þú ert ekki með Makka.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 11:01
af Athena.V8
tdog skrifaði:Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.

Stýrikerfi er Stýrikerfi
mac er mac
windows er windows

Intel er intel

Og þú minn kæri vinur ert að tala tvemur tungum.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 11:08
af tdog
Athena.V8 skrifaði:
tdog skrifaði:Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.

Stýrikerfi er Stýrikerfi
mac er mac
windows er windows

Intel er intel

Og þú minn kæri vinur ert að tala tvemur tungum.


Hvaða máli skiptir það þótt að Intel sé Intel? Um hvað ert þú að tala.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 11:19
af Eiiki
tdog skrifaði:
Athena.V8 skrifaði:
tdog skrifaði:Ef þú ætlar ekki í Makkann 100% í stúdíóinu þá skaltu bara nota Pro Tools.

Stýrikerfi er Stýrikerfi
mac er mac
windows er windows

Intel er intel

Og þú minn kæri vinur ert að tala tvemur tungum.


Hvaða máli skiptir það þótt að Intel sé Intel? Um hvað ert þú að tala.

Intel örgjörvarnir í maccanum eru ekkert öðruvísi sem þú kaupir úti í búð... Skalt ekki vera að skíta yfir neinn með svona kolröngum staðreyndum eins og þessum:

tdog skrifaði:Á Makkanum er hugbúnaðurinn sniðinn að vélbúnaðinum og öfugt. Þ.e að hugbúnaðurinn talar seamlessly við vélbúnaðinn og jaðartæki. Ef þú ferð í að smíða þína Hackintosh gætir þú lent í því að hugbúnaðurinn virki hreinlega illa með vélbúnaðinum sem þú ert að nota.

Þú kaupir þér bara réttan vélbúnað. Það eru til margskonar netheimildir um réttan vélbúnað ef þú ætlar í hackintosh, ef vélbúnaðurinn er réttur funkerar hugbúnaðurinn rétt og þú færð stapílt hackintosh!! Ef að menn eru að prófa nýjar leiðir eins og ef þeir ætla að prófa að setja gtx580 kort í hackintosh vél gætu þeir lent í truflunum á hugbúnaðinum.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 11:44
af tdog
Þú ert eitthvað að misskilja, ég sagði aldrei að það væru öðruvísi örgjörvar í mökkunum, það eru Intel kubbar í þeim. Það sem ég er að benda á hérna er að OS X virkar ekki með hvaða íhlutum sem er. Ég er ekki bara að tala um örgjörvana, heldur líka minnin, móðurboðin, skjástýringarnar, hljóðkortin og allan þann vélbúnað sem er í vélinni.

Það er ekki kolröng staðhæfing að segja honum að EF hann fari út í Hackintosh smíði þá GÆTI hann lent í vandræðum.

Vinnan við að smíða vélina og afla sér upplýsinga um vélbúnaðinn gæti auðveldlega samsvarað þeirri upphæð sem OP vill spara sér með því að fara í Hackintosh. Það er hreinlega minn snúður í þessari umræðu hérna.

Ég er einnig að benda OP að keyra bara Pro Tools á Windows vél, þannig fengi hann mun betri stöðugleika þar sem hann veit að driverar fyrir vélbúnað í PC vélar kemur með búnaðinum og því er það bara minna vesen.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 11:52
af Athena.V8
tdog skrifaði:Þú ert eitthvað að misskilja, ég sagði aldrei að það væru öðruvísi örgjörvar í mökkunum, það eru Intel kubbar í þeim. Það sem ég er að benda á hérna er að OS X virkar ekki með hvaða íhlutum sem er. Ég er ekki bara að tala um örgjörvana, heldur líka minnin, móðurboðin, skjástýringarnar, hljóðkortin og allan þann vélbúnað sem er í vélinni.

Það er ekki kolröng staðhæfing að segja honum að EF hann fari út í Hackintosh smíði þá GÆTI hann lent í vandræðum.

Vinnan við að smíða vélina og afla sér upplýsinga um vélbúnaðinn gæti auðveldlega samsvarað þeirri upphæð sem OP vill spara sér með því að fara í Hackintosh. Það er hreinlega minn snúður í þessari umræðu hérna.

Ég er einnig að benda OP að keyra bara Pro Tools á Windows vél, þannig fengi hann mun betri stöðugleika þar sem hann veit að driverar fyrir vélbúnað í PC vélar kemur með búnaðinum og því er það bara minna vesen.


Hann spurði ekki hvort hann ætti að keyra pro tools á windows
Spurningin er um Hackintosh ekki windows

Enn ég hef aldrei lennt í veseni með hackintosh

Mitt setup(Reyndar lánsvél enn...):

Skjár 1: Windows
Skjár 2: Mac(Sun virtual box(8GB ram/2Cores))
Lyklaborð1/mús 1: Windows
Lyklaborð1/mús 1: Mac

Ég er effectively með 2 vinnuaðstöður 1X windows og 1X mac
Hratt og snappy með möguleikann á því að tengja pci kort beint við maccan

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 13:42
af FrankC
tdog skrifaði:Ég er einnig að benda OP að keyra bara Pro Tools á Windows vél, þannig fengi hann mun betri stöðugleika þar sem hann veit að driverar fyrir vélbúnað í PC vélar kemur með búnaðinum og því er það bara minna vesen.


Ég er búinn að keyra PT á Win7 útí stúdíói núna í nokkra mánuði og mér finnst ömurlegt að vinna þannig. Í þessum bransa snýst allt um að gera hlutina hratt, kúnninn á aldrei að þurfa að bíða eftir þér. Ég vinn 2 sinnum hraðar í PT á makka heldur en í Windows...

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 13:44
af FrankC
tdog skrifaði:Vinnan við að smíða vélina og afla sér upplýsinga um vélbúnaðinn gæti auðveldlega samsvarað þeirri upphæð sem OP vill spara sér með því að fara í Hackintosh. Það er hreinlega minn snúður í þessari umræðu hérna.


Við erum að tala um a.m.k. 300þús króna verðmun. Ég eða sá sem ég fæ til að gera þetta þyrfti að vera aaaansi lengi að því til að þetta hætti að borga sig. Þess vegna er ég einmitt að leita að einhverjum sem kann þetta til að henda þessu upp í hvelli, þó ég sé sjálfur tölvunarfræðingur þá er tíma mínum betur varið í annað...

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 13:52
af aevar86
Ef þú færð þér almennilegan vélbúnað þá er þetta pottþétt þess virði.
Ég setti þetta upp á P4 vél til að prufa, og þetta var ekkert mál með smá google leit.
Tók ekki langan tíma heldur. Ég trúi ekki öðru en að einhver sé að þessu.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 13:54
af FrankC
aevar86 skrifaði:Ef þú færð þér almennilegan vélbúnað þá er þetta pottþétt þess virði.
Ég setti þetta upp á P4 vél til að prufa, og þetta var ekkert mál með smá google leit.
Tók ekki langan tíma heldur. Ég trúi ekki öðru en að einhver sé að þessu.


Tölvuvirkni gerðu þetta, en eru víst hættir því, ég hef tekið upp tvær plötur á hackintosh vélum sem þeir settu saman og þær klikkuðu aldrei...

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 13:56
af Athena.V8
FrankC skrifaði:
aevar86 skrifaði:Ef þú færð þér almennilegan vélbúnað þá er þetta pottþétt þess virði.
Ég setti þetta upp á P4 vél til að prufa, og þetta var ekkert mál með smá google leit.
Tók ekki langan tíma heldur. Ég trúi ekki öðru en að einhver sé að þessu.


Tölvuvirkni gerðu þetta, en eru víst hættir því, ég hef tekið upp tvær plötur á hackintosh vélum sem þeir settu saman og þær klikkuðu aldrei...


Ég þekki svosem björgvin ef þú villt get ég öruglega doublað hann í að setja saman vél fyrir þig.

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Þri 13. Sep 2011 14:01
af FrankC
Athena.V8 skrifaði:
FrankC skrifaði:
aevar86 skrifaði:Ef þú færð þér almennilegan vélbúnað þá er þetta pottþétt þess virði.
Ég setti þetta upp á P4 vél til að prufa, og þetta var ekkert mál með smá google leit.
Tók ekki langan tíma heldur. Ég trúi ekki öðru en að einhver sé að þessu.


Tölvuvirkni gerðu þetta, en eru víst hættir því, ég hef tekið upp tvær plötur á hackintosh vélum sem þeir settu saman og þær klikkuðu aldrei...


Ég þekki svosem björgvin ef þú villt get ég öruglega doublað hann í að setja saman vél fyrir þig.


pm'd

Re: Er einhver að smíða Hackintosh gegn greiðslu?

Sent: Lau 17. Sep 2011 02:33
af Opes
Ég hef smíðað nokkrar svona í professional vinnslu, og sett upp Mac á þær. Get tekið þetta að mér, en þetta er ekkert sérstaklega ódýrt, ágætis vinna.